Í stað orðanna "Hollustuvernd ríkisins" í 3. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar og sömu orða hvarvetna annars staðar í reglugerðinni kemur (í viðeigandi beygingarfalli): Umhverfis- og orkustofnun.
Við 3. gr. reglugerðarinnar bætast tvær nýjar málsgreinar, í viðeigandi númeraröð, svohljóðandi og breytast númer annarra málsgreina samkvæmt því:
3.7 Landgagnasafn er auðgreinanlegt safn af landgögnum.
3.8 Landgagnaþjónusta eru aðgerðir sem hægt er, með hjálp tölvubúnaðar, að framkvæma á landgögnum sem geymd eru í landgagnasöfnum eða á tengdum lýsigögnum.
Í stað "16. mgr. 3. gr." hvarvetna í 8. gr. reglugerðarinnar kemur: 18. mgr. 3. gr.
Í stað "16. mgr. 3. gr." í 3. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar kemur: 18. mgr. 3. gr.
Í stað "16. mgr. 3. gr." í 1. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar kemur: 18. mgr. 3. gr.
Í stað 15. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein sem orðast svo:
15.1 Heilbrigðisnefndir skulu taka saman eftirfarandi upplýsingar og senda til Umhverfis- og orkustofnunar:
Nota skal landgagnaþjónustuna til að sýna landgagnasöfnin sem koma fram í upplýsingunum sem eru skráðar í þessum skrám.
15.2 Liðir 2 til 4 í 1. mgr. eiga ekki við seyru frá skólphreinsistöðvum, þ.e. húsaskólp eða skólp með sambærilega samsetningu, sbr. a-lið 16. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar, þegar magn seyru er minna en 5.000 pe.
15.3 Umhverfis- og orkustofnun veitir almenningi greiðan aðgang að skráningum sem um getur í 1. mgr., fyrir hvert almanaksár, innan átta mánaða frá lokum viðkomandi almanaksárs, í samræmi við stöðluð gagnasnið, ef þau eru fyrir hendi.
Umhverfis- og orkustofnun skal senda Eftirlitsstofnun EFTA þær upplýsingar sem um getur í 1. mgr.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1010 frá 5. júní 2019 um samræmingu á kvöðum um skýrslugjöf á sviði löggjafar í tengslum við umhverfið og um breytingu á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 166/2006 og (ESB) nr. 995/2010, tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2002/49/EB, 2004/35/EB, 2007/2/EB, 2009/147/EB og 2010/63/ESB, reglugerðum ráðsins (EB) nr. 338/97 og (EB) nr. 2173/2005 og tilskipun ráðsins 86/278/EBE, sem vísað er til í XX. viðauka við EES-samninginn eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 300/2024 frá 6. desember 2024.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og 6. gr. laga nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda. Jafnframt er reglugerðin sett að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga hvað varðar skyldur sveitarfélaga, sbr. ákvæði 3. mgr. 43. gr. laga nr. 7/1998.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 8. september 2025.
F. h. r.
Stefán Guðmundsson.
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.
B deild - Útgáfudagur: 23. september 2025