Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 2. maí 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 1. jan. 2024

207/2023

Reglugerð um gestagjöld innan Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu.

1. gr. Gjaldtaka.

Vatnajökulsþjóðgarður innheimtir gestagjöld eftir því sem kveðið er á um í reglugerð þessari. Virðisaukaskattur er innifalinn í gjaldi fyrir gistingu á þjónustusvæði, sbr. 3.-6. gr. og 8. gr.

2. gr. Gisting á þjónustusvæði.

Gjaldið miðast við gistingu í stæði yfir eina nótt, annars vegar við stæði með aðgengi að rafmagni, sbr. 3. gr. og hins vegar stæði án aðgengis að rafmagni, sbr. 4. gr. Afnot af þjónustuhúsi eru innifalin í gjaldi fyrir stæði á þjónustusvæði. Eldri borgurum (67 ára og eldri) og öryrkjum er veittur 20% afsláttur af gistigjöldum skv. 3.-6. gr.

3. gr. Stæði með aðgengi að rafmagni.

Í hverju stæði með aðgengi að rafmagni mega allt að sex manns gista. Rafmagnstenging er einungis ætluð fyrir rafmagnstæki innan stæðisins.

Gjald fyrir stæði með aðgengi að rafmagni í eina nótt 8.000 kr.

4. gr. Stæði án aðgengis að rafmagni.

Í hverju stæði án aðgengis að rafmagni mega allt að sex manns gista.

Gjald fyrir húsbíll/hjólhýsi/fellihýsi/tjaldvagn án aðgengis að rafmagni 5.000 kr.
Gjald fyrir stórt tjald (3ja manna eða stærra) 4.000 kr.
Gjald fyrir lítið tjald (2ja manna eða minna) 3.000 kr.

5. gr. Lengri afnot af stæðum.

Gjald fyrir lengri afnot af stæðum á þjónustusvæðum.

Sumargjald: Stæði m. rafmagni Stæði án rafmagns
Einn mánuður 50.000 kr. 40.000 kr.
Tveir mánuðir 100.000 kr. 80.000 kr.
Þrír mánuðir 150.000 kr. 120.000 kr.

6. gr. Gisting í skála.

Gjaldið miðast við gistingu í skála yfir eina nótt fyrir hvern ferðamann.

Gistigjald fyrir hverja nótt:

Í Snæfellsskála 5.500 kr.
Í Blágiljum 4.500 kr.

Ekki er innheimt gjald fyrir börn, 12 ára og yngri, í fylgd með fullorðnum. Veittur er 50% afsláttur af gistigjaldi fyrir börn 13 til 17 ára.

Í verðskrá skal koma fram hvaða þjónusta er innifalin í gistigjaldi fyrir hvern skála fyrir sig.

7. gr. Svæðisgjald.

Svæðisgjald er lagt á við inngang að þjónustusvæði og gildir mest í sólarhring (frá kl. 00.00-24.00):

Flokkur A - Fólksbifreið, 5 farþega og færri 1.000 kr.
Flokkur B - Fólksbifreið, 6-9 farþega 1.300 kr.
Flokkur C - Rúta, 10-19 farþega 2.500 kr.
Flokkur D - Rúta, 20-32 farþega 4.700 kr.
Flokkur E - Rúta, 33 farþega og fleiri 8.500 kr.
Bifhjól 400 kr.

Veittur er 50% afsláttur af svæðisgjaldi ef annað þjónustusvæði þjóðgarðsins hefur áður verið heimsótt innan sólarhrings og fullt gjald greitt þar.

8. gr.

Gjald fyrir aðra þjónustu:

1. Útseld vinna sérfræðinga 16.000 kr.
2. Útseld vinna landvarða 12.000 kr.
3. Útgáfa leyfa, stærri verkefni, samningar á grundvelli reglugerðar um atvinnutengda starfsemi 50.000 kr.
4. Útgáfa leyfa, önnur verkefni 25.000 kr.

9. gr. Gildistaka, lagastoð og birting.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 21. gr. laga nr. 60/2007, um Vatnajökulsþjóðgarð, og öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 811/2021, um gestagjöld innan Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu.

Ákvæði til bráðabirgða.

Svæðisgjald samkvæmt 7. gr. er nú einungis lagt á við inngang að þjónustusvæði í Skaftafelli og mun gjaldtaka hefjast við inngang að þjónustusvæði á Breiðamerkursandi frá og með 1. júní 2023.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.