Fara beint í efnið

Prentað þann 7. maí 2024

Breytingareglugerð

1409/2023

Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir Hitaveitu Grímsness- og Grafningshrepps, nr. 252/2001.

Birta efnisyfirlit

1. gr.

Í staðinn fyrir "Grímsness-" í heiti reglugerðarinnar kemur: Grímsnes-.

2. gr.

1. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi: Hitaveita Grímsnes- og Grafningshrepps er sjálfstætt fyrirtæki, sem Grímsnes- og Grafningshreppur á og starfrækir.

3. gr.

Við 1. mgr. 14. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi:

Staðsetning inntaks innanhúss skal uppfylla skilyrði byggingarreglugerðar um inntaksrými varðandi stærðir, niðurföll í gólfi í nánd við inntak og tengigrind, þröskuld í dyrum, gott aðgengi, loftræsingu, lýsingu og frostfrítt inntak. Tengigrind skal vera í sérstökum skáp utanhúss við frístundahús og önnur hús þar sem ekki er dagleg viðvera. Frekari skilyrði um gerð, eiginleika og stærð inntaksskáps getur verið háð breytingum en skal vera uppgefið af veitustjóra.

4. gr.

2. málsl. 4. mgr. 18. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Inntaksrými skal vera aðgengilegt starfsmönnum hitaveitunnar.

5. gr.

Við 1. mgr. 20. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi:

Hitaveitan ber ekki ábyrgð á tjóni sem af því getur hlotist. Fara skal með slíkt brot sem ólögmæta vatnsnotkun.

6. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 82. gr. orkulaga, nr. 58/1967, öðlast þegar gildi.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 15. desember 2023.

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Stefán Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.