Umhverfisráðuneyti

447/1996

Reglugerð um notkun og bann við notkun kadmíums og efnasambanda þess. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um notkun og bann við notkun kadmíums og efnasambanda þess.

 

1. gr.

Reglugerð þessi er sett til þess að takmarka notkun tiltekinna efna og efnasambanda sem geta verið hættuleg heilsu manna og/eða umhverfinu.

 

2. gr.

Óheimilt er að nota kadmíum og efnasambönd þess til litunar á fullunnum vörum sem framleiddar eru úr eftirtöldum efnasamböndum;

                - pólývinýlklóríði (PVC)

                - pólýúretani (PUR)

                - pólýetýleni með lítilli þéttni (ld PE)

                - sellulósaasetati (CA)

                - sellulósaasetatbútýrati (CAB)

                - epoxý resíni

                - melamínformaldehýð (MF) resíni

                - úreaformaldehýð (UF) resíni

                - ómettuðu pólýester (UP)

                - pólýetýlentertalati (PET)

                - pólýbútýlentertalati (PBT)

                - gagnsæju pólýstýreni

                - akrýlnítrílmetýlmetakrýlati (AMMA)

                - víxltengdu pólýetýleni (VPE)

                - efnisþéttu pólýstýreni

                - pólýprópýleni (PP)

               

3. gr.

Óheimilt er að nota kadmíum eða kadmíumefnasambönd sem bindiefni í eftirtaldar vörur sem framleiddar eru úr vinýlklóríðfjölliðum;

                - umbúðarefni (pokar, töskur, ílát, flöskur, lok)

                - hluti til nota á skrifstofum eða í skólum

                - aukabúnað fyrir húsgögn, vagnasmíði eða sambærilegt

                - fatnað og fylgihluti með fatnaði

                - gólfdúka og veggfóður

                - gegndreypt, húðuð eða lagskipt textílefni,

                - leðurlíki

                - hljómplötur

                - rör, pípur og tengi

                - vængjahurðir

                - farartæki til flutninga á vegum (að innan, að utan, vagngrind)

                - í húðun á stálplötum sem notaðar eru í byggingavinnu og í iðnaði

                - í einangrun fyrir rafmagnsvíra

 

4. gr.

Óheimilt er að flytja inn eða selja vörur eða vöruhluta úr efnasamböndum sem falla undir ákvæði 2. og 3. gr. ef kadmíummagn í vöru eða hluta af vöru er meira en 0,01% miðað við þyngd.

5. gr.

Umhverfisráðherra getur heimilað undanþágu frá ákvæðum 2., 3. og 4. gr. ef nauðsynlegt er að nota kadmíum sem litarefni eða bindiefni af öryggisástæðum.

 

6. gr.

Óheimilt er að nota kadmíum eða kadmíumsambönd til að húða yfirborð eftirtalinna vörutegunda eða -hluta. Jafnframt er óheimilt að flytja inn eða selja slíkar vörur eða vöruhluta.

Búnaður og vélar notað;

- við matvælaframleiðslu

- í landbúnaði

- við kælingu og frystingu

- við prentun og bókhald

Búnaður og vélar notaður við framleiðslu á;

- vörum til heimilishalds

- húsgögnum

- hreinlætisvörum

- vélum fyrir miðstöðvarkyndingu og loftræstingu

- pappír og pappaspjöldum

- textílefnum og fatnaði

Búnaður og vélar notaður til framleiðslu á;

- búnaði og vélum sem notaðar eru í iðnaði

- ökutækjum

- skipum

 

7. gr.

Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, undir yfirumsjón Hollustuverndar ríkisins, hefur eftirlit með framkvæmd þessarar reglugerðar að öðru leyti en því sem fellur undir lög nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

 

8. gr.

Um mál, er rísa kunna út af brotum á reglum þessum, fer að hætti opinberra mála. Um refsingar fer samkvæmt 26. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni.

 

9. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni og 3. gr. laga nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, svo og í samræmi við 4. tl., XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, tilskipun 76/769/EBE, um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna varðandi takmörkun á sölu og notkun tiltekinna skaðlegra efna og efnablandna ásamt breytingum í tilskipunum 91/338/EBE.

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.

 

Umhverfisráðuneytinu, 6. ágúst 1996.

 

Guðmundur Bjarnason.

Magnús Jóhannesson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica