Iðnaðarráðuneyti

640/1981

Reglugerð um breytingu á reglugerð um raforkuvirki, nr. 264 31. desember 1971. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

§ 202 c) orðist svo:

c) Spenna sem er hærri en 50 V, telst vera of há snertispenna. Átt er við raungildi riðspennu. Sjá einnig § 223.

2. gr.

§ 211 orðist svo

Lekastraumsrofvörn.

a) Með lekastraumsrofvörn er leitast við að koma í veg fyrir að of há snertispenna geti haldist svo lengi á leiðnum virkjahlutum utan straumrása, að hætta stafi af.

Lekastraumsrofi skal rjúfa samtímis allar straumfara taugar (einnig miðtaug eða jarðtengda fasataug) að hinu varða tæki eða virki innan 0,2 s í bilunartilviki, fari bilunarstraumurinn yfir ákveðið mark.

b) Þegar beitt er lekastraumsrofvörn skal eftirtöldum skilyrðum fullnægt:

1. Jarðklautsviðnám (Rj) hins varða tækis eða virkis má ekki vera meira en

50 V

Rj = _______________(Sk 211-2)

            ID N

Þar sem ID N - mállekastraumur rofans.

50 V = hæsta leyfileg snertispenna. Við sérstakar aðstæður, t. d. þær sem getið er í § 203 b), skal miða við lægra gildi hæstu leyfilegrar snertispennu, t. d. 24 V, þegar vernda á húsdýr.

2. Gerð jarðskauta skal vera samkv. § § 241 og 242.

3. Skylt er að prófa virkni lekastraumsrofvarnar samkvæmt § 251 áður en virki er tekið i notkun.

4. Fyrir þann hluta neysluveitu, sem lekastraumsrofvörn nær ekki til, skal beita hlífðareinangrun.

Hér er átt við lekastraumsrofvörn, sem sérstaka varnarráðstöfun gegn of hárri snertispennu, eina sér. Ákvæðið á ekki við þegar notaður er lekastraumsrofi ásamt núllun skv. § 207, enda er þá heimilt að núlla fyrir utan lekastraumsrofann.

3. gr.

§278 f) liður breytist þannig að 4. töluliður er felldur niður og 5. töluliður verður 4. töluliður.

4. gr.

§ 278 g) verði svohljóðandi:

g) Vatnshitunartæki með rafhitun.

Eftirfarandi reglur gilda um rafhituð vatnshitunartæki svo sem neysluvatnsgeyma, safnhitageyma, rafhitaða miðstöðvarkatla og fleira. Rafbúnaður og innbyrðis raflagnir og rafhitaðra vatnshitunartækja skulu að öðru leyti fullnægja gildandi ákvæðum þessarar reglugerðar.

1. Vatnshitunartæki með rafhitun skulu a. m. k. hafa eftirtalinn öryggis- og stýribúnað

1.1 Rekstrarhitastilli, sem rýfur straum af hitöldum þegar ástilltu rekstrarhitastigi er náð.

1.2 Yfirhitavar, sem rýfur straum af hitöldum, fari hitastig vatnsins yfir leyfilegt hámark. Yfirhitavar skal vera þannig, að hitun hefjist ekki sjálfvirkt á ný, heldur þurfi til þess handinnsetningu. Yfirhitavarið skal að jafnaði sett ofarlega í geymi sem næst vatnsúttaki. Sé yfirhitavar búið fjarstýrisbúnaði (rafmagn, loft o. þ. h.) skal svo frá gengið, að hitunin stöðvist sjálfkrafa, ef straumur fer af fjarstýribúnaðinum. Rekstrarhitastillar og yfirhitavör skulu rjúfa snöggt, svo að rof sé öruggt.

Rafmagnseftirlitið getur samþykkt opna neysluvatnsgeyma án yfirhitavars, enda sé útloftun þeirra fullnægjandi og varanlegt viðvörunarspjald á tækinu, pípu eða á áberandi stað, er bendi á, að útloftun eða yfirfallspípu megi ekki loka.

1.3 Yfirhitavar og hitastillar, skulu ,jafnan verka óháð hvort öðru, þannig, að verkun annars sé ekki rýrð, þótt bilun verði í hinu. Þessa verður að gæta, hvort sem þessi tæki virka beint í aðalstraumrás eða í gegnum stýrirásir.

2. Rofar í aðalstraumrásum vatnshitunartækja, sem rekstrarhitastillar og/eða yfirhitavör verka á, skulu eigi hafa minni rekstrarmálstraum (Ie í notkunarflohki ACl, sem er fyrir "ohmskt" álag) en sem nemur þeim straum, sem hitaldið tekur við hæstu rekstrarspennu veitunnar.

Þessu telst fullnægt, ef rekstrarmálstraumur rofans er minnst 10% meiri en svarar til málafls hlutaðeigandi             hitunartækis, eða þess hluta hvers tækis, sem hver rofi er fyrir.

3. Þegar um er að ræða rafhitun í lokuðu vatnshitunarkerfi, skulu straumrásir að hitöldum vera rjúfanlegar með a. m. k. tveim raðtengdum rofum (aðalrofa og rekstrarrofa), sem hafa trygga verkun ef hitastig vatnsins fer yfir leyfileg mörk.

3.1 Aðalrofa, sem tengdur er fyrir framan einn eða fleiri rekstrarrofa fyrir hitöld skal aðeins stýrt af yfirhitavara, ásamt öðrum hugsanlegum varnarbúnaði.

5. gr.

§ 302 Tafla 302-1. Lágmarksgildleiki leiða í taugum og strengjum breytist sem hér segir:

Fyrsta málsgrein í 3. hluta ofan frá verður svohljóðandi:

Lausataugar fyrir tæki með allt að 2 A straumnotkun, og ekki lengri tengileiðslu en 2 m, enda sé það leyft i viðkomandi prófunarreglum.

4. hluti ofan frá orðist:

Lausataugar fyrir tæki með upp í 16 A straumnotkun, lausa fjöltengla, tækjatengla og taugartengla upp í 16 A málstraum.

6. gr.

§ 344 b) verði svohljóðandi:

b) Varnir gegn of hárri snertispennu.

1. Á hafnarsvæði skal viðhafa eina eða fleiri eftirtalinna varnarráðstafana: Lekastraumsrofvörn, varnarsmáspennu eða aðskildar straumrásir. Marklekastraumur lekastraumsrofa má ekki vera meiri en 1 A. Þar sem lekastraumsrofvörn er beitt, fyrir tenglagreinar með 16 A tenglum eða minni, skal marklekastraumur lekastraumsrofa þó ekki vera meiri en 30 mA.

Lausir dreifiskápar verktaka, sem tengja á við raforkukerfi hafnarsvæðis, vegna vinnu i eða við skip, skulu búnir 30 mA lekastraumsrofa.

7. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 41. gr. orkulaga nr. 58 29. apríl 1967, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Iðnaðarráðuneytið, 4. nóvember 1981.

Hjörleifur Guttormsson.

Páll Flygenring.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica