Umhverfisráðuneyti

872/2003

Reglugerð um takmörkun á notkun og markaðssetningu nónýlfenóls og nónýlfenóletoxýlata. - Brottfallin

872/2003

REGLUGERÐ
um takmörkun á notkun og markaðssetningu
nónýlfenóls og nónýlfenóletoxýlata.

1. gr.

Markmið reglugerðar þessarar er að takmarka markaðssetningu og notkun nónýlfenóls og nónýlfenóletoxýlata og vernda með því umhverfið.


2. gr.

Ákvæði reglugerðar þessarar gilda um nónýlfenól (C6H4(OH)C9H19), nónýlfenóletoxýlöt (C2H4O)nC15H24O) og vörur sem innihalda þessi efni.


3. gr.

Óheimilt er að framleiða, flytja inn, selja, dreifa eða nota nónýlfenól og nónýlfenóletoxýlöt til eftirfarandi nota hvort sem er á hreinu formi eða í blöndu enda sé massahlutfall þeirra 0,1% eða hærra:

1. Við hreinsun í iðnaði eða á vegum stofnana nema í lokuðum kerfum í þurrhreinsun þar sem þvottavökvinn er endurnýttur eða brenndur eða í öðrum hreinsikerfum þar sem þvottavökvinn er sérstaklega meðhöndlaður og hann endurnýttur eða brenndur.
2. Í hreinsiefni til notkunar í heimahúsum.
3. Við vinnslu textíl- og leðurvara nema við vinnslu þar sem engin losun er út í fráveitu eða í kerfum með sérstakan útbúnað fyrir meðhöndlun vatnsins sem er meðhöndlað þannig að lífræni hlutinn er fjarlægður að fullu áður en kemur að líffræðilegu niðurbroti frárennslisins svo sem við affitun sauðagæra.
4. Sem ýruefni í spenadýfur til notkunar í landbúnaði.
5. Við málmvinnslu nema í lokuðum kerfum þar sem þvottavökvinn er endurnýttur eða brenndur.
6. Við framleiðslu trjákvoðu eða pappírs.
7. Í snyrtivörur.
8. Í vörur til persónulegra nota aðrar en snyrtivörur nema í sæðisdrepandi efni.
9. Sem hjálparefni í varnarefni og sæfiefni.


4. gr.

Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga, undir yfirumsjón Umhverfisstofnunar, hafa eftirlit með framkvæmd reglugerðar þessarar.


5. gr.

Með brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar skal farið samkvæmt 26. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.


6. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni.

Einnig er höfð hliðsjón af ákvæðum 4. tl., XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, tilskipun 76/769/EBE um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna varðandi takmörkun á sölu og notkun tiltekinna skaðlegra efna og efnablandna, eins og henni var breytt með tilskipun 2003/53/EB.

Reglugerðin öðlast gildi 1. janúar 2004.


Ákvæði til bráðabirgða.

Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. er heimilt að selja og nota vörur sem innihalda nónýlfenól og nónýlfenóletoxýlöt til 1. júlí 2004.


Umhverfisráðuneytinu, 20. nóvember 2003.

Siv Friðleifsdóttir.
Magnús Jóhannesson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica