Umhverfisráðuneyti

919/2004

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 757/2002 um sérfæði. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á viðauka reglugerðarinnar:
a) Í stað orðsins "VIÐAUKI" komi VIÐAUKI 1.

b) Í 2. flokk, Steinefni, bætist við nýtt efnisatriði á eftir orðinu KALSÍUM:

Notkunarskilyrði
Allt sérfæði
SSLT
-súlfat
x

c) Við 3. flokk, Amínósýrur, bætist eftirfarandi:

Notkunarskilyrði
Allt sérfæði
SSLT
-L-serín
x
-L-arginín-L-aspartat
x
-L-lýsín-L-aspartat
x
-L-lýsín-L-glútamat
x
-N-asetýl-L-systein
x
-N-asetýl-L-meþíonín
x í vörur ætlaðar einstaklingum eldri en 1 árs

d) Við 4. flokk, Karnitín og tárín, bætist eftirfarandi:

Notkunarskilyrði
Allt sérfæði
SSLT
-L-karnitín-L-tartrat
x

º

2. gr.

Við reglugerðina bætist eftirfarandi viðauki:

VIÐAUKI 2
Efni sem nota má tímabundið í sérstökum næringarfræðilegum
tilgangi í sérfæði.

1. flokkur.
Vítamín

E-VÍTAMÍN
-D-alfa-tókóferól pólýetýlenglýkól 1000 súksínat

2. flokkur.
Steinefni
BÓR
-bórsýra
-natríum bórat

KALSÍUM
-klóbundin amínósýra
-pídolat

KRÓM
-klóbundin amínósýra

KOPAR
-klóbundin amínósýra

JÁRN
-ferróhýdroxíð
-ferrópídolat
-klóbundin amínósýra

SELEN
- efnabætt ger

MAGNESÍUM
-klóbundin amínósýra
-pídolat

SINK
-klóbundin amínósýra



3. gr.

5. gr. verður svohljóðandi:
Einungis er heimilt að nota næringarefnin sem skráð eru í viðauka 1 við framleiðslu á sérfæði. Notkun efnanna skal vera í samræmi við sérákvæði sem um þessi efni gilda og tilgreind eru í 12. gr.

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er heimilt, fram til 31. desember 2006, að nota vítamín og steinefni sem koma fram í viðauka 2 að því tilskyldu að:

1. Viðkomandi efni sé notað í einni eða fleiri vörum sem eru á markaði á Evrópska efnahagssvæðinu við gildistöku reglugerðarinnar.
2. Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) hafi ekki gefið neikvætt álit að því er varðar notkun efnanna við framleiðslu á sérfæði.


Notkun næringarefna í sérfæði skal leiða til framleiðslu öruggra vara sem fullnægja sérstökum næringarþörfum þeirra sem sérfæðið er ætlað eins og viðurkennd vísindagögn segja til um.


4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga um matvæli nr. 93/1995 sbr. lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum og til innleiðingar á tilskipunum 2004/5/EB og 2004/6/EB sem vísað er til í tölul. 54zzi, XII. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 124/2004, þann 24. september 2004.

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.


Umhverfisráðuneytinu, 17. nóvember 2004.

F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Sigríður Auður Arnardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica