Iðnaðarráðuneyti

178/1978

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 264 31. desember 1971 um raforkuvirki. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Á eftir 5. tölulið f stafliðar í § 278 kemur nýr stafliður svohljóðandi:

g)   Vatnshitunartæki með rafhitun.

Eftirfarandi reglur gilda um rafhituð vatnshitunartæki, svo sem neysluvatns­geyma, safnhitageyma, rafhitaða miðstöðvarkatla og fleira. Reglurnar eiga við vatns­hitatæki, hvort sem þau eru framleidd sem heild eða f hlutum og sett saman á notkun­arstað. Um tæki, sem viðurkenningarskyld eru skv. § 701-713, gilda jafnframt þær reglur, sem Raffangaprófunin viðurkennir, eftir því sem við á.

1.    Vatnshitunartæki með rafhitun skulu hafa eftirtalinn öryggis- og stillibúnað:           

1.1 Rekstrarhitastilli, sem rýfur straum af hitara, þegar ástilltu rekstrarhitastigi er náð.

1.2 Yfirhitavar, sem rýfur straum af hitaranum, fari hitastig vatnsins yfir leyfilegt hámark. Yfirhitavar skal vera þannig, að hitun hefjist ekki sjálf­virkt á ný heldur þurfi til þess handinnsetningu. Yfirhitavarið skal að jafnaði sett ofarlega í geymi sem næst vatnsúttaki. Sé yfirhitavar búið fjarstýri­búnaði (rafmagn, loft o. þ. h.) skal svo frá gengið, að hitunin stöðvist sjálfkrafa, ef straumur fer af fjarstýribúnaðinum. Rekstrarhitastillir og yfirhitavör skulu rjúfa snöggt, svo að rof sé öruggt.

Rafmagnseftirlitið getur samþykkt opna neysluvatnsgeyma án yfirhita­vars, enda sé útloftun þeirra fullnægjandi og varanlegt viðvörunarspjald á tækinu, pípu eða á áberandi stað, er bendi á, að útloftun eða yfirfallspípu megi ekki loka.

2.       Sé aðalstraumrásum hitara stjórnað með segulrofum, sem rekstrarhitastillar og/eða yfirhitavar verka á skal málstraumur þeirra vera minnst 20% meiri en svarar til afls hlutaðeigandi hitara.

3.       Þegar um er að ræða rafhitaðan ketil í lokuðu miðstöðvarkerfi eða safnhitageymi (t. d. svonefnda næturhitun) skulu straumrásir að hiturum vera rjúfanlegar með a. m. k. tveim raðtengdum rofum, sem hafa trygga verkun, ef hitastig vatnsins fer yfir leyfileg mörk.

Til þess að fullnægja þessu eru m.a. m. n. eftirfarandi lausnir viðurkenndar:

3.1 Aflrofi og segulrofar raðtengdir.

3.11 Aflrofinn skal tengdur framan við segulrofa. Hann skal rjúfa aðalstraumrás hitara og stýrirás segulrofa og hafa málstraum eigi minni en málmstraum hitara. Aflrofi skal búinn útleysibúnaði, sem þannig er tengdur yfirhitavari, að rofinn falli út, ef varið rýfur stýrirásina. Sé aflrofinn búinn yfirstraums­og skammhlaupsvörn, getur hann komið f stað vara eða sjálfvirkra vara fyrir hitara, enda sé skammhlaupsrofgeta hans eigi minni en krafist er um rofgetu tilsvarandi vara (sjá Sk 278-1).

3.2    Aðalsegulrofi raðtengdur við segulrofa hitara.

Aðalsegulrofa skal aðeins stjórnað af yfirhitavörum eða öðrum varnar­búnaði t. d. þrýstirofum og einnig má vera í rásinni handstýrður öryggis­rofi. Önnur stjórntæki vegna rekstrar kerfisins skulu ekki vera í þeirri rás.

Aðatsegulrofi skal rjúfa aðalstraumrás hitara og stýrisrásir segulrofa ein­stakra hitara. Yfirhitavar í stjórnrás aðalsegulrofans  skal veru þannig, að straumur komi ekki sjálfvirkt, heldur þurfi til þess handinnsetningu (sjá Sk 278-2).


 

4.       Vörn gegn brunahættu.

4.1 Heitavatnsgeymar skulu vera í öruggri fjarlægð frá brennanlegum byggingarhlutum.

Fjarlægð þess skal a. m. k. vera:

4 cm við geyma allt að 100 l að rúmtaki, 8 cm við geyma yfir 100 l að rúmmáli (sjá Sk 278-3).

4.2    Sé ekki hægt að ná ofangreindum fjarlægðum, skulu hinir brennanlegu byggingarhlutar eða aðrir hlutar klæddir óbrennanlegu hitaeinangrandi efni. Fjarlægðin milli geymis og þeirrar klæðningar verður að vera a. m. k. 1 cm.

4.3    Sé heitavatnsgeymir umlukinn brennanlegum byggingarhlutum á allar hliðar skal séð fyrir fullnægjandi loftrás gegnum þar til ætluð loftræsiop.

5.    Rafmagnsvatnshitunartæki, rafbúnaður þeirra og innbyrðis lagnir skulu að öðru leyti fullnægja gildandi ákvæðum þessarar reglugerðar.

6.       Sé vatnshitunarkerfi viðurkenningarskylt af Öryggiseftirliti ríkisins, er óheimilt að taka í notkun nýtt kerfi, nema fyrir liggi notkunarleyfi þess.

 

Reglugerð þessi er sett samkvæmt Orkulögum nr. 58 29. apríl 1967 til að taka gildi nú þegar og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

 

Iðnaðaráðuneytið, 24. apríl 1978.

 

Gunnar Thoroddsen.

Gísli Einarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica