Umhverfisráðuneyti

483/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 857/1999, um bann við notkun tiltekinna eiturefna og hættulegra efna. - Brottfallin

483/2002

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 857/1999, um bann
við notkun tiltekinna eiturefna og hættulegra efna.

1. gr.

2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Óheimilt er að framleiða, flytja inn, selja eða nota í málmiðnaði öðrum en járniðnaði efni í B-hluta 4. viðauka.


2. gr.

Eftirtaldar breytingar eru gerðar á I. viðauka, Krabbameinsvaldandi efni:
Við B-hluta, flokk 2, bætast efni sem birt eru í fylgiskjali I við reglugerð þessa.

Eftirtaldar breytingar eru gerðar á III. viðauka, Efni sem geta haft skaðleg áhrif á æxlun:
Við B-hluta, flokk 2, bætast efni sem birt eru í fylgiskjali II við reglugerð þessa.


3. gr.

Í stað Skýringa við I. viðauka, komi Skýringar sem birtar eru í fylgiskjali III við reglugerð þessa. Við II. til VI. viðauka komi Skýringar sem birtar eru í fylgiskjali IV við reglugerð þessa.


4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni, ásamt síðari breytingum svo og lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir ásamt síðari breytingum.

Einnig er höfð hliðsjón af ákvæðum 4. tl., XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, tilskipun 76/769/EBE um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna varðandi takmörkun á sölu og notkun tiltekinna skaðlegra efna og efnablandna, eins og henni var breytt með tilskipunum 2001/41/EB og 2001/91/EB.

Reglugerðin tekur gildi við birtingu.


Umhverfisráðuneytinu, 10. júlí 2002.

Siv Friðleifsdóttir.
Ingimar Sigurðsson.



Fylgiskjal I.


Efni sem talið er að geti valdið krabbameini í mönnum.



Heiti efna
Raðnúmer
EB-nr.
CAS-nr.
Athuga-semd
4-klóranilín
612-137-00-9
203-401-0
106-47-8
keramíktrefjar; trefjar til sérstakra nota, að undanskildum þeim sem tilgreindar eru sérstaklega í fylgiskjali 1 við reglugerð 236/1990; [Tilbúnar glerkenndar (sílikat-)trefjar með handahófsáttun sem innihalda £ 18% af alkalí- og jarðalkalíoxíðum (Na2O+ K2O+ CaO+ MgO+ BaO) miðað við þyngd]
650-017-00-8
R



Fylgiskjal II.


Efni sem talið er að geti haft skaðleg áhrif á æxlun.



Heiti efna Raðnúmer EB-nr. CAS-nr. Athuga-semd
6-(2-klóretýl)-6-(2-metoxýetoxý)-2,5,7,10-tetraoxa-6- sílaundekan
014-014-00-X
253-704-7
37894-46-5
etaselasíl
014-014-00-X
253-704-7
37894-46-5



Fylgiskjal III.

I. VIÐAUKI

Skýringar:
1. dálkur Heiti efna.
2. dálkur Raðnúmer: Númer sem efninu er gefið þegar það er tekið inn í Evrópulista yfir hættuleg efni (viðauki I við tilskipun 67/548/EBE um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna).
Númerið er talnaröð af gerðinni ABC-RST-VW-Y, þar sem:
ABC er annaðhvort sætistala þess frumefnis sem er mest einkennandi fyrir eiginleika efnisins (með einu eða tveimur núllum fyrir framan til uppfyllingar) eða flokksnúmer lífrænna efna,
RST er raðtala efnisins í röðinni ABC,
VW gefur til kynna á hvaða formi efnið er framleitt eða markaðssett,
Y er vartala í samræmi við ISBN (International Standard Book Number).
3. dálkur EB-nr.: Númer sem gefin eru öllum efnum sem skráð eru á Evrópska efnahagssvæðinu. Númerin eru sjö stafa talnaraðir, xxx-xxx-x og eru þau birt í einhverri af eftirtöldum skrám:
EINECS: European Inventory of Existing Commercial Chemical Substances - Evrópuskrá yfir markaðssett efni (byrja á 200-001-8).
ELINCS: European List of Notified Chemical Substances - Evrópuskrá yfir tilkynnt efni (byrja á 400-010-9).
4. dálkur CAS-nr.: Chemical Abstracts Service Registry Number - Alþjóðleg númer efna og efnasambanda.1), 2)
5. dálkur Athugasemdir:
J: Flokkun efnisins sem krabbameinsvaldandi á ekki við ef sýnt er fram á að efnið inniheldur minna en 0,1%3) af benzeni (CAS-nr. 71-43-2).
K: Flokkun efnisins sem krabbameinsvaldandi á ekki við ef sýnt er fram á að efnið inniheldur minna en 0,1% af 1,3-bútadíeni (CAS-nr. 106-99-0).
L: Flokkun efnisins sem krabbameinsvaldandi á ekki við ef sýnt er fram á að efnið inniheldur minna en 3% DMSO úrdrátt, mælt með IP 346.
M: Flokkun efnisins sem krabbameinsvaldandi á ekki við ef sýnt er fram á að efnið inniheldur minna en 0,005% af benzó[a]pýreni (CAS-nr. 50-32-8).
N: Flokkun efnisins sem krabbameinsvaldandi á ekki við ef framleiðsluferli þess er þekkt og hægt er að sýna fram á að hráefnið sé ekki krabbameinsvaldandi.
P: Flokkun efnisins sem krabbameinsvaldandi á ekki við ef sýnt er fram á að efnið inniheldur minna en 0,1% af benzeni (CAS-nr. 71-43-2).
R: Ekki er nauðsynlegt að flokka efnið sem krabbameinsvaldandi ef lengdarvegið faldmeðaltal þvermáls trefjanna, að frádreginni tvöfaldri staðalskekkju, er meira en 6 mm.
1)

CAS-nr. eru yfirleitt mismunandi fyrir vatnsfríar og vatnaðar myndir efnisins. CAS-nr. sem hér er tilgreint á þó eingöngu við um vatnsfríar myndir en EB- nr. á hins vegar við um báðar myndir.
2) EB- eða CAS-nr. eru yfirleitt ekki tekin með í færslum sem ná til fleiri en þriggja einstakra efna.
3) %: Hlutfall miðað við þyngd.


Fylgiskjal IV.

II., III., IV., V. og VI. viðauki.

Skýringar:
1. dálkur Heiti efna.
2. dálkur Raðnúmer: Númer sem efninu er gefið þegar það er tekið inn í Evrópulista yfir hættuleg efni (viðauki I við tilskipun 67/548/EBE um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna).
Númerið er talnaröð af gerðinni ABC-RST-VW-Y, þar sem:
ABC er annaðhvort sætistala þess frumefnis sem er mest einkennandi fyrir eiginleika efnisins (með einu eða tveimur núllum fyrir framan til uppfyllingar) eða flokksnúmer lífrænna efna,
RST er raðtala efnisins í röðinni ABC,
VW gefur til kynna á hvaða formi efnið er framleitt eða markaðssett,
Y er vartala í samræmi við ISBN (International Standard Book Number).
3. dálkur EB-nr.: Númer sem gefin eru öllum efnum sem skráð eru á Evrópska efnahagssvæðinu. Númerin eru sjö stafa talnaraðir, xxx-xxx-x og eru þau birt í einhverri af eftirtöldum skrám:
EINECS: European Inventory of Existing Commercial Chemical Substances - Evrópuskrá yfir markaðssett efni (byrja á 200-001-8).
ELINCS: European List of Notified Chemical Substances - Evrópuskrá yfir tilkynnt efni (byrja á 400-010-9).
4. dálkur CAS-nr.: Chemical Abstracts Service Registry Number - Alþjóðleg númer efna og efnasambanda.1) , 2)
5. dálkur Athugasemdir.

1)

CAS-nr. eru yfirleitt mismunandi fyrir vatnsfríar og vatnaðar myndir efnisins. CAS-nr. sem hér er tilgreint á þó eingöngu við um vatnsfríar myndir en EB-nr. á hins vegar við um báðar myndir.
2) EB- eða CAS-nr. eru yfirleitt ekki tekin með í færslum sem ná til fleiri en þriggja einstakra efna.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica