Umhverfisráðuneyti

801/2004

Reglugerð um varnir gegn sorpmengun frá skipum. - Brottfallin

1. gr.
Skilgreiningar.

Í reglugerð þessari er merking orða og orðasambanda sem hér segir:
Skip: Sérhvert fljótandi far.

Sorp: Hvers kyns neysluúrgangur, svo sem alls konar matarleifar, úrgangur frá vistarverum, svo og óvinnsluhæfur rekstrarúrgangur, þar með taldar umbúðir, að undanskildum ferskum fiski og fiskúrgangi, sem til fellur við eðlilega starfsemi skipa og stöðugt eða öðru hvoru þarf að losna við.

Kvarnaður matarúrgangur: Matarúrgangur, tuskur, gler og þess háttar sorp sem hefur farið í gegnum kvörn eða mulningsvél og kemst í gegnum 25 mm sigti.

Mengunarlögsaga Íslands: Hafsvæðið frá ytri mörkum efnahagslögsögunnar og að ytri mörkum landgrunnsins.

MARPOL-samningurinn: Alþjóðasamningur um varnir gegn mengun sjávar frá skipum frá árinu 1973 ásamt bókun frá árinu 1978 (MARPOL 73/78).

Sérhafsvæði: Hafsvæði sem tilteknar reglur um varnir gegn mengun sjávar gilda um, svo sem vegna sérstakra umhverfisaðstæðna, í samræmi við MARPOL-samninginn. Hafsvæðin eru talin upp í viðauka 1 með reglugerð þessari.


2. gr.
Gildissvið og stjórnvöld.

Reglugerð þessi gildir, svo sem við á, í landhelgi og í mengunarlögsögu Íslands og um öll íslensk skip utan þess svæðis, nema annað sé sérstaklega tekið fram. Um úrgang að öðru leyti gilda ákvæði viðeigandi reglugerða.

Umhverfisstofnun eða þeir aðilar sem Umhverfisstofnun felur að sjá um ákveðin framkvæmdaratriði reglugerðar eru stjórnvöld. Siglingastofnun Íslands, eða aðili sem starfar í umboði hennar, er þó stjórnvald í þeim málum er varða skip og búnað þeirra, sbr. 5. tl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 6/1996. Að því er varðar skip sem hafa rétt til að sigla undir fána einhvers annars ríkis eru stjórnvöld ríkisstjórn þess ríkis eða umboðsaðili hennar. Að því er varðar fasta eða fljótandi palla sem notaðir eru til rannsókna og nýtingar hafsbotnsins og jarðvegs hans, sem liggur að ströndum og strandríkið hefur á hendi fullveldisrétt til þess að rannsaka og nýta auðlindir þeirra, eru stjórnvöld ríkisstjórn þess strandríkis eða umboðsaðilar hennar.


3. gr.
Losun sorps í sjó.

Losun sorps í sjó, að meðtöldum sérhafsvæðum, er óheimil nema í samræmi við ákvæði 4., 5. og 6. gr. Bannið gildir m.a. um:

a. öll þrávirk gerviefni sem fljóta eða mara í sjónum, t.a.m. plastefni, sorppoka úr plasti, kaðla og net,
b. veiðarfæraúrgang t.a.m. togvíra.
c. ösku úr sorpofnum ef brennd hafa verið plastefni sem innihalda þungmálma eða eiturefni.


4. gr.
Losun sorps í sjó utan sérhafsvæða.

Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. er utan sérhafsvæða heimilt að losa sorp í sjó eins og hér segir:

a. utan 12 sjómílna frá grunnlínum landhelginnar, ókvarnaðan matarúrgang og annað sorp, t.a.m. pappír, tuskur, gler, málma, flöskur, leirvörur og annan álíka úrgang sem kemst ekki í gegnum sigti sem hefur göt með 25 mm þvermáli,
b. utan 3ja sjómílna frá grunnlínum landhelginnar, kvarnaðan matarúrgang og þess háttar sorp, t.a.m. pappír, tuskur, gler og annan álíka úrgang sem kemst í gegnum sigti sem hefur göt með 25 mm þvermáli.

Ef sorpinu er blandað saman við annan úrgang sem háður er sérsökum ákvæðum laga skal framkvæma losunina samkvæmt þeim ákvæðum sem strangari eru.


5. gr.
Losun sorps í sjó á sérhafsvæðum.

Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. er á sérhafsvæðum heimilt að losa matarúrgang í sjó utan 12 sjómílna frá grunnlínum landhelginnar.

Ef matarúrgangi eða öðru sorpi er blandað saman við annan úrgang, sem önnur ákvæði gilda um, skal framkvæma losunina samkvæmt þeim ákvæðum sem strangari eru.


6. gr.
Undantekningar.

Ákvæði 3., 4. og 5. gr. eiga ekki við um:

a. losun á sorpi frá skipi ef losunin er nauðsynleg vegna öryggis þess eða þeirra sem eru um borð eða framkvæmd í þeim tilgangi að bjarga lífi þeirra sem eru í sjávarháska,
b. losun á sorpi sem leiðir af skemmdum á skipi eða tækjum þess, enda hafi áður og eftir að skemmdirnar urðu, allar þær varúðarráðstafanir sem með sanngirni má krefjast verið gerðar til þess að koma í veg fyrir eða draga úr losuninni,
c. fiskinet úr gerviefnum sem tapast hafa vegna óhappa, þ.m.t. gerviefni til viðgerða á slíkum netum, enda hafi allar þær varúðarráðstafanir sem með sanngirni má krefjast verið gerðar til að koma í veg fyrir slík óhöpp.


7. gr.
Móttökustöðvar.

Hafnaryfirvöld skulu koma upp eða tryggja rekstur viðunandi aðstöðu í höfnum fyrir móttöku á úrgangi frá skipum. Aðstaðan skal miðast við þarfir skipa er jafnan koma í viðkomandi höfn án þess að valda skipum ótilhlýðilegum töfum.

Þeim aðila sem tekur á móti sorpi og öðrum úrgangi frá skipum er skylt að gefa kvittun fyrir móttökunni, óski skipstjóri eða staðgengill hans eftir slíku. Textinn á kvittuninni skal vera á íslensku og ensku. Á kvittuninni komi fram:

a. nafn skips,
b. einkennistölur eða bókstafir skips,
c. IMO númer,
d. dagsetning á móttökunni,
e. móttökustaður,
f. áætlað magn í m3 þess sorps sem var losað til móttökustöðvarinnar. Aðgreint skal milli sorps í flokki 1 annars vegar og flokki 2 - 6 hins vegar, eins og þeir flokkar eru skilgreindir í sorpdagbókinni sem krafist er í 10. gr.,
g. undirskrift stjórnanda móttökustöðvarinnar, eða staðgengils hans,
h. stimpill móttökustöðvarinnar eða viðkomandi móttökuhafnar.

Um móttöku á úrgangi frá skipum gilda að öðru leyti ákvæði reglugerðar um móttökuaðstöðu á úrgangi og farmleifum frá skipum.


8. gr.
Veggspjöld.

Sérhvert skip með mestu lengd 12 metra eða meira skal hafa uppi veggspjöld sem upplýsa áhöfn og farþega um þær kröfur sem gerðar eru vegna losunar sorps, sbr. 3., 4. og 5. gr., þar sem það á við.

Veggspjöldin skulu vera á íslensku. Þegar um er að ræða skip sem ætluð eru til siglinga milli landa skulu veggspjöldin einnig vera á ensku.


9. gr.
Áætlun í sorpmálum.

Um borð í sérhverju skipi sem er 400 brúttótonn eða stærra og í sérhverju skipi sem er skráð til að flytja 15 manns eða fleiri, skal hafa áætlun í sorpmálum sem áhöfnin skal fylgja. Í þessari áætlun skulu vera skrifleg fyrirmæli um söfnun, geymslu, vinnslu og losun sorps, auk fyrirmæla um notkun tækja um borð. Í henni skulu jafnframt vera upplýsingar um það hver sé tilnefndur til að bera ábyrgð á að framfylgja áætluninni. Áætlunin skal vera á samskiptamáli áhafnarinnar og í samræmi við þær leiðbeiningareglur sem Alþjóðasiglingamálastofnunin hefur útbúið.


10. gr.
Sorpdagbók.

Um borð í sérhverju skipi sem er 400 brúttótonn eða stærra og í sérhverju skipi sem er skráð til að flytja 15 manns eða fleiri, skal vera sorpdagbók.

Sorpdagbókin skal vera samkvæmt þeirri fyrirmynd sem mælt er fyrir um í viðbæti við V. viðauka MARPOL-samningsins, sbr. og viðauka 2 með reglugerð þessari. Heimilt er að hafa sorpdagbók sem hluta af leiðarbók eða dagbók skips.


11. gr.
Færslur í sorpdagbók.

Í sorpdagbókina skal færa sérhverja losun eða fullkomna brennslu. Sérhver færsla skal undirrituð samdægurs af þeim yfirmanni eða yfirmönnum sem hafa umsjón með aðgerðinni. Sérhver blaðsíða sem lokið hefur verið við skal undirrituð af skipstjóra skipsins.

Færslur í sorpdagbókina skulu vera á íslensku og ensku. Færslur á íslensku skulu vera ráðandi ef ágreiningur eða misræmi kemur upp.

Í sérhverri færslu um brennslu eða losun skal koma fram dagsetning, tími, staðsetning skipsins, lýsing á sorpinu og áætluðu magni þess sem var brennt eða losað. Sorpdagbókina skal varðveita á vísum stað um borð í skipinu þannig að unnt sé að leggja hana fram til skoðunar þegar þess er óskað af hlutaðeigandi stjórnvöldum. Sorpdagbókina skal varðveita í a.m.k. tvö ár eftir að síðasta færsla var gerð.

Í þeim tilvikum þegar losun á sér stað, sem fellur undir undantekningarnar sem tilgreindar eru í 6. gr., skal færa í sorpdagbókina upplýsingar um aðstæður og orsakir fyrir losuninni.


12. gr.
Undanþágur frá sorpdagbók.

Stjórnvöld geta gert undanþágur frá þeim kröfum sem gerðar eru til sorpdagbóka þegar um er að ræða:

a. skip sem er skráð til að flytja 15 manns eða fleiri og er í áætlunarsiglingum þar sem hver ferð er styttri en ein klst.; eða
b. fasta eða fljótandi palla sem eru notaðir til rannsókna og nýtingar hafsbotnsins.


13. gr.
Eftirlit með sorpdagbókum.

Stjórnvöldum er heimilt að skoða sorpdagbókina um borð í sérhverju skipi sem ákvæði V. viðauka MARPOL-samningsins gilda um, á meðan skipið er statt í höfn eða umskipunarstöð. Þeim er einnig heimilt að afrita færslur bókarinnar og krefjast þess að skipstjóri eða staðgengill hans staðfesti að afritið sé rétt. Ef borinn er undir dómstóla ágreiningur um efni færslna í farmdagbók skulu stjórnvöld leggja fram staðfest afrit úr bókinni ef þau liggja fyrir. Þegar stjórnvöld skoða sorpdagbókina skulu þau útbúa staðfest afrit samkvæmt þessari grein eins fljótt og við verður komið og án þess að tefja skipið ótilhlýðilega.


14. gr.
Ágreiningur.

Ágreiningi um framkvæmd reglugerðarinnar er heimilt að vísa til úrskurðar umhverfisráðherra.


15. gr.
Þvingunarúrræði og refsiviðurlög.

Um dagsektir, refsiviðurlög, sektir, farbann og beitingu þvingunarúrræða fer samkvæmt V. kafla laga nr. 33/2004, um varnir gegn mengun hafs og stranda.


16. gr.
Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í k-lið 6. gr. laga nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda, sbr. og V. viðauka MARPOL-samningsins.

Reglugerðin öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 107/1998, um varnir gegn sorpmengun frá skipum.


Umhverfisráðuneytinu, 28. september 2004.

F. h . r.
Magnús Jóhannesson.
Sigríður Auður Arnardóttir.VIÐAUKI 1

Eftirtalin hafsvæði hafa verið skilgreind sem sérhafsvæði í MARPOL-samningnum: Miðjarðarhaf, Eystrasalt, Svartahaf, Rauðahaf, Persaflói, Norðursjór, hafsvæðið við Suðurheimskautið og Karíbahaf ásamt Mexíkóflóa. Nánari landfræðilega afmörkun er að finna í V. viðauka við MARPOL-samninginn.VIÐAUKI 2

Grunnupplýsingar sem koma skulu fram í sorpdagbók. Um nánari fyrirmæli um færslur í sorpdagbók vísast til viðbætis við V. viðauka MARPOL-samningsins.

Skrá yfir losun sorps
Records of garbage discharges

Nafn skips / Ship's name________________________________________________

Einkennistölur eða bókastafir / Distinctive number or letters:___________ IMO nr. / IMO No.:___________

Flokkar sorps:
1. Plastefni.
2. Skorðunar- og klæðningartré og umbúðaefni sem flýtur.
3. Kvarnaður pappír, tuskur, gler, málmur, flöskur, leirvörur o.fl.
4. Ókvarnaður pappír, tuskur, gler, málmur, flöskur leirvörur o.fl.
5. Matarúrgangur.
6. Brennsluaska.

Ath.: Losun hvers konar sorps annars en matarúrgangs er óheimil á sérhafsvæðum. Einungis skal flokka sorp sem losað er í sjóinn. Fyrir sorp, annað en sorp í flokki 1, sem losað er til móttökustöðva þarf einungis að skrá áætlað heildarmagn.

Garbage categories:
1. Plastics.
2. Floating dunnage, lining or packing materials.
3. Ground-down paper products, tags, glass, metal, bottles, crockery, etc.
4. Paper products, rags, glass, metal, bottles, crockery, etc.
5. Food waste.
6. Incinerator ash.

Note:The discharge of any garbage other than food is prohibited in special areas. Only garbage discharged into the sea must be categorized, garbage other than category 1 discharged to reception facilities need only be listed as a total estimated amount.


Dags./tímiDate/time
Staðsetning skipsPosition of the ship
Áætlað magn þess
sem var losað í sjóinn (m3)


Estimated amount
discharged into sea (m3)
Áætlað magn þess sem var losað til móttökustöðva eða til annars skips (m3)

Estimated amount discharged to reception facilities or to other ship (m3)
Áætlað magn þess sem var brennt (m3)


Estimated amount incinerated (m3)
Vottun/
undirskrift


Certification/
Signature
Fl. 2
Cat. 2
Fl. 3
Cat. 3
Fl. 4
Cat. 4
Fl. 5
Cat. 5
Fl. 6
Cat. 6
Fl. 1
Cat. 1
Annað
Other
°
°
°
°
°
°
°
°
°
°
°
°
°
°
°
°
°
°
°
°
°

°

______________________________________________
___________________
Undirskrift skipstjóra / Masters´s signature
Dags. / Date

Reglugerð sem fellur brott:


Þetta vefsvæði byggir á Eplica