Leita
Hreinsa Um leit

Utanríkisráðuneyti

544/2011

Reglugerð um breyting á reglugerðum nr. 154/2009, 140/2009, 155/2009, 148/2009, 147/2009, 299/2010 og 300/2010 um alþjóðlegar þvingunaraðgerðir.

1. gr.

Hryðjuverkasamtök (Al-Qaida og Talíbanar).

Í stað I. viðauka við reglugerð um alþjóðlegar þvingunaraðgerðir varðandi hryðju­verkasamtök (Al-Qaida og Talíbana) nr. 154/2009 komi nýr I. viðauki sem er birtur sem fylgiskjal 1 við reglugerð þessa.

2. gr.

Fílabeinsströndin (Côte d'Ivoire).

Í stað I. viðauka við reglugerð um alþjóðlegar þvingunaraðgerðir varðandi Fílabeins­ströndina nr. 140/2009 komi nýr I. viðauki sem er birtur sem fylgiskjal 2 við reglugerð þessa, sbr. ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1980 (2011).

3. gr.

Kongó.

Í stað I. viðauka við reglugerð um alþjóðlegar þvingunaraðgerðir varðandi alþýðu­lýðveldið Kongó (Austur-Kongó) nr. 155/2009 komi nýr I. viðauki sem er birtur sem fylgiskjal 3 við reglugerð þessa.

4. gr.

Líbería.

Í stað I. og II. viðauka við reglugerð um alþjóðlegar þvingunaraðgerðir varðandi Líberíu nr. 148/2009 komi nýr I. og nýr II. viðauki sem eru birtir sem fylgiskjöl 4 og 5 við reglugerð þessa.

5. gr.

Síerra Leóne.

Reglugerð um alþjóðlegar þvingunaraðgerðir varðandi Síerra Leóne nr. 147/2009 er felld úr gildi, sbr. ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1940 (2010).

6. gr.

Sómalía.

a) 1. mgr. 1. gr. reglugerðar um alþjóðlegar þvingunaraðgerðir varðandi Sómalíu nr. 299/2010 hljóði svo:

Reglugerð þessi er sett til þess að framfylgja ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um þvingunaraðgerðir varðandi Sómalíu nr. 733 (1992), 1356 (2001), 1425 (2002), 1725 (2006), 1744 (2007), 1772 (2007), 1844 (2008), 1846 (2008), 1851 (2008), 1907 (2009), 1916 (2010) og 1972 (2011) og ákvörðunum framkvæmdanefndarinnar um þvingunaraðgerðir varðandi Sómalíu, sbr. ályktun öryggisráðsins nr. 751 (1992), 4. mgr. ályktunar nr. 1356 (2001), 11. mgr. ályktunar nr. 1844 (2008) og 18. mgr. ályktunar nr. 1907 (2009).

b) Á eftir 1. mgr. 2. gr. reglugerðar um alþjóðlegar þvingunaraðgerðir varðandi Sómalíu nr. 299/2010 komi ný málsgrein sem hljóði svo:

Vopnasölubann skal ennfremur gilda gagnvart þeim aðilum sem eru tilgreindir í viðauka, sbr. 7. mgr. ályktunar nr. 1844 (2008).

c) Á eftir 2. gr. komi tvær nýjar greinar sem hljóði svo:

3. gr.

Landgöngubann.

Einstaklingum, sem öryggisráðið eða framkvæmdanefndin tilgreinir, sbr. viðauka, er óheimilt að koma til landsins eða hafa hér viðkomu, sbr. 1. mgr. ályktunar nr. 1844 (2008).

4. gr.

Frysting fjármuna.

Frysta skal fjármuni og efnahagslegan auð í eigu aðila sem öryggisráðið eða framkvæmdanefndin tilgreinir, sbr. viðauka og 3. mgr. ályktunar nr. 1844 (2008).

d) Tölusetning annarra greina breytist til samræmis.

e) Aftan við reglugerðina komi:

VIÐAUKI

Listi varðandi vopnasölubann, landgöngubann og frystingu fjármuna,
sbr. 2., 3. og 4. gr.

Viðauki við reglugerð nr. 299/2010 er birtur sem fylgiskjal 6 við reglugerð þessa.

7. gr.

Erítrea.

a) Á eftir 1. mgr. 2. gr. reglugerðar um alþjóðlegar þvingunaraðgerðir varðandi Erítreu nr. 300/2010 komi ný málsgrein sem hljóði svo:

Vopnasölubann skal ennfremur gilda gagnvart þeim aðilum sem eru tilgreindir í viðauka, sbr. 12. mgr. ályktunar nr. 1907 (2009).

b) Á eftir 2. gr. komi tvær nýjar greinar sem hljóði svo:

3. gr.

Landgöngubann.

Einstaklingum, sem öryggisráðið eða framkvæmdanefndin tilgreinir, sbr. viðauka, er óheimilt að koma til landsins eða hafa hér viðkomu, sbr. 10. mgr. ályktunar nr. 1907 (2009).

4. gr.

Frysting fjármuna.

Frysta skal fjármuni og efnahagslegan auð í eigu aðila sem öryggisráðið eða framkvæmdanefndin tilgreinir, sbr. viðauka og 13. mgr. ályktunar nr. 1907 (2009).

c) Tölusetning annarra greina breytist til samræmis.

d) Aftan við reglugerðina komi:

VIÐAUKI

Listi varðandi vopnasölubann, landgöngubann og frystingu fjármuna,
sbr. 2., 3. og 4. gr.

Sjá viðauka við reglugerð um alþjóðlegar þvingunaraðgerðir varðandi Sómalíu nr. 299/2010.

8. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008 og öðlast þegar gildi.

Utanríkisráðuneytinu, 26. maí 2011.

Össur Skarphéðinsson.

Einar Gunnarsson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)
Þetta vefsvæði byggir á Eplica