Við reglugerðina bætast tveir nýir kaflar, VII. og VIII. kafli, og breytast önnur kafla- og greinanúmer í samræmi við það, svohljóðandi:
Stjórn Loftslags- og orkusjóðs annast úthlutun styrkja til nýsköpunar og tækniþróunar sem stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði sem fellur undir ETS-kerfið.
Styrkveitingum til umsækjenda er ætlað að stuðla að framförum í nýsköpun og tækniþróun til þess að draga úr losun frá staðbundnum iðnaði á Íslandi sem fellur undir ETS-kerfið.
Um veitingu styrkja til nýsköpunar og tæknilausna í staðbundnum iðnaði sem fellur undir ETS-kerfið fer samkvæmt reglugerð þessari.
Stjórn Loftslags- og orkusjóðs skal auglýsa á hvaða tímabili verður opið fyrir umsóknir til nýsköpunar og tækniþróunar sem stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði sem fellur undir ETS-kerfið.
Í auglýsingu skulu koma fram upplýsingar um áherslur vegna styrkveitinga, þau skilyrði sem þarf til að standast styrkhæfni og leiðbeiningar um hvar og hvernig skuli sækja um.
Styrkhæfar eru umsóknir um þróun á hvers kyns tækni sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda frá staðbundnum iðnaði sem fellur undir ETS-kerfið.
Áhersla verður lögð á verkefni sem skila samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Einnig verður litið til eftirfarandi þátta:
Horft verður til þess að forgangsraða verkefnum sem skila mestum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda (koldíoxíð-ígilda) á hverja styrkkrónu.
Auk framangreindra sjónarmiða er heimilt við mat á umsóknum og ákvörðun úthlutunar að taka tillit til sjónarmiða er fram koma í 2. mgr. 10. gr. eftir því sem við á.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
Ráðherra er heimilt að ákveða hámarksstyrkfjárhæðir í hverri úthlutun.
Skipting greiðslna og önnur framkvæmd styrkveitinga fer samkvæmt ákvæðum II. kafla reglugerðar þessarar, eftir því sem við á.
Stjórn Loftslags- og orkusjóðs annast úthlutun styrkja til loftslagsvænna tæknilausna í landbúnaði samkvæmt ákvörðun og áherslum ráðherra og stjórnvalda hverju sinni.
Styrkveitingum til loftslagsvænna tæknilausna í landbúnaði er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Um veitingu styrkja til loftslagsvænna tæknilausna í landbúnaði fer samkvæmt reglugerð þessari.
Stjórn Loftslags- og orkusjóðs skal auglýsa á hvaða tímabili verður opið fyrir umsóknir um styrki til loftslagsvænna tæknilausna í landbúnaði.
Í auglýsingu skulu koma fram upplýsingar um áherslur vegna styrkveitinga, þau skilyrði sem þarf til að standast styrkhæfni og leiðbeiningar um hvar og hvernig skuli sækja um.
Styrkir samkvæmt kafla þessum eru veittir til framleiðenda landbúnaðarafurða, sem uppfylla skilyrði 4. mgr. 30. gr. búvörulaga, vegna fjárfestingar í tækjakaupum sem stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda vegna áburðarnotkunar í landbúnaði, svo sem GPS-tækni fyrir bætta nákvæmni við áburðardreifingu, tækni til niðurfellingar/-lagningar á áburði, og annarra sambærilegra tækja.
Jafnframt er heimilt að veita styrki til kaupa á búnaði skv. 1. mgr. ef búnaðurinn er keyptur í samstarfi aðila, svo sem í gegnum búnaðarfélag eða verktaka sem annast áburðardreifingu fyrir bændur.
Áhersla skal fyrst og fremst lögð á að styrkja verkefni sem falla að hlutverki sjóðsins og horft verður til þess að forgangsraða verkefnum sem skila mestum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda (koldíoxíð-ígilda) á hverja styrkkrónu.
Auk framangreindra sjónarmiða er heimilt við mat á umsóknum og ákvörðun úthlutunar að taka tillit til sjónarmiða er fram koma í 2. mgr. 10. gr. eftir því sem við á.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
Hámarksstyrkhlutfall skal vera 40% af heildarkostnaði og hámarksstyrkfjárhæð í hverri úthlutun styrks til loftslagsvænna tæknilausna í landbúnaði skal nema að hámarki 10 m.kr. fyrir hvern styrkþega.
Skipting greiðslna til styrkþega skal vera eftirfarandi:
Í framhaldi af gerð samnings skv. 12. gr. og framlagningu fullnægjandi gagna um kaup styrkþega á búnaði skv. 45. gr. greiðist 100% styrkupphæðar.
Skipting greiðslna og önnur framkvæmd styrkveitinga fer samkvæmt ákvæðum II. kafla reglugerðar þessarar, eftir því sem við á.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 8. gr. laga um Loftslags- og orkusjóð, nr. 76/2020, öðlast þegar gildi.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 11. nóvember 2025.
Jóhann Páll Jóhannsson.
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.
B deild - Útgáfudagur: 13. nóvember 2025