Utanríkisráðuneyti

901/2009

Reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Moldóvu. - Brottfallin

1. gr.

Almenn ákvæði.

Með reglugerð þessari eru sett ákvæði um þvingunaraðgerðir varðandi Moldóvu sem íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að framfylgja á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórna aðildarríkja Evrópusambandsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu um pólitísk skoðana­skipti, sem er hluti samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993.

Þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins varðandi Moldóvu byggja á sameiginlegri afstöðu ráðs Evrópusambandsins 2008/160/CFSP frá 25. mars 2008 ásamt síðari breytingum, uppfærslum og viðbótum: sameiginleg afstaða 2009/139/CFSP.

Gerðir Evrópusambandsins, þ.m.t. uppfærðir listar yfir aðila og hluti sem þvingunar­aðgerðir beinast að eða varða, eftir því sem við á, eru birtar á vefsetri þess (http://ec.europa.eu/external_relations/cfsp/sanctions/index_en.htm).

Ákvæði reglugerðar nr. 119/2009 um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða skulu gilda um framkvæmd reglugerðar þessarar.

2. gr.

Landgöngubann.

Einstaklingum, sem tilgreindir eru í viðauka, er óheimilt að koma til landsins eða hafa hér viðkomu, sbr. 1. gr. 2008/160/CFSP og síðari breytingar, uppfærslur og viðbætur.

3. gr.

Undanþágur frá þvingunaraðgerð.

Ráðherra getur veitt undanþágur frá þvingunaraðgerðum sem gripið hefur verið til á grund­velli gerða Evrópusambandsins, af mannúðarástæðum eða öðrum ástæðum.

4. gr.

Viðurlög.

Hver sá sem brýtur gegn þvingunaraðgerðum skv. lögum nr. 93/2008 um framkvæmd alþjóð­legra þvingunaraðgerða skal sæta viðurlögum skv. 10. gr. laganna, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.

5. gr.

Heimild.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunar­aðgerða nr. 93/2008.

6. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Utanríkisráðuneytinu, 26. október 2009.

Össur Skarphéðinsson.

Einar Gunnarsson.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica