Reglugerð þessi gildir um náttúrulegt ölkelduvatn (mineral water) og átappað lindarvatn (spring water). Ákvæði hennar ná þó ekki til náttúrulegs ölkelduvatns og átappaðs lindarvatns sem er ætlað til útflutnings til ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins og vatns sem er skilgreint sem lyf samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins nr. 65/65/EBE. Náttúrulegt ölkelduvatn og átappað lindarvatn og eftirlit með því skal jafnframt uppfylla ákvæði reglugerðar um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla.
er lindarvatn sem leitt skal í sérleiðslu frá uppsprettustað til átöppunarhúsnæðis.
Írennslissvæði er svæði þar sem vatn rennur niður til gunnvatns.
Lindarvatn er vatn sem berst sjálfrennandi upp á yfirborð jarðar.
Náttúrulegt ölkelduvatn er vatn sem á upptök sín neðanjarðar og kemur frá einni eða fleiri náttúrulegum uppsprettum og hefur séreinkenni og stöðugleika hvað varðar eðlisfræðilega eiginleika, svo sem hitastig og sýrustig, og innihald uppleystra steinefna, snefilefna og kolsýru.
Hver sá er hyggst hagnýta náttúrulegt ölkelduvatn til dreifingar þarf til þess leyfi viðkomandi heilbrigðisnefndar. Heilbrigðisnefnd skal áður en leyfi er veitt leita umsagnar Umhverfisstofnunar um hvort skilyrðum 4. gr. reglugerðar þessarar sé fullnægt. Heilbrigðisnefnd skal auglýsa veitt leyfi í Lögbirtingablaði.
Leyfi samkvæmt 1. mgr. gildir að hámarki í fimm ár. Ef leyfi er endurnýjað áður en gildistími þess er liðinn þarf ekki að leggja fram að nýju gögn sem krafa er gerð um samkvæmt reglugerð þessari. Eftirlitsaðili skal hafa fullan aðgang að gögnum úr innra eftirliti leyfishafa til að fylgjast með stöðugleika og gæðum vatnsins.
Umhverfisstofnun getur viðurkennt náttúrulegt ölkelduvatn sem flutt er inn frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins að því tilskildu að lögbær yfirvöld í útflutningsríkinu staðfesti skriflega að þær kröfur sem fram koma í reglugerð þessari hafi verið uppfylltar. Slík viðurkenning gildir að hámarki í fimm ár.
Hagnýting á náttúrulegu ölkelduvatni er eingöngu heimil ef eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt af hálfu umsóknaraðila og vatnið samræmist þeim skilyrðum sem hér koma fram:
1. | Fyrir mat á jarð- og vatnsfræðilegum þáttum skal leggja fram: | |
![]() |
a. | Nákvæma staðsetningu írennslissvæðis (catchment) og hæð yfir sjávarmáli, skráð á landakort á kvarða ekki stærri en 1:1000; |
![]() |
b. | greinargerð um jarðfræði, uppruna og eðli landsvæðisins; |
![]() |
c. | lýsingu á vatnafræði og jarðlögum; |
![]() |
d. | lýsingu á írennslissvæðinu og virkni þess; |
![]() |
e. | afmörkun svæðisins eða lýsingu á öðrum aðgerðum sem vernda uppsprettuna/ borholuna gegn mengun. |
2. | Kanna skal eftirfarandi eðlis- og efnafræðilega þætti: | |
![]() |
a. | Rennslishraða vatnsins; |
![]() |
b. | hitastig vatnsins við upptöku og hitastig umhverfisins; |
![]() |
c. | sambandið milli eðlis landsvæðisins og eðlis og gerðar vatnsins; |
![]() |
d. | leifar þurrefnis við 180°C og 260°C; |
![]() |
e. | rafleiðni eða viðnám (tilgreina skal hitastig); |
![]() |
f. | sýrustig (pH); |
![]() |
g. | styrk anjóna og katjóna; |
![]() |
h. | styrk ójónaðra efna; |
![]() |
i. | styrk snefilefna; |
![]() |
j. | þar sem við á, styrk ísótópa súrefnis (O16-O18) og vetnis (H1-H3) í vatninu. |
3. | Örverufræðilegir þættir sem ekki skulu finnast við rannsókn á vatninu: | |
![]() |
a. | Sníkjudýr og sýklar; |
![]() |
b. | Escherichia coli og aðrir kólígerlar í 250 ml; |
![]() |
c. | saurkokkar í 250 ml; |
![]() |
d. | grómyndandi loftfælnar súlfítafoxandi örverur í 50 ml; |
![]() |
e. | Pseudomonas aeruginosa í 250 ml. |
4. | Frá og með 1. janúar 2006 skal efnainnihald ekki fara yfir þau hámarksgildi sem greint er frá í viðauka 2 að undanskyldum gildum fyrir flúoríð og nikkel sem ekki skulu fara yfir hámarksgildi í viðauka 2 eftir 1. janúar 2008. Umhverfisstofnun er þó heimilt að setja lægra gildi fyrir nítrat og nítrít að því tilskyldu að sama hámarksgildi gildi fyrir allt náttúrulegt ölkelduvatn. |
Óheimilt er að sótthreinsa náttúrulegt ölkelduvatn og/eða átappað lindarvatn eða meðhöndla það á annan hátt sem gæti haft áhrif á líftölu þess, að undanskildum ákvæðum 6. gr. Líftala örvera þ.e. fjöldi kóloníumyndandi eininga, í vatninu á upptökustað, skal vera í samræmi við náttúrulega líftölu vatnsins og vera næg sönnun þess að upptökin séu varin gegn allri mengun. Líftala skal ákvarðast með ræktun við 20-22°C í 72 klst. og við 37°C ± 1°C í 48 klst.
Á upptökustað skal miðað við að líftalan fari ekki yfir 20 í ml eftir 72 klst. við 20-22°C og 5 í ml eftir 48 klst. við 37°C. Eftir átöppun er óheimilt að þessi gildi fari yfir 100 í ml eftir 72 klst. ræktun við 20-22°C og 20 í ml eftir 48 klst. ræktun við 37°C ± 1°C. Líftalan skal mæld innan 12 klst. frá átöppun og skal halda vatninu við 4°C ± 1°C á þessu 12 klst. tímabili. Við upptök og í neytendaumbúðum skal vatnið jafnframt uppfylla skilyrði 3. tölul. 4. gr.
Ávallt skal meðhöndla náttúrulegt ölkelduvatn og/eða átappað lindarvatn í upprunalegu ástandi á eftirfarandi hátt og að því tilskildu að meðhöndlun samkvæmt 1., 2. og 3. tl. hafi ekki áhrif á samsetningu vatnsins hvað varðar þau undirstöðuefni sem gefa því séreiginleika:
1. | Með síun eða fellingu til að fjarlægja óstöðug efni þess svo sem járn og brennisteinssambönd, mögulega að undangenginni súrefnisbindingu. |
2. | Með því að fjarlægja óæskileg efni og efnasambönd önnur en þau sem tilgreind eru í 1. tl. og 3. mgr. þessarar greinar. |
3. | Með eðlisfræðilegum aðferðum til eyðingar óbundins koltvísýrings, algjörlega eða að hluta. |
4. | Með því að bæta koltvísýringi í vatnið ef það er gert í samræmi við skilgreiningar á freyðandi náttúrulegu ölkelduvatni eða freyðandi lindarvatni, sbr. 9. gr. |
Þegar ákvörðun er tekin um meðhöndlun samkvæmt 2. tl. skal hún tilkynnt viðkomandi heilbrigðiseftirliti og skal lúta sérstöku eftirliti þess.
Þá er óheimilt að meðhöndla náttúrulegt ölkelduvatn og átappað lindarvatn í upprunalegu ástandi með ósonauðguðu lofti til að fjarlægja járn-, mangan- og súlfúrsambönd og arsen nema að því tilskildu að meðhöndlunin hafi ekki áhrif á samsetningu vatnsins hvað varðar þau undirstöðuefni sem gefa því séreiginleika, að vatnið uppfylli skilyrði um örverufræðileg gæði og að ekki verði eftir leifar af ósoni í vatninu umfram það hámarksgildi sem fram kemur í viðauka 4.
Þegar ákvörðun er tekin um meðhöndlun með ósonauðguðu lofti skal hún tilkynnt heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga og skal lúta sérstöku eftirliti þess þar sem gengið er úr skugga um að:
a. | Innihald af járni-, mangan-, súlfúrsamböndum og arseni gefi tilefni til slíkrar meðferðar; |
b. | framleiðandi tryggi öryggi við meðhöndlunina og að hún skili árangri. Þá skal framleiðandi heimila að eftirlitsaðili fái að ganga úr skugga um að svo sé. |
Ákvæði þessarar greinar koma ekki í veg fyrir notkun náttúrulegs ölkelduvatns eða átappaðs lindarvatns við framleiðslu svaladrykkja.
Umhverfistofnun gefur út leiðbeiningar um hagnýtingu og markaðssetningu náttúrulegs ölkelduvatns og átappaðs lindarvatns og þau skilyrði sem slíkt vatn þarf að uppfylla, svo sem kröfur um örveru- og efnarannsóknir og stöðugleika í efnasamsetningu.
Umbúðir skulu vera þannig gerðar að þær komi í veg fyrir að vatnið spillist með einhverjum hætti.
Heiti eða vörulýsing átappaðs lindarvatns skal vera "Átappað lindarvatn" eða "Lindarvatn".
Heiti eða vörulýsing freyðandi ölkelduvatns skal vera: "Náttúrulega kolsýrt ölkelduvatn", "Náttúrulegt ölkelduvatn bætt kolsýru frá upptökustað" eða "Kolsýrt náttúrulegt ölkelduvatn", sbr. eftirfarandi skilgreiningar:
1. | "Náttúrulega kolsýrt ölkelduvatn" merkir náttúrulegt ölkelduvatn sem inniheldur sama koltvísýringsmagn við átöppun og það gerði við upptök að undangenginni fellingu ef við á. Með fyrirvara um leyfileg tæknileg viðmiðunarmörk er heimilt að bæta í vatnið jafnmiklum koltvísýringi frá upptökustað og þeim sem tapaðist við vinnslu. |
2. | "Náttúrulegt ölkelduvatn bætt kolsýru frá upptökustað" merkir náttúrulegt ölkelduvatn sem við átöppun inniheldur koltvísýring sem fenginn er frá upptökustað vatnsins. |
3. | "Kolsýrt náttúrulegt ölkelduvatn" eða "Kolsýrt lindarvatn" merkir náttúrulegt ölkelduvatn eða lindarvatn bætt koltvísýringi sem ekki er fenginn frá upptökustað. |
Hafi vatnið verið meðhöndlað eins og um getur í 3. mgr. 6. gr. skal bæta við heitið eða vörulýsinguna: "Afkolsýrt" eða "Afkolsýrt að hluta".
Þegar uppspretta eða borhola er nýtt til hagnýtingar og markaðssetningar á náttúrulegu ölkelduvatni er óheimilt að nota fleiri en eina vörulýsingu fyrir vatn úr þeirri uppsprettu eða borholu. Með vörulýsingu er átt við ákvæði 9. gr.
Auk þess að uppfylla ákvæði reglugerðar um merkingu, auglýsingu og kynningu matvæla, skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram á umbúðamerkingum:
1. | Upplýsingar um samsetningu náttúrulegs ölkelduvatns samkvæmt efnagreiningu þar sem einkennandi efnisþættir eru tilgreindir. |
2. | Heiti svæðis þar sem náttúrulegt ölkelduvatn eða átappað lindarvatn er tekið og heiti upptökustaðar. Heiti svæðis getur verið hluti af heiti vörunnar eða nánari vörulýsing, sbr. 9. gr., ef heitið er ekki á nokkurn hátt villandi um uppruna vörunnar. |
3. | Upplýsingar um hvort náttúrulegt ölkelduvatn eða átappað lindarvatn hefur verið meðhöndlað eins og um getur í 2. tl. eða 3. mgr. 6. gr. |
Heimilt er að sérmerkja umbúðir náttúrulegs ölkelduvatns með þeim upplýsingum sem fram koma í viðauka 1 með reglugerð þessari, þegar tryggt er að viðeigandi skilyrðum um þær sé fullnægt.
Innihaldi náttúrulegt ölkelduvatn flúoríð í meira magni en 1,5 mg/l skal það koma fram á umbúðum með merkingunni: "Inniheldur meira en 1,5 mg/l af flúoríði. Ekki ætlað til reglulegrar neyslu fyrir börn undir 7 ára aldri". Merkingin skal koma fram með skýrum stöfum nálægt vörumerki.
Hafi náttúrulegt ölkelduvatn eða átappað lindarvatn verið meðhöndlað með ósonauðguðu lofti skal það koma fram á umbúðum með merkingunni: "Samkvæmt leyfi var vatnið meðhöndlað með ósonauðguðu lofti". Merkingin skal koma fram með skýrum stöfum nálægt vörumerki.
Heilbrigðisnefndir hafa undir yfirumsjón Umhverfisstofnunar, hver á sínum stað, eftirlit með því að farið sé að ákvæðum þessarar reglugerðar nema annað sé ákvarðað skv. lögum eða reglugerðum.
Tryggt skal að reglubundið eftirlit sé haft með þeim búnaði sem notaður er við hagnýtingu og markaðssetningu á náttúrulegu ölkelduvatni og átöppuðu lindarvatni og skal hann uppfylla eftirfarandi skilyrði:
1. | Búnaður sem notaður er verður að vera þannig að hann spilli ekki vatninu og tryggi að eiginleikar þess við upptöku varðveitist. |
2. | Vernda skal uppsprettuna/borholuna gegn mengun. |
3. | Leiðslur, geymar og annar búnaður verður að vera úr efni sem hæfir vatninu og er þannig hannaður að komið verði í veg fyrir efna-, eðlis- og örverufræðilegar breytingar á vatninu. |
4. | Aðstæður við vinnslu, sérstaklega þvotta- og átöppunarhúsnæði, skulu samrýmast almennum kröfum um hollustuhætti. Sérstaklega verður að gæta þess að ílát og umbúðir séu þannig gerð og meðhöndluð að örveru- og efnafræðilegir eiginleikar vatnsins breytist ekki. |
5. | Bannað er að flytja náttúrulegt ölkelduvatn og/eða átappað lindarvatn í öðrum ílátum en þeim sem ætluð eru til dreifingar til neytenda. |
Komi í ljós mengun náttúrulegs ölkelduvatns og/eða átappaðs lindarvatns við vinnslu eða að vatnið uppfyllir ekki lengur ákvæði 5. gr., skal stöðva átöppun þegar í stað og ekki hefja hana að nýju fyrr en mengunin er upprætt og/eða sýnt þykir að vatnið uppfyllir örverufræðileg skilyrði samkvæmt 4. og 5. gr. Sömu starfsaðferðir skulu viðhafðar ef gallar koma fram við skynmat.
Hafi eftirlitsaðili gilda ástæðu til að ætla að ölkelduvatn, sem þegar er komið á markað, fullnægi ekki ákvæðum þessarar reglugerðar eða að neysla þess geti stofnað heilsu almennings í hættu, er honum heimilt að banna eða takmarka sölu vatnsins tímabundið.
Um valdsvið og þvingunarúrræði fer samkvæmt 30. gr. laga um matvæli nr. 93/1995 með síðari breytingum, sbr. og lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998.
Um viðurlög fer samkvæmt 31. gr. laga um matvæli nr. 93/1995, sbr. og lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga um matvæli, nr. 93/1995, sbr. lög um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, nr. 7/1998, með síðari breytingum og til innleiðingar á tilskipun 2003/40/EB sem vísað er til í 26. tl. XII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópskt efnahagssvæði. Reglugerðin öðlast gildi við birtingu. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð um ölkelduvatn, nr. 390/1995, með síðari breytingum.
Merking | Skilyrði |
Steinefnasnautt | Ekki meira en 50 mg/l |
Lítið magn steinefna | Ekki meira en 500 mg/l |
Steinefnaríkt | Meira en 1500 mg/l |
Inniheldur bíkarbónat | Meira en 600 mg/l |
Inniheldur súlfat | Meira en 200 mg/l |
Inniheldur klóríð | Meira en 200 mg/l |
Inniheldur kalk | Meira en 150 mg/l |
Inniheldur magnesíum | Meira en 50 mg/l |
Inniheldur flúoríð | Meira en 1 mg/l |
Inniheldur járn | Meira en 1 mg/l |
Súrt (kolsýrt) | Óbundinn koltvísýringur yfir 250 mg/l |
Inniheldur natríum | Meira en 200 mg/l |
Má nota í natríumskert fæði | Natríum minna en 20 mg/l |
Efni |
Hámarksgildi
(mg/l) |
Antimon |
0,0050
|
Arsen |
0,010 (heildarmagn)
|
Baríum |
1,0
|
Blý |
0,010
|
Bór |
*
|
Flúoríð |
5,0
|
Kadmín |
0,003
|
Kopar |
1,0
|
Króm |
0,050
|
Kvikasilfur |
0,0010
|
Mangan |
0,50
|
Nikkel |
0,020
|
Nítrat |
50
|
Nítrít |
0,1
|
Selen |
0,010
|
Sýaníð |
0,070
|
Efni |
Samkvæmni sem hlutfall af mæligildi1
|
Nákvæmni sem hlutfall af mæligildi2
|
Greiningarmörk sem hlutfall af mæligildi3
|
Athugasemdir
|
Antimon |
25
|
25
|
25
|
![]() |
Arsen |
10
|
10
|
10
|
![]() |
Baríum |
25
|
25
|
25
|
![]() |
Blý |
10
|
10
|
10
|
![]() |
Bór | ![]() |
![]() |
![]() |
Sjá viðauka 2 |
Flúoríð |
10
|
10
|
10
|
![]() |
Kadmíum |
10
|
10
|
10
|
![]() |
Kopar |
10
|
10
|
10
|
![]() |
Króm |
10
|
10
|
10
|
![]() |
Kvikasilfur |
20
|
10
|
20
|
![]() |
Mangan |
10
|
10
|
10
|
![]() |
Nikkel |
10
|
10
|
10
|
![]() |
Nítrat |
10
|
10
|
10
|
![]() |
Nítrít |
10
|
10
|
10
|
![]() |
Selen |
10
|
10
|
10
|
![]() |
Sýaníð |
10
|
10
|
10
|
Sjá athugasemd 4. |
Gerðar eru þær kröfur til greiningaraðferða, sem notaðar eru til að mæla ofangreinda rannsóknaþætti, að unnt sé að minnsta kosti að mæla styrk sem er jafnhár hámarksgildi með tilgreindri samkvæmni (accuracy), nákvæmni (precision) og greiningarmörkum. Niðurstöðurnar skulu settar fram með a.m.k. sama fjölda aukastafa og hámarksgildið í viðauka 2 án tillits til næmi greiningaraðferðarinnar sem notuð er.
Athugasemd 1. | Samkvæmni er sú kerfisbundna skekkja sem er munur á meðaltali margra endurtekinna mælinga og raunverulegu mæligildi. | |
Athugasemd 2. | Nákvæmni er sú slembiskekkja sem er gefin upp sem staðalfrávik (innan lotu og milli lotna) í dreifingu niðurstaðna í kringum meðaltal. Viðunandi nákvæmni er tvisvar sinnum hlutfallslegt staðalfrávik. | |
Athugasemd 3. | Greiningarmörk eru annaðhvort: | |
![]() |
– | þrisvar sinnum hlutfallslegt staðalfrávik innan lotu fyrir sýni með lágan styrk viðkomandi mæligildis |
![]() |
eða | ![]() |
![]() |
– | fimm sinnum hlutfallslegt staðalfrávik innan lotu fyrir núllsýni. |
Athugasemd 4. | Með greiningaraðferðinni skal vera hægt að greina heildarsýaníð í öllum þess myndum. |
Efnaleifar vegna meðhöndlunar |
Hámarksgildi* mg/l
|
Uppleyst óson |
50
|
Brómöt |
3
|
Brómoform |
1
|