Umhverfisráðuneyti

49/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 368/2000, um söfnun, endurvinnslu og skilagjald á einnota umbúðir fyrir drykkjarvörur, með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. mgr. skal orðast svo: Leggja skal skilagjald á innfluttar drykkjarvörur í einnota flöskum og dósum úr stáli, áli, gleri og plastefni sem innheimt skal við tollafgreiðslu.
  2. Ný 2. mgr. hljóðar svo: Vörur í öðrum umbúðum, sem flokkast undir tollskrárnúmer sem upp eru talin í 3. gr. reglugerðar þessarar og bera ekki skilagjald skal um tollafgreiðslu fara skv. 4. gr. reglugerðarinnar.

2. gr.

1. mgr. 3. gr. skal orðast svo: Gjaldskylda samkvæmt 1. gr. nær til allra drykkjarvara í einnota flöskum og dósum úr stáli, áli, gleri og plastefnum sem fluttar eru til landsins eða eru framleiddar eða átappaðar hérlendis og eru til sölu hér á landi og flokkast undir vöruliði 2009, 2201, 2202, 2203, 2204, 2205, 2206 eða 2208 í tollskrá, sem er viðauki I við tollalög nr. 88/2005.

3. gr.

Við 4. gr. bætist ný málsgrein er verður 2. mgr. og orðast svo:

Við tollafgreiðslu á vörum sem bera ekki skilagjald, en flokkast undir tollskrárnúmer sem upp eru talin í 3. gr. reglugerðarinnar, skal tilgreina í reit 14 í aðflutningsskýrslu (E-1) undanþágutilvísun fyrir þessar vörur sem tollstjórinn í Reykjavík ákveður.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 4. gr. laga nr. 52/1989 um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur og öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytinu, 26. janúar 2006.

F. h. r.

Ingimar Sigurðsson.

Kristín L. Árnadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica