Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

325/2009

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 123/2009 um alþjóðlegar öryggisaðgerðir varðandi gereyðingarvopn.

1. gr.

Á eftir 1. mgr. 3. gr. bætist við ný mgr. sem verður 2. mgr. og hljóði svo:

Ákvæði 1. mgr. taka m.a. til hluta sem tilgreindir eru í skjölum öryggisráðsins nr. S/2006/814 (INFCIRC/254/Rev.8/Part1 og INFCIRC/254/Rev.7/Part2) og S/2006/815, dags. 13. október 2006, sbr. I. og II. viðauka við reglugerð nr. 146/2009 um alþjóðlegar þvingunaraðgerðir varðandi Íran, og skjali öryggisráðsins nr. S/2006/853, dags. 7. nóvember 2006, sbr. III. viðauka við reglugerð nr. 153/2009 um alþjóðlegar þvingunaraðgerðir varðandi Norður-Kóreu.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.

3. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Utanríkisráðuneytinu, 23. mars 2009.

Össur Skarphéðinsson.

Benedikt Jónsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.