Umhverfisráðuneyti

286/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 284/2002 um aðskotaefni í matvælum. - Brottfallin

286/2003

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 284/2002 um aðskotaefni í matvælum.

1. gr.

Fyrsta setningin í A-hluta, viðauka 6 orðast svo:
Sýni til opinbers eftirlits með hámarki varnarefnaleifa í og á ávöxtum og grænmeti, auk opinbers eftirlits með hámarki aflatoxsíns, okratoksíns A, blýs, kadmíns, kvikasilfurs og 3-MCPD í matvælum, skulu tekin samkvæmt aðferðum sem lýst er í viðauka þessum.


2. gr.

Við viðauka 6 bætist eftirfarandi F-hluti:


Sýnatökur fyrir mælingar á okratoksíni A í matvælum.
1. Almennt.
Undirbúningur safnsýna.
Safnsýni eru mynduð með því að sameina og blanda saman hlutasýnum.
Samhliða sýni.
Taka ber samhliða sýni vegna fullnustuákvæða eða verslunarverndar eða vegna úrskurðarmála úr rannsóknasýni sem hefur verið gert einsleitt svo fremi að það stangist ekki á við reglur um sýnatökur.
Pökkun og flutningur á rannsóknasýnum.
Hvert rannsóknasýni skal sett í hreinar, efnafræðilega óvirkar umbúðir sem verja það nægilega gegn efnamengun, efnatapi (t.d. ásogi), efnabreytingum og skemmdum í flutningi. Umbúðirnar skulu merktar og innsiglaðar á þann hátt að ekki sé hægt að opna þær eða fjarlægja merkingar án þess að brjóta innsiglið.
Innsiglun og merking sýna.
Hvert sýni, sem tekið er til opinberra nota skal innsiglað á sýnatökustað og merkt samkvæmt reglum. Halda skal skrá yfir hverja sýnatöku á þann hátt að hver framleiðslueining er auðkennd á ótvíræðan hátt með dagsetningu og sýnatökustað ásamt öðrum viðbótarupplýsingum sem gætu komið greinandanum að notum.
2. Sérákvæði.
Mismunandi framleiðslueiningar.
Matvæli eru ýmist seld í lausu, í umbúðum eða stökum einingum (svo sem sekkjum, pokum og smásölupakkningum). Beita má sýnatökuaðferðinni á allar matvörur í hvaða formi sem þær eru settar á markað.
Með fyrirvara um ákvæði sem mælt er fyrir um í þessum hluta viðaukans skal styðjast við eftirfarandi jöfnu til leiðbeiningar við sýnatöku úr framleiðslueiningum sem fara á markað sem stakar einingar (svo sem sekkir, pokar og smásölupakkningar):
Sýnatökutíðni n =
Þyngd framleiðslueiningar × þyngd hlutasýnis
Þyngd safnsýnis × þyngd stakrar einingar
- Þyngd í kg
- Sýnatökutíðni: n-ti hver sekkur eða poki sem taka ber hlutasýni úr (tugabrot skal námunda að næstu heilu tölu).
Þyngd hlutasýnis.
Þyngd hlutasýnis ætti að vera um 100 grömm nema kveðið sé á um annað í þessum viðauka. Ef um er að ræða framleiðslueiningu með smásölupakkningum ræðst þyngd hlutasýnisins af þyngd smásölupakkningarinnar.
Almennt eftirlit og sýnatökuaðferð á korni og þurrkuðum vínviðarávöxtum.

Tafla 9.
Skipting framleiðslueininga í framleiðsluhluta eftir
afurðum og þyngd á framleiðslueiningu.
Vara
Þyngd framleiðslu-
einingar (tonn)
Þyngd eða fjöldi framleiðsluhluta
Fjöldi hlutasýna
Þyngd safnsýna
(kg)
Korn og kornvörur
³ 1 500
> 300 og < 1 500
³ 50 og £ 300
< 50
500 tonn
3 framleiðsluhlutar
100 tonn
-
100
100
100
10-10025
10
10
10
1-10
Þurrkaðir vínviðarávextir (garðaber, rúsínur og kúrennur)
³ 15
< 15
15-30 tonn
-
100
10-10026
10
1-10


25

Fer eftir þyngd framleiðslueiningarinnar – sjá töflu 10 í þessum viðauka.
26 Fer eftir þyngd framleiðslueiningarinnar – sjá töflu 11 í þessum viðauka.


2.1. Sýnatökuaðferð á korni og kornvörum (framleiðslueining ³50 tonn) og þurrkuðum vínviðarávöxtum (framleiðslueining £15 tonn).
Sýnatökuaðferð.
Ef hægt er að skilja framleiðsluhluta sundur verður að skipta hverri framleiðslueiningu í framleiðsluhluta samkvæmt töflu 9. Þar sem þyngd framleiðslueiningarinnar er ekki alltaf heilt margfeldi af þyngd framleiðsluhlutanna má þyngd þeirra mest fara 20% umfram tilgreinda þyngd;
sýnataka skal fara fram í hverjum framleiðsluhluta fyrir sig;
fjöldi hlutasýna skal vera 100. Ef framleiðslueining á korni og kornvörum er undir 50 tonnum og framleiðslueining á þurrkuðum vínviðarávöxtum er undir 15 tonnum, skal fara eftir lið 2.2. Safnsýni skal vega 10 kg;
ef ekki er hægt að koma við þeirri sýnatökuaðferð, sem lýst er hér að framan vegna afleiðinga sem það hefði á verslun vegna skemmda á framleiðslueiningunni (vegna umbúða, flutningsmáta o.s.frv.), er heimilt að beita annarri aðferð við sýnatöku að því tilskildu að hún sé svo dæmigerð sem framast er kostur og að henni hafi að fullu verið lýst og hún studd traustum rökum.
2.2. Sýnatökuaðferð fyrir korn og kornvörur (framleiðslueining < 50 tonn) og þurrkaða vínviðarávexti (framleiðslueining < 15 tonn).
Fyrir framleiðslueiningar kornafurða sem eru undir 50 tonnum og framleiðslueiningar af þurrkuðum vínviðarávöxtum sem eru undir 15 tonnum, má styðjast við sýnatökuáætlun, sem er breytileg eftir þyngd framleiðslueiningar hverju sinni, þar sem 10-100 hlutsýni eru tekin og þau gefa safnsýni sem er 1 – 10 kg.
Styðjast má við tölurnar í töflu 10 til að ákvarða fjölda þeirra hlutasýna sem taka ber.

Tafla 10.
Fjöldi hlutasýna sem taka ber úr mismunandi
þyngdarflokkum framleiðslueininga kornafurða.
Þyngd (tonn)
Fjöldi framleiðslueininga
1
10
> 1 - 3
20
> 3 - 10
40
> 10 - 20
60
> 20 - 50
100


Tafla 11.
Fjöldi hlutasýna sem taka ber úr mismunandi þyngdarflokkum
framleiðslueininga af þurrkuðum vínviðarávöxtum.
Þyngd (tonn)
Fjöldi framleiðslueininga
£ 0,1
10
> 0,1 - £ 0,2
15
>0,2 - £ 0,5
20
>0,5 - £ 1,0
30
>1,0 - £ 2,0
40
>2,0 - £ 5,0
60
>5,0 - £ 10,0
80
>10,0 - £ 15,0
100


Sýnataka á smásölustigi.
Sýnataka á matvælum á smásölustigi skal vera í samræmi við fyrrgreindar sýnatökuaðferðir þar sem því er við komið. Þar sem því er ekki við komið má nota aðrar fullnægjandi sýnatökuaðferðir svo fremi sem þær tryggja dæmigert sýni af framleiðslueiningunni.
Samþykki fyrir framleiðslueiningu eða framleiðsluhluta.
Samþykki ef safnsýnið samræmist ákvæðum um leyfilegt hámark;
synjun ef safnsýnið fer yfir leyfilegt hámark.



3. gr.

Við viðauka 6 bætist eftirfarandi G-hluti:

G-hluti
1. Undirbúningur sýna og viðmiðanir fyrir greiningaraðferðir notaðar við opinbert eftirlit með magni okratoksíns A í matvælum.
Varúðarráðstafanir.
Þar sem dreifing okratoksíns A er fjarri því að vera einsleit ber að undirbúa sýni með mikilli varfærni, einkum þegar þau eru gerð einsleit. Nota ber allt efni, sem rannsóknarstofan tekur á móti, við undirbúning sýnis.
Meðhöndlun sýnisins við móttöku á rannsóknarstofunni.
Hvert rannsóknarsýni er fínmalað og blandað vandlega saman með aðferð sem sannað þykir að tryggi fullkomna einsleitni.
Frekari skipting sýnis vegna fullnustuákvæða og verslunarverndar.
Endurtökusýni vegna fullnustuákvæða eða verslunarverndar eða vegna úrskurðarmála skal tekið úr einsleita sýninu svo fremi að það stangist ekki á við reglur um sýnatöku.
   
2. Greiningaraðferð, sem nota ber á rannsóknarstofunni og kröfur um eftirlit á rannsóknarstofunni við greiningar.
Skilgreiningar.
Nokkrar af helstu skilgreiningum sem rannsóknarstofan þarf að styðjast við eru eftirfarandi:
r = Endurtekningarnákvæmni (repeatability) er það gildi sem er stærra en tölugildi mismunar tveggja stakra prófniðurstaðna, sem eru fengnar við endurtekningarnákvæm skilyrði (þ.e. sama sýni, sami starfsmaður, sami tækjabúnaður, sama rannsóknarstofa og á skömmum tíma), og vænta má að liggi innan tiltekinna líkinda (venjulega 95%), og því er r = 2,8 × sr.
sr = Staðalfrávik, reiknað út frá niðurstöðum sem eru fengnar við endurtekningarnákvæm skilyrði.
RSDr = Hlutfallslegt staðalfrávik er reiknað út frá niðurstöðum sem eru fengnar við endurtekningarnákvæm skilyrði [(sr /) × 100], þar sem er meðaltal niðurstaðna fyrir allar rannsóknarstofur og öll sýni.
R = Samanburðarnákvæmni (reproducibility): það gildi sem er stærra en tölulegur mismunur stakra prófniðurstaðna, sem eru fengnar við samanburðarnákvæm skilyrði (þ.e. sem starfsmenn á mismunandi rannsóknarstofum fá með staðlaðri prófunaraðferð á samskonar efni), og vænta má að liggi innan tiltekinna líkinda (venjulega 95%);
R = 2,8 × SR.
SR = Staðalfrávik, reiknað út frá niðurstöðum sem eru fengnar við samanburðarnákvæm skilyrði.
RSDR = Hlutfallslegt staðalfrávik, reiknað út frá niðurstöðum sem eru fengnar við samanburðarnákvæm skilyrði [(sR /) × 100].
Sérstakar kröfur.
Hafi ekki verið mælt fyrir um neinar sérstakar aðferðir til þess að ákvarða styrk okratoksíns A í matvælum er rannsóknarstofum heimilt að velja hverja þá aðferð sem samræmist eftirfarandi viðmiðunum:

Tafla 12.
Viðmiðanir.
Viðmiðun
µg/kg
Okratoksín A
RSD (%)
RSD R (%)
Endurheimt (%)
< 1 £40 £60 50 – 120
1 - 10 £20 £30 70 – 110

Greiningarmörk aðferðanna eru ekki tilgreind þar eð samkvæmnisgildin eru gefin við tilgreindan styrkleika;
samkvæmnisgildin eru reiknuð samkvæmt Horwitz-jöfnunni:
RSDR = 2 (1 – 0,5 logC)

þar sem:
RSDR er hlutfallslegt staðalfrávik reiknað út frá niðurstöðum sem eru fengnar við samanburðarnákvæm skilyrði [(SR /) × 100];
C er styrkhlutfallið (þ.e. 1 = 100 g/100 g, 0,001 = 1,000 mg/kg).
Þetta er almenn samkvæmnisjafna sem reynst hefur óháð greiniefni og efnaumhverfi en, sem í flestum venjubundnum greiningaraðferðum, er einungis háð styrkleikanum.
Útreikningar á endurheimt.
Að því er varðar endurheimt ber að greina frá niðurstöðum greininga leiðréttum eða óleiðréttum. Endurheimtuhlutfallið skal tilgreint.


4. gr.

Undirkaflinn Þyngd hlutasýnis í D-hluta viðauka 6 orðast svo:

Þyngd hlutasýnis.
Þyngd hlutasýnis ætti að vera um 300 grömm nema kveðið sé á um annað í kafla um sýnatökuaðferðir hér á eftir. Hlutasýni af kryddi ætti þó að vera um 100 grömm. Ef um er að ræða framleiðslueiningu með smásölupakkningum ræðst þyngd hlutasýnisins af þyngd smásölupakkninga.


5. gr.

Heiti á lið 1.1. í D-hluta, viðauka 6 orðast svo:
1.1. Jarðhnetur, hnetur, þurrkaðir ávextir, krydd og korn.


6. gr.

Tafla 6 í D-hluta, viðauka 6 skal vera eftirfarandi:

Tafla 6.
Skipting framleiðslueininga í framleiðsluhluta eftir
afurðum og þyngd á framleiðslueiningu.
Vara
Þyngd framleiðslueiningar (tonn)
Þyngd eða fjöldi framleiðsluhluta
Fjöldi hlutasýna
Þyngd safnsýna (kg)
Þurrkaðar fíkjur og aðrir þurrkaðir ávextir
³ 15
< 15
15-30 tonn
-
100
10-10023
30
£ 30
Jarðhnetur, pistasíuhnetur, parahnetur og aðrar hnetur
³ 500
> 125 og < 500
³ 15 og £ 125
< 15
100 tonn
5 framleiðsluhlutar
25 tonn
-
100
100
100
10-10023
30
30
30
£ 30
Korn
1500
> 300 og < 1500
³ 50 og £ 300
< 50
500 tonn
3 framleiðsluhlutar
100 tonn
-
100
100
100
10–10023
30
30
30
1-10
Krydd
³ 15
< 15
25 tonn
-
100
10-10023
10
1-10


23

Fer eftir þyngd framleiðslueiningarinnar.

7. gr.

Heiti á lið 1.2. í D-hluta, viðauka 6 orðast svo:
Jarðhnetur, pistasíuhnetur, parahnetur, þurrkaðar fíkjur, korn og krydd þar sem framleiðslueiningar eru ³50 tonn.


8. gr.

Eftirfarandi setningu er bætt við sem fjórða punkti undir undirkaflanum Sýnatökuaðferðir í lið 1.2. í D-hluta viðauka 6:
Safnsýni af kryddi vegur ekki meira en 10 kg og þarf því ekki að skipta sýninu í undirsýni.


9. gr.

Eftirfarandi breyting er gerð á undirkaflanum Samþykki fyrir framleiðslueiningu eða framleiðsluhluta í lið 1.2. í D-hluta viðauka 6:
Á eftir undirkaflanumSamþykki fyrir framleiðslueiningu eða framleiðsluhluta kemur setningin "Ef um er að ræða krydd og jarðhnetur, hnetur og þurrkaða ávexti sem á að flokka eða meðhöndla á annan hátt" í staðinn fyrir setninguna "Ef um er að ræða jarðhnetur, hnetur og þurrkaða ávexti".


10. gr.

Undirkaflinn Fjöldi sýna sem taka ber undir lið 3.2. í D-hluta viðauka 6 orðast svo:
Fjöldi sýna sem taka ber.
Fjöldi safnsýna sem taka ber fer eftir þyngd framleiðslueiningarinnar. Skiptingu stórra framleiðslueininga í framleiðsluhluta skal háttað svo sem kveðið er á um fyrir korn í töflu 6 undir lið 1.1. í D-hluta. Taka ber sýni úr hverjum framleiðsluhluta fyrir sig.


11. gr.

Eftirfarandi er bætt við aftast í D-hluta, viðauka 6:
Sýnataka á smásölustigi.
Sýnataka á matvælum á smásölustigi skal vera í samræmi við fyrrgreindar sýnatökuaðferðir þar sem því verður við komið. Þar sem því er ekki við komið má nota aðrar fullnægjandi sýnatökuaðferðir, svo fremi sem þær tryggja dæmigert sýni af framleiðslueiningunni.


12. gr.

Tafla 8 í E-hluta, viðauka 6 skal vera eftirfarandi:


Tafla 8
Viðmiðanir.
Viðmiðun
Styrkleikasvið
Ráðlögð gildi
Hæsta leyfilega gildi
Núllprófssýni Öll Óverulegt
Endurheimt — Aflatoxín
M1
0,01–0,05 µg/kg
> 0,05 µg/kg
60 til 120 %
70 til 110 %
Endurheimt — Aflatoxín
B1, B2, G1, G2
< 1,0 µg/kg
1–10 µg/kg
> 10 µg/kg
50 til 120 %
70 til 110 %
80 til 110 %
RSDR að því er varðar
samkvæmni24
Öll Sem leidd eru af
Horwitz-jöfnunni
2 × gildið sem leitt er af Horwitz-jöfnunni


24

RSDr að því er varðar samkvæmni má reikna sem 0,66 sinnum RSDR að því er varðar samkvæmni við tilgreindan styrkleika.

13. gr.

Í viðauka 2 eru breytt hámarksgildi fyrir azoxystrobin og ný hámarksgildi fyrir flupyrsuluron metyl og pymetrosin sem hér segir:

Matvæli
Flupyrsuluronmetyl
Azoxystrobin
Pymetrosin
1. Ávextir, ferskir, þurrkaðir, ósoðnir,
varðir með frystingu, en ekki með viðbættum sykri
0,02 (t) (*)
(i) Sítrusávextir
1 (t)
0,3 (t)
Greipaldin
Sítrónur
Súraldin
Mandarínur
Appelsínur
Pómelóaldin
Annað
(ii) Trjáhnetur
0,1 (t) (*)
0,02 (t) (*)
Möndlur
Brasilíuhnetur
Kasúhnetur
Kastaníuhnetur
Kókoshnetur
Heslihnetur
Makademíahnetur
Pekanhnetur
Furuhnetur
Hjartaaldin
Valhnetur
Annað
(iii) Kjarnaávextir
0,05 (t) (*)
0,02 (t) (*)
Epli
Perur
Kveði
Annað
(iv) Steinaldin
0,05 (t) (*)
Apríkósur
0,05 (t)
Kirsuber
Ferskjur
0,05 (t)
Nektarínur
Plómur
Annað
0,02 (t) (*)
(v) Ber og aðrir smáir ávextir
0,02 (t) (*)
(a) Vínber
2
Til víngerðar
Önnur
(b) Jarðarber (önnur en villt)
2 (t)
(c) Reyr ávextir (aðrir en villtir)
0,05 (t) (*)
Brómber
Blá hindber
Loganber
Hindber
Annað
(d) Aðrir smáávextir og ber
0,05 (t) (*)
(annað en villt)
Bláber
Trönuber
Garðaber
Rifsber (rauð og hvít)
Sólber
Annað
(e) Villt ber og villtir ávextir
0,05 (t) (*)
(vi) Ýmsir ávextir
0,02 (t) (*)
Lárperur
Bananar
2
Döðlur
Fíkjur
Loðber (kíví)
Dvergappelsínur
Litkaber
Mangó
Ólífur
Ólífur (til neyslu)
Ólífur (til olíugerðar)
Ástaraldin
Ananas
Granatepli
Papajávöxtur
Annað
0,05 (t) (*)
2. Grænmeti, ferskt eða ósoðið,
frosið eða þurrt.
0,02 (t) (*)
(i) Rótar- og hnýðisgrænmeti
0,02 (t) (*)
Rauðrófur
Gulrætur
0,2 (t)
Hnúðselja
Piparrót
0,2 (t)
Ætifífill
Nípa
0,2 (t)
Steinseljurót
0,2 (t)
Hreðkur (radísur)
Hafursrót
0,2 (t)
Sætuhnúðar
Gulrófur
Næpur
Kínakartöflur
Annað
0,05 (t) (*)
(ii) Laukar
0,05 (t) (*)
0,02 (t) (*)
Hvítlaukur
Laukur
Skalotlaukur
Perlulaukur
Annað
(iii) Grænmetisaldin
(a) Kartöfluætt
Tómatar
2 (t)
0,5 (t)
Paprikur
2 (t)
1 (t)
Eggaldin
2 (t)
0,5 (t)
Annað
0,05 (t) (*)
0,02 (t) (*)
(b) Graskersætt-neysluhæft hýði
1 (t)
0,5 (t)
Gúrkur
Þrúgugúrkur
Kúrbítur
Annað
(c) Graskersætt-óneysluhæft hýði
0,5 (t)
0,2 (t)
Melónur
Grasker
Vatnsmelónur
Annað
(d) Sykurmaís
0,05 (t) (*)
0,02 (t) (*)
(iv) Kál
0,05 (t) (*)
(a) Blómstrandi kál
0,02 (t) (*)
Spergilkál
Blómkál
Annað
(b) Höfuðkál
Rósakál
Höfuðkál
0,05 (t)
Annað
0,02 (t) (*)
(c) Blaðkál
0,02 (t) (*)
Kínakál
Grænkál
Annað
(d) Hnúðkál
0,02 (t) (*)
(v) Blaðgrænmeti og
ferskar kryddjurtir.
(a) Salöt
3 (t)
1 (t)
Karsi (garðperla)
Vorsalat
Jöklasalat
Höfuðsalat
Blaðsalat
Vetrarsalat
Annað
(b) Spínat og skyldar jurtir
0,05 (t) (*)
0,02 (t) (*)
Spínat
Blaðbeðja (strandblaðka)
Annað
(c) Vatnakarsi
0,05 (t) (*)
0,02 (t) (*)
(d) Jólasalat
0,2 (t)
0,02 (t) (*)
(e) Kryddjurtir
0,05 (t) (*)
1 (t)
Kerfill
Graslaukar
Blaðselja
Steinselja
Annað
(vi) Ertur og belgávextir (ferskir)
0,02 (t) (*)
Baunir (með belg)
1 (t)
Baunir (án belgs)
Ertur (með belg)
0,5 (t)
Ertur (án belgs)
0,2 (t)
Annað
0,05 (t) (*)
(vii) Stilkgrænmeti
0,02 (t) (*)
Spergill
Fingrakornblóm
Stilkselja
5 (t)
Fennika (sígóð)
Ætiþistill
1 (t)
Blaðlaukur
0,1 (t)
Rabarbari
Annað
0,05 (t) (*)
(viii) Sveppir
0,05 (t) (*)
0,02 (t) (*)
(a) Ætisveppir
(b) Villtir ætisveppir
3. Belgjurtir (þurrkaðar)
0,02 (t) (*)
0,1 (t)
0,02 (t) (*)
Baunir
Linsubaunir
Ertur
Annað
4. Olíufræ
0,05 (t) (*)
0,05 (t) (*)
Hörfræ
Jarðhnetur
Valmúafræ (birki)
Repjufræ
Sesamfræ
Sólblómafræ
Sojabaunir
Baðmullarfræ
0,05 (t)
Sinnepsfræ
Annað
0,02 (t) (*)
5. Kartöflur (jarðepli)
0,02 (t) (*)
0,05 (t) (*)
0,02 (t) (*)
Snemmvaxnar
Matar- og iðnaðarkartöflur
6. Te
0,05 (t) (*)
0,1 (t) (*)
0,1 (t) (*)
7. Humall
0,05 (t) (*)
20 (t)
5 (t)
8. Korn- og kornvörur
0,02 (t) (*)i
0,02 (t) (*)i
Hveiti
Bókhveiti
Rúgur
Rúghveiti
Bygg
Hafrar
Hrísgrjón
Maís
Hirsi
Dúrra
Annað
9. Mjólk og mjólkurvörur (A)
0,01 (*) (t) i)
10. Kjöt og kjötvörur, einnig fita (B)
0,01 (*) (t) i)
Alifuglakjöt
Kindakjöt
Kjúklingar
Kjúklingalifur
Svínakjöt
Svínanýru
Nautgripakjöt
Geitakjöt
Nautgripa-, geita- og kindanýru
Nautgripa- og kindalifur
Annað
11. Fita sem er í kjöti og kjötvörur (C)
Alifuglakjöt
Kindakjöt
Kjúklingar
Svínakjöt
Svínanýru
Nautgripakjöt
Geitakjöt
Nautgripa-, geita- og kindanýru
Nautgripa- og kindalifur
Annað
12. Egg (D)
0,01 (*) (t) i)
13. Fiskur og fiskafurðir (E)

i) Gildið skal staðfest fyrir 1. desember 2005.


14. gr.

Í viðauka 2 er hámarksgildi fyrir Kresoxim-metyl í jarðaberjum breytt í 0,2 mg/kg (t), en t stendur fyrir tímabundið gildi. Gildið skal staðfest fyrir 19. október 2004.


15. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli samanber og lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir með síðari breytingum. Reglugerðin er sett með hliðsjón af XII. kafla, II. viðauka EES samningsins (tilskipun 2002/23/EC, 2002/26/EC og 2002/27/EC).

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.


Umhverfisráðuneytinu, 15. apríl 2003.

F. h. r.
Ingimar Sigurðsson.
Sigríður Auður Arnardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica