Umhverfisráðuneyti

352/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 588/1993 um merkingu, kynningu og auglýsingu matvæla. - Brottfallin

1. gr.

Við viðauka I bætist eftirfarandi texti.

Hráefni Flokksheiti
Beinagrindavöðvar 1) spendýra- og fugla sem eru hæfir til manneldis ásamt meðfylgjandi eða tengdum vefjum þar sem heildarmagn fitu og bandvefs fer ekki yfir gildin sem tilgreind eru hér að neðan og þar sem kjötið er innihaldsefni í öðrum matvælum. "Kjötmarningur" er undanskilinn þessari skilgreiningu. Hámarksmagn fitu og bandvefs 3) í innihaldsefnum sem eru tilgreind með heitinu "…kjöt":

1. Spendýr (nema kanínur og svín) og blanda af mismunandi tegundum þar sem stærsti hlutinn er spendýr:
- 25% fita,
- 25% bandvefur.

2. Svín:
- 30% fita,
- 25% bandvefur.

3. Fuglar og kanínur:
- 15% fita,
- 10% bandvefur.

Ef farið er yfir þetta hámarksmagn en öllum öðrum skilyrðum um skilgreiningu "kjöts" er fullnægt skal aðlaga innihald "...kjöts" að ofangreindum mörkum og skal tilgreina í innihaldslýsingu magn fitu og/eða bandvefs, til viðbótar við heitið "...kjöt".
"…kjöt", þar sem heiti 2) dýrategundar eða dýrategundanna sem kjötið er upprunnið af kemur fram.

1) Þind og kjálkavöðvar eru hluti af beinagrindarvöðvum en hjarta, tunga, vöðvar í höfði (nema kjálkavöðvar), lappir og rófa / dindill / hali eru undanskilin.
2) Þegar um er að ræða merkingar á ensku má í stað þessa heitis koma almennt heiti innihaldsefnis sem einkennir dýrategundina sem um er að ræða.
3) Magn bandvefs er reiknað út á grundvelli hlutfallsins á milli kollagenmagns og magn kjötpróteins. Magn kollagens fæst með því að margfalda magn amínósýrunnar hýdroxýprólíns með stuðlinum 8.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, samanber og lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum. Einnig var höfð hliðsjón af ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í 18. tölul. XII. kafla II. viðauka (tilskipun 2000/13/EB um merkingu, kynningu og auglýsingu matvæla, með síðari breytingum og tilskipun 2002/101/EBE um breytingu á tilskipun nr. 2000/13/EB um merkingu, kynningu og auglýsingu matvæla).

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.


Ákvæði til bráðabirgða.

Fyrir matvæli, sem hér eru á markaði og sem ekki eru í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar, er veittur frestur til 1. janúar 2004 til að koma á nauðsynlegum breytingum. Framleiðendum er heimilt að dreifa birgðum af matvælum sem merkt eru fyrir 1. janúar 2004 á meðan birgðir endast.


Umhverfisráðuneytinu, 6. maí 2003.

F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Sigríður Auður Arnardóttir.

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica