Umhverfisráðuneyti

224/2005

Reglugerð um gildistöku EES-gerða um umsjón og eftirlit með flutningi úrgangs innan, til og frá Evrópubandalaginu. - Brottfallin

1. gr.

Með vísan til meginmáls EES-samningsins, XX. viðauka, ásamt viðbótum, breytingum og bókunum, auk annarra ákvæða hans, er hér með auglýst gildistaka eftirtalinna reglugerða og ákvarðana:

1. Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 259/93 frá 1. febrúar 1993 um umsjón og eftirlit með flutningi úrgangs innan, til og út úr Evrópubandalaginu, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, sérstök útgáfa: Bók 6, bls. 170–197.
2. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 94/721/EB frá 21. október 1994 um breytingar samkvæmt 3. mgr. 42. gr. á II., III. og IV. viðauka við reglugerð ráðsins (EBE) nr. 259/93 um umsjón og eftirlit með flutningi úrgangs innan, til og út úr Evrópubandalaginu, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 5, 5. febrúar 1998, bls. 184-194.
3. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 96/660/EB frá 14. nóvember 1996 um breytingar samkvæmt 3. mgr. 42. gr. á II. viðauka við reglugerð ráðsins (EBE) nr. 259/93 um umsjón og eftirlit með flutningi úrgangs innan, til og út úr Evrópubandalaginu, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 5, 5. febrúar 1998, bls. 195-201.
4. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 98/368/EB frá 18. maí 1998 um aðlögun, skv. 3. mgr. 42. gr., á II. og III. viðauka við reglugerð ráðsins (EBE) nr. 259/93 um umsjón og eftirlit með flutningi úrgangs innan, til og út úr Evrópubandalaginu, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 63, 19. desember 2002, bls. 287-296.
5. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2408/98 frá 6. nóvember 1998 um breytingu á V. viðauka við reglugerð ráðsins (EBE) nr. 259/93 um umsjón og eftirlit með flutningi úrgangs innan, til og út úr Evrópubandalaginu, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 63, 19. desember 2002, bls. 329-330.
6. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 1999/816/EB frá 24. nóvember 1999 um aðlögun, skv. 1. mgr. 16. gr. og 3. mgr. 42. gr., á II., III., IV. og V. viðauka við reglugerð ráðsins (EBE) nr. 259/93 um umsjón og eftirlit með flutningi úrgangs innan, til og út úr Evrópubandalaginu, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 63, 19. desember 2002, bls. 297-328.
7. Reglugerð ráðsins (EB) nr. 120/97 frá 20. janúar 1997 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 259/93 um umsjón og eftirlit með flutningi úrgangs innan, til og út úr Evrópubandalaginu, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 6, 30. janúar 2003, bls. 223-224.
8. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 1999/412/EB frá 3. júní 1999 varðandi spurningalista sem aðildarríkin nota við skýrslugerð skv. 2. mgr. 41. gr. reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 259/93, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 6, 30. janúar 2003, bls. 225-234.
9. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2557/2001 frá 28. desember 2001 um breytingu á V. viðauka við reglugerð ráðsins (EBE) nr. 259/93 um umsjón og eftirlit með flutningi úrgangs innan, til og út úr Evrópubandalaginu, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 9, 21. febrúar 2004, bls. 507-545.
10. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 94/774/EB frá 24. nóvember 1994 varðandi staðlaða fylgibréfið sem um getur í reglugerð ráðsins (EBE) nr. 259/93 um umsjón og eftirlit með flutningi úrgangs innan, til og út úr Evrópubandalaginu, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 27, 15. júní 2000, bls. 14–19.


2. gr.

Með mál sem kunna að rísa vegna brota á framantöldum reglugerðum og ákvörðunum skal farið samkvæmt 33. gr. laga nr. 7/1988 um hollustuhætti og mengunarvarnir nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.


3. gr.

Reglugerð þessi er birt samkvæmt heimild í 5. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, ásamt síðari breytingum og öðlast gildi við birtingu. Frá sama tíma fellur úr gildi b-liður 2. gr. reglugerðar nr. 377/1994, um umhverfismál á Evrópska efnahagssvæðinu.


Umhverfisráðuneytinu, 14. febrúar 2005.

F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Sigríður Auður Arnardóttir.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica