Í stað orðsins "Umhverfisstofnun" í 5. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar og sama orðs hvarvetna annars staðar í reglugerðinni kemur (í viðeigandi beygingarfalli): Umhverfis- og orkustofnun.
Í stað 3. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein sem orðast svo:
Aðgerðaáætlun skal yfirfarin og endurskoðuð, ef þörf krefur, þegar stórvægileg breyting á sér stað sem hefur áhrif á fyrirliggjandi aðstæður sem valda hávaða og a.m.k. á 5 ára fresti eftir að áætlun er samþykkt.
Í stað 1. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein sem orðast svo:
Hávaðakort og aðgerðaáætlanir, sem gerð hafa verið, skulu gerð aðgengileg almenningi og þeim miðlað til almennings í samræmi við IV. og V. viðauka.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1010 frá 5. júní 2019 um samræmingu á kvöðum um skýrslugjöf á sviði löggjafar í tengslum við umhverfið og um breytingu á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 166/2006 og (ESB) nr. 995/2010, tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2002/49/EB, 2004/35/EB, 2007/2/EB, 2009/147/EB og 2010/63/ESB, reglugerðum ráðsins (EB) nr. 338/97 og (EB) nr. 2173/2005 og tilskipun ráðsins 86/278/EBE, sem vísað er til í XX. viðauka við EES-samninginn eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 300/2024 frá 6. desember 2024.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 5. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998. Jafnframt er reglugerðin sett að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga hvað varðar skyldur sveitarfélaga, sbr. ákvæði 3. mgr. 43. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 8. september 2025.
F. h. r.
Stefán Guðmundsson.
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.
B deild - Útgáfudagur: 23. september 2025