Umhverfisráðuneyti

1083/2004

Reglugerð um gildistöku EES-reglugerða um inn- og útflutning tiltekinna hættulegra efna. - Brottfallin

1. gr.

Með vísan til meginmáls EES-samningsins, II. viðauka, ásamt viðbótum, breytingum og bókunum, auk annarra ákvæða hans, er hér með auglýst gildistaka eftirtalinna reglugerða:

1. Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 2455/92, frá 23. júlí 1992, um inn- og útflutning hættulegra efna, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, sérstök útgáfa: Bók 3, bls. 468-473, (1994).
2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 41/94, frá 11. janúar 1994, um breytingu á II. viðauka reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 2455/92, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 50, 1. árgangur, 17. desember 1994, bls. 39-41.
3. Reglugerð ráðsins (EB) nr. 3135/94, frá 15. desember 1994, um breytingu á I. viðauka reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 2455/92, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 45, 3. árgangur, 3. október 1996, bls. 60-62.
4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1492/96, frá 26. júlí 1996, um breytingu á II. og III. viðauka reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 2455/92, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 42, 5. árgangur, 15. október 1998, bls. 40-71.
5. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1237/97, frá 27. júní 1997, um breytingu á II. viðauka reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 2455/92, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 30, 6. árgangur, 8. júlí 1999, bls. 100-126.
6. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2247/98, frá 13. október 1998, um breytingu á II. viðauka reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 2455/92, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 50, 7. árgangur, 9. nóvember 2000, bls. 34-74.
7. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 300/2002, frá 1. febrúar 2002, um breytingu á II. viðauka reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 2455/92, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 57, 10. árgangur, 8. nóvember 2003, bls. 169-232.


2. gr.

Með brot gegn framantöldum reglugerðum skal farið samkvæmt 26. gr. laga nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.


3. gr.

Reglugerð þessi er birt samkvæmt heimild í 29. gr. laga nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum og öðlast gildi við birtingu. Frá sama tíma fellur úr gildi auglýsing nr. 940/2000.


Umhverfisráðuneytinu, 22. desember 2004.

F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Sigríður Auður Arnardóttir.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica