Umhverfisráðuneyti

855/2007

Reglugerð um breytingu á reglugerð um íblöndun bætiefna í matvæli, nr. 526/2006. - Brottfallin

1. gr.

3. gr. orðist svo:

Heimilt er að blanda þeim bætiefnum í matvæli sem tilgreind eru í viðauka, töflu 1 við reglugerð þessa í því formi sem tilgreint er í töflu 2.

Íblöndun bætiefna í óunnin matvæli svo sem kjöt, fisk, ávexti og grænmeti er óheimil.

Framleiðandi eða dreifingaraðili skal tilkynna um íblöndun bætiefna í matvæli til Umhverfis­stofnunar og afhenda sýnishorn af merkimiða vörunnar.

Merkja skal næringargildi matvæla sem í er blandað bætiefnum. Merkingin skal vera í samræmi við 9. gr. reglugerðar um merkingu næringargildis matvæla, nr. 586/1993 og miða við heildarmagn bætiefna í vörunni þegar íblöndunin á sér stað.

Umhverfisstofnun getur gefið út leiðbeiningar um ásættanlegt hámarksmagn tiltekinna bætiefna í matvæli.

Komi fram rökstuddur grunur um að vara, sem reglugerð þessi nær til, sé hættuleg heilsu manna er heimilt að takmarka eða banna framleiðslu, innflutning og sölu á við­komandi vöru sbr. 28. og 29. gr. laga um matvæli, nr. 93/1995.

2. gr.

Við reglugerðina bætist viðauki svohljóðandi:

Tafla 1: Listi yfir þau vítamín og steinefni sem heimilt er að blanda í matvæli.

1. Vítamín

2. Steinefni

   

A-vítamín

Kalsíum

D-vítamín

Magnesíum

E-vítamín

Járn

K-vítamín

Kopar

B1-vítamín

Joð

B2-vítamín

Sink

Níasín

Mangan

Pantóþensýra

Natríum

B6-vítamín

Kalíum

Fólat

Selen

B12-vítamín

Króm

Bíótín

Mólybden

C-vítamín

Flúoríð

 

Klóríð

 

Fosfór


Tafla 2: Form vítamína og steinefna í töflu 1.

1. Vítamín

 

A-VÍTAMÍN

NÍASÍN

a) retínól

a) nikótínsýra

b) retínýlasetat

b) nikótínamíð

c) retínýlpalmítat

 

d) beta-karótín

PANTÓÞENSÝRA

 

a) Kalsíum-D-pantóþenat

D-VÍTAMÍN

b) Natríum-D-pantóþenat

a) kólíkalsíferól

c) dexpanþenól

b) ergókalsíferól

 
 

B6-VÍTAMÍN

E-VÍTAMÍN

a) pýridoxínhýdróklóríð

a) D-alfa-tókóferól

b) pýridoxín 5'-fosfat

b) DL-alfa-tókóferól

c) pýridoxíndípalmitat

c) D-alfa tókóferýlasetat

 

d) DL-alfa-tókóferýlasetat

FÓLAT

e) D-alfa-tókóferýlsúksínsýra

a) teróýlmónóglútamínsýra

   

K-VÍTAMÍN

B12-VÍTAMÍN

a) fýllókínon (fýtómenadíon)

a) sýanókóbalamín

 

b) hýdroxókóbalamín

B1-VÍTAMÍN

 

a) þíamínhýdróklóríð

BÍÓTÍN

b) þíamínmónónítrat

a) D-bíótín

   

B2-VÍTAMÍN

C-VÍTAMÍN

a) ríbóflavín

a) L-askorbínsýra

b) natríumríbóflavín-5'-fosfat

b) natríum L-askorbat

 

c) kalsíum L-askorbat

 

d) kalíum L-askorbat

 

e) L-askorbýl-6-palmítat


2. Steinefni

kalsíumkarbónat

sinkasetat

kalsíumklóríð

sinkklóríð

kalsíumsalt af sítrónusýru

sinksítrat

kalsíumglúkonat

sinkglúkonat

kalsíumglýserófosfat

sinklaktat

kalsíumlaktat

sinkoxíð

kalsíumsölt af ortófosfórsýru

sinkkarbónat

kalsíumhýdroxíð

sinksúlfat

kalsíumoxíð

kalsíumsúlfat

mangankarbónat

magnesíumasetat

manganklóríð

magnesíumkarbónat

mangansítrat

magnesíumklóríð

manganglúkonat

magnesíumsölt af sítrónusýru

manganglýserófosfat

magnesíumglúkonat

mangansúlfat

magnesíumglýserófosfat

magnesíumsölt af ortófosfórsýru

magnesíumlaktat

natríumbíkarbónat

magnesíumhýdroxíð

natríumkarbónat

magnesíumoxíð

natríumsítrat

magnesíumsúlfat

natríumglúkonat

natríumlaktat

ferrókarbónat

natríumhýdroxíð

ferrósítrat

natríumsölt af ortófosfórsýru

ferríammoníumsítrat

natríumselenat

járnglúkonat

natríumvetnisselenít

ferrófúmarat

natríumselenít

ferrínatríumdífosfat

natríumflúoríð

ferrólaktat

ferrósúlfat

ferrídífosfat (ferrípýrófosfat)

kalíumflúoríð

ferrísakkarat

kalíumbíkarbónat

járn (afoxað úr karbonýl, rafgreint eða

kalíumkarbónat

vetnisafoxað)

kalíumklóríð

kalíumsítrat

kúpríkarbónat

kalíumglúkonat

kúprísítrat

kalíumglýserófosfat

kúpríglúkonat

kalíumlaktat

kúprísúlfat

kalíumhýdroxíð

koparlýsínflóki

kalsíumsölt af ortófosfórsýru

natríumjoðíð

króm(III)klóríð og hexahýdrat þess

natríumjoðat

króm(III)súlfat og hexahýdrat þess

kalíumjoðíð

ammoníummólýbdat (mólýbden (VI))

kalíumjoðat

natríummólýbdat (mólýbden (VI))


3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 17., 18. og 22. gr. laga um matvæli, nr. 93/1995, sbr. og lög um nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða orðist svo:

Tilkynna skal sbr. 3. gr. um vörur sem falla undir reglugerð þessa og sem þegar eru á markaði við gildistöku hennar innan árs frá gildistöku reglugerðarinnar.

Heimilt er að selja vörur sem ekki samræmast ákvæðum reglugerðar þessarar og settar eru á markað eða merktar fyrir gildistöku reglugerðar þessarar svo lengi sem þær hafa geymsluþol til, þó ekki lengur en til 31. desember 2009.

Umhverfisráðuneytinu, 26. september 2007.

F. h. r.

Magnús Jóhannesson.

Sigríður Auður Arnardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica