Umhverfisráðuneyti

105/2004

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. - Brottfallin

1. gr.

Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða, sem orðist svo:
Allar olíubirgðastöðvar sem eru starfandi við gildistöku reglugerðar þessarar skulu hafa gilt starfsleyfi eigi síðar en 31. desember 2005.


2. gr.

Við fylgiskjal 1 bætist nýr töluliður 24. tl. sem orðist svo:

24. a. Olíubirgðastöðvar fyrir olíur og/eða bensín með gegnumstreymi bensíns > 5.000 tonn á ári
2
b. Olíubirgðastöðvar fyrir olíur og/eða bensín með gegnumstreymi bensíns minna en 5.000 tonn á ári.
3

24. tl. verður 25. tl.


3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.


Umhverfisráðuneytinu, 28. janúar 2004.

F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Sigríður Auður Arnardóttir.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica