Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

942/2025

Um (1.) breytingu á reglugerð nr. 590/2018 um stjórnvaldssektir fyrir brot á efnalögum. REGLUGERÐ um (1.) breytingu á reglugerð nr. 590/2018 um stjórnvaldssektir fyrir brot á efnalögum.

1. gr.

Í stað orðsins "Umhverfisstofnun" í 4. gr. og sama orðs hvarvetna annars staðar í reglugerðinni kemur (í viðeigandi beygingarfalli): Umhverfis- og orkustofnun.

2. gr.

14. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Við ákvörðun sektar vegna brota á 47. gr. i. efnalaga um brennisteinsinnihald í eldsneyti skal fjárhæð hennar nema 5.000.000 kr. fyrir hvert brot, og til viðbótar:

  1. 2.500.000 kr. þegar brennisteinsinnihald eldsneytis eða hlutfall losunar á brennisteinsdíoxíði og koltvísýringi SO2(ppm)/CO2(%v/v) fer umfram tvöfalt leyfilegt hámark, eða;
  2. 5.000.000 kr. þegar brennisteinsinnihald eldsneytis eða hlutfall losunar á brennisteinsdíoxíði og koltvísýringi SO2(ppm)/CO2(%v/v) fer umfram þrefalt leyfilegt hámark.

Fari brennisteinsinnihald eldsneytis yfir 3,50%, skal sektarfjárhæðin tvöfölduð.

Fari hlutfall losunar á brennisteinsdíoxíði og koltvísýringi SO2(ppm)/CO2(%v/v) yfir 151,7 skal sektarfjárhæðin tvöfölduð.

Ef um endurtekið brot er að ræða og hið fyrra brot átti sér stað innan fimm ára frá hinu endurtekna broti, skal heildarsektarfjárhæðin tvöfölduð.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 24. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013, sbr. einnig 2. mgr. 62. gr. laganna.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 20. ágúst 2025.

Jóhann Páll Jóhannsson.

Stefán Guðmundsson.

B deild - Útgáfudagur: 3. september 2025


Þetta vefsvæði byggir á Eplica