Á eftir V. kafla reglugerðarinnar kemur nýr kafli, VI. kafli, Styrkir fyrir nytjahjól, með fimm nýjum greinum, 33. gr. - 37. gr., ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi, og breytast önnur kaflanúmer og greinanúmer samkvæmt því:
a. (33. gr.)
Styrkir til nytjahjóla.
Stjórn Loftslags- og orkusjóðs annast úthlutun styrkja vegna kaupa á nytjahjólum, sem eru reiðhjól sem hafa burðarsvæði til farm- eða farþegaflutninga. Styrkveitingum þessum er ætlað að hvetja til vistvænna samgangna og að hraða orkuskiptum í samgöngum með það að meginmarkmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Um veitingu styrkja vegna kaupa á nytjahjólum fer samkvæmt reglugerð þessari.
b. (34. gr.)
Auglýsingar.
Stjórn Loftslags- og orkusjóðs skal auglýsa hvenær og hvernig verður opið fyrir umsóknir um styrki fyrir nytjahjól. Í auglýsingu skulu koma fram upplýsingar um þau skilyrði sem nytjahjól þurfa að uppfylla til að standast styrkhæfni, sbr. 35. gr. og leiðbeiningar um hver og hvernig skuli sækja um.
c. (35. gr.)
Styrkhæfi og skilmálar.
Styrkir til kaupa á nytjahjólum eru veittir til eiganda nytjahjóls, einstaklinga og lögaðila, samkvæmt kafla þessum. Styrkhæfi nær til nytjahjóls sem uppfylla öll eftirfarandi skilyrði:
Til styrkhæfra nytjahjóla teljast ný hjól sem keypt eru eftir 1. janúar 2025.
Styrkur er aðeins veittur einu sinni vegna hvers styrkhæfs nytjahjóls, einu sinni fyrir hvert raðnúmer. Styrkur er aðeins veittur einu sinni til einstaklings eða lögaðila.
Umsóknum sem berast ekki innan tilskilins tímafrests er hafnað. Heimilt er að hafna að taka umsóknir til umfjöllunar sem skilað er án allra umbeðinna fylgigagna.
d. (36. gr.)
Umsóknir og útborgun styrkja.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn um styrk til kaupa á nytjahjóli:
Umsóknum skal alla jafna skilað í rafrænu umsóknarkerfi á þar til gerðu umsóknareyðublaði.
e. (37. gr.)
Styrkhlutföll, styrkfjárhæðir o.fl.
Hámarks styrkhlutfall og styrkfjárhæð í úthlutunum fyrir styrki vegna nytjahjóla er 33% af kaupverði með virðisaukaskatti eða að hámarki 200.000 kr.
Ákvæði II. kafla um upplýsingagjöf og skýrslur, kynningarefni, endurkröfurétt og skilmála gilda að öðru leyti eftir því sem við á.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 8. gr. laga um Loftslags- og orkusjóð nr. 76/2020, öðlast þegar gildi.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 12. september 2025.
Jóhann Páll Jóhannsson.
Stefán Guðmundsson.
B deild - Útgáfudagur: 15. október 2025