Fara beint í efnið

Prentað þann 18. apríl 2024

Breytingareglugerð

667/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 542/2000 um kaffi, kaffikjarna og kaffibæti.

1. gr.

3. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Aðferðir til greiningar á kaffikjarna og kaffibæti skulu vera viðurkenndar.

2. gr.

9. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Reglugerð þessi er sett með stoð 16. og 18. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli samanber og lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum. Einnig var höfð hliðsjón af ákvæðum samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, sem vísað er til í II. viðauka XII. kafla: tilskipun 99/4/EB og 2001/54/EB.

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.

Umhverfisráðuneytinu, 12. september 2002.

F. h. r.
Ingimar Sigurðsson.

Sigríður Stefánsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.