Iðnaðarráðuneyti

243/1986

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 264, 31. desember 1971, um raforkuvirki, með áorðnum breytingum. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Grein 1.5.4. Skilyrði til B-löggildingar breytist og orðist þannig: Sá sem öðlast vill B-löggildingu verður að

1.         fullnægja þeim skilyrðum, sem sett eru í 1.5.3. þó þannig, að ekki er krafist starfsreynslu við háspennuvirki, og minnkar þá krafan um starfsreynslu sem því nemur, eða

2.         hafa sveinsbréf í rafvirkjun eða rafvélavirkjun og hafa lokið námi samkvæmt námsskrá fyrir væntanlega rafverktaka eða sambærilegu námi er RER tekur gilt. Rafmagnseftirlit ríkisins semur frumvarp að námsskrá að fengnum tillögum frá samtökum rafvirkja og rafverktaka og skal hún staðfest of ráðherra. Námsskrá skal við það miðuð að ljúka megi náminu á einu skólaári. Ennfremur skal aðili hafa a. m. k. fjögurra ára reynslu að loknu námi við störf sem að rafvirkjun lúta.

Sveinspróf í rafvélavirkjun er því aðeins tekið gilt til löggildingar í rafvirkjun, að umsækjandi hafi að auki unnið við rafvirkjun í tvö ár.

 

2. gr

Reglugerð þessi, sem sett er skv. 7. gr. laga nr. 60/1979, um Rafmagnseftirlit ríkisins, öðlast gildi þegar í stað.

 

Ákvæði til bráðabirgða.

Þeir, er ljúka sérstöku löggildingarnámskeiði, skv. orðsendingu RER, dags. 5. febrúar 1986, skulu öðlast B-löggildingu skv. eldri ákvæðum þar um.

Sá er lokið hefur sveinsprófi í rafvirkjun eða rafvélavirkjun og hefur að loknu prófi starfað við rafvirkjun eigi skemur en fjögur ár fyrir gildistökudag reglugerðar þessarar getur öðlast B-löggildingu hafi harm lokið námi í fagtæknilegum áföngum og rekstrar- og stjórnunaráföngum námskrár fyrir rafverktaka.

 

Iðnaðarráðuneytið, 25. apríl 1986.

 

Albert Guðmundsson.

Páll Flygerning

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica