Iðnaðarráðuneyti

346/1986

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 264 31. desember 1971, um raforkuvirki, með áorðnum breytingum. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Við gr. 1.5.3, skilyrði til A-löggildingar, bætist nýr töluliður, sem verður 5. tl., svohljóðandi:

5. hafa B-löggildingu og 10 ára starf við raforkuvirki rafveitna eða raforkuvera, þar of a. m. k. 5 ár við háspennuvirki.

Löggildingu skv. þessum 1ið er heimilt að takmarka við þau störf og þá stærð virkja, sem umsækjandi telst hafa kunnáttu til að annast samkvæmt skilgreiningu í leyfisbréfi. Ágreiningi um leyfisveitingu skv. þessum 1ið getur hlutaðeigandi skotið til úrskurðar iðnaðarráðherra.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er skv. 7. gr. laga nr. 60/1979, um Rafmagnseftirlit ríkisins, staðfestist til að taka gildi þegar í stað.

 

Iðnaðarráðuneytið, 21. júlí 1986.

 

Albert Guðmundsson.

Halldór J. Kristjánsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica