Fara beint í efnið

Prentað þann 20. apríl 2024

Stofnreglugerð

806/2022

Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 838/2010 frá 23. september 2010 um setningu viðmiðunarreglna er varða fyrirkomulag vegna jöfnunargreiðslna milli flutningskerfisstjóra og sameiginlega nálgun við reglusetningu um gjaldtöku fyrir flutning.

1. gr.

Gildistaka reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 838/2010.

Eftirtalin reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB), sem vísað er til í lið 40 í IV. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 297/2021, frá 29. október 2021, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af IV. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 838/2010, frá 23. september 2010, um setningu

viðmiðunarreglna er varða fyrirkomulag vegna jöfnunargreiðslna milli flutningskerfisstjóra og sameiginlega nálgun við reglusetningu um gjaldtöku fyrir flutning.

Reglugerðin skal gilda á Íslandi með þeirri aðlögun sem fram kemur í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar.

2. gr. Tilvísun.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 838/2010 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74/2021, 18. nóvember 2021, bls. 222.

3. gr. Brottfall reglugerðar nr. 435/2011.

Við gildistöku reglugerðar þessarar fellur úr gildi reglugerð nr. 435/2011 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 774/2010.

4. gr. Fyrirvari.

Þar sem íslenska raforkukerfið er ekki tengt raforkukerfi annars lands, með grunnvirkjum yfir landamæri, koma ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 838/2010 sem varða raforkutengingar milli landa ekki til framkvæmda á Íslandi á meðan slíkri tengingu hefur ekki verið komið á.

Grunnvirki sem gera mögulegt að flytja raforku milli Íslands og orkumarkaðar ESB verða ekki reist nema að undangengnu samþykki Alþingis og endurskoðun á stjórnskipulegum lagagrundvelli reglugerðarinnar.

5. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 45. gr. raforkulaga nr. 65/2003 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 20. júní 2022.

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.