Umhverfisráðuneyti

255/2002

Reglugerð um takmörkun á útstreymi rokgjarnra lífrænna efnavegna notkunar á lífrænum leysiefnum í tiltekinni starfsemi. - Brottfallin

I. KAFLI
Markmið og gildissvið.
1. gr.

1.1. Markmið reglugerðar þessarar er að koma í veg fyrir eða draga úr beinum og óbeinum áhrifum frá losun rokgjarnra lífrænna efnasambanda út í umhverfið, einkum út í andrúmsloftið, og þeirri hugsanlegu hættu sem heilsu manna er búin.

1.2. Reglugerðin gildir um starfsemi sem tilgreind er í I. viðauka, að því marki sem slík starfsemi er yfir þeim þröskuldsgildum fyrir notkun leysiefna sem eru tilgreind í II. viðauka.


2. gr.
Skilgreiningar.

2.1. Stöð: staðbundin tæknieining þar sem fram fer ein eða fleiri tegundir starfsemi sem fellur undir gildissviðið sem skilgreint er í I. viðauka og hver önnur starfsemi sem gæti haft áhrif á losun og tengist með beinum og tæknilegum hætti þeirri starfsemi sem fram fer á staðnum.

2.2. Stöð í rekstri: stöð, sem er í rekstri eða hefur fengið leyfi, í samræmi við reglugerðir sem um það gilda, eða stöð, sem sótt hefur verið um leyfi fyrir innan árs frá gildistöku reglugerðar þessarar.

2.3.Lítil stöð:stöð sem fellur undir lægstu þröskuldsgildi, sem eru tilgreind í 1., 3., 4., 5., 8., 10., 13., 16. eða 17. lið II. viðauka A eða stöð þar sem önnur starfsemi tilgreind í II. viðauka A, fer fram og notkun leysiefna er undir 10 tonnum á ári.

2.4. Umtalsverð breyting:
— þegar í hlut á stöð, sem heyrir undir gildissvið I. viðauka reglugerðar um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, gildir skilgreiningin sem kveðið er á um í þeirri reglugerð;
— þegar í hlut á lítil stöð merkir þetta breytingu á nafnafköstum sem hefur í för með sér meira en 25% aukningu á losun rokgjarnra lífrænna efnasambanda. Hver sú breyting sem getur, að mati starfsleyfisgjafa, haft verulega neikvæð áhrif á heilsu manna eða umhverfið telst einnig umtalsverð breyting;
— fyrir allar aðrar stöðvar merkir þetta breytingu á nafnafköstum sem hefur í för með sér meira en 10% aukningu á losun rokgjarnra lífrænna efnasambanda. Hver sú breyting sem getur, að mati viðkomandi yfirvalds, haft verulega neikvæð áhrif á heilsu manna eða umhverfið telst einnig umtalsverð breyting.

2.5. Rekstraraðili: einstaklingur eða lögaðili sem rekur eða stýrir stöð eða, þar sem kveðið er á um slíkt í lögum, hefur fengið í hendur fjárhagslegt úrskurðarvald yfir tæknilegri starfsemi stöðvarinnar.

2.6. Losun: hvers kyns útstreymi rokgjarnra lífrænna efnasambanda frá stöð út í umhverfið.

2.7. Dreifð losun:hvers kyns losun rokgjarnra lífrænna efnasambanda, önnur en punktlosun, út í andrúmsloft, jarðveg eða vatn, ásamt, nema kveðið sé á um annað í II. viðauka A, losun leysiefna sem finnast í hvers kyns vörum. Dreifð losun nær einnig yfir óbeislaða losun sem berst út í andrúmsloft um glugga, dyr, loftrásartúður og önnur op af svipuðu tagi.

2.8. Punktlosun: endanleg losun rokgjarnra lífrænna efnasambanda eða annarra mengunarefna út um reykháf eða hreinsibúnað út í andrúmsloftið. Rúmmál flæðis skal gefa upp í m³/klst. við staðalaðstæður.

2.9. Samanlögð losun: summan af dreifðri losun og punktlosun.

2.10. Losunarmörk:massi rokgjarnra lífrænna efnasambanda, gefinn upp sem tilteknar færibreytur, styrkleiki, hundraðshluti og/eða losunarmagn, reiknað við staðalaðstæður, N, sem óheimilt er að fara yfir á einu eða fleiri tímabilum.

2.11. Efni: sérhvert frumefni og sambönd þeirra, hvort sem þau eru í náttúrulegri mynd eða framleidd og hvort sem þau eru í föstu, fljótandi eða loftkenndu ástandi.

2.12. Efnablanda: blanda eða lausn gerð úr tveimur eða fleiri efnum.

2.13. Lífrænt efnasamband: sérhvert efnasamband sem inniheldur að minnsta kosti frumefnið kolefni og eitt eða fleiri eftirtalinna efna: vetni, halógen, súrefni, brennistein, fosfór, kísil eða köfnunarefni, að undanskildum kolefnisoxíðum og ólífrænum karbónötum og bíkarbónötum.

2.13. Rokgjarnt lífrænt efnasamband: sérhvert lífrænt efnasamband sem við 293,15 K hefur gufuþrýsting sem er 0,01 kPa eða meiri eða er rokgjarnt í svipuðum mæli við þær notkunaraðstæður sem um ræðir. Í þessari reglugerð ber að líta á þann hluta kreósóts sem fer yfir þennan gufuþrýsting við 293,15 K sem rokgjarnt lífrænt efnasamband.

2.14. Lífrænt leysiefni: sérhvert rokgjarnt lífrænt efnasamband sem er notað eitt sér eða í sambandi við önnur efni, án þess að verða fyrir efnabreytingum, til að leysa upp hráefni, afurðir eða úrgangsefni eða er notað sem hreinsiefni til að leysa upp mengunarefni eða sem leysiefni, dreifiefni, seigjustillandi efni, yfirborðsspennustillandi efni, mýkiefni eða rotvarnarefni.

2.15. Halógenað lífrænt leysiefni: sérhvert lífrænt leysiefni sem inniheldur að minnsta kosti eina frumeind af brómi, klóri, flúori eða joði í hverri sameind.

2.16. Efni til yfirborðsmeðferðar: sérhver efnablanda, sem er notuð til að skreyta eða vernda yfirborðsfleti eða notuð til að þekja yfirborð í öðrum tilgangi, þar á meðal öll lífræn leysiefni eða efnablöndur sem innihalda lífræn leysiefni sem eru nauðsynleg til að tryggja rétta notkun viðkomandi efnablöndu.

2.17. Lím: sérhver efnablanda, sem er notuð til að festa saman mismunandi framleiðsluhluta, þar á meðal öll lífræn leysiefni eða efnablöndur sem innihalda lífræn leysiefni sem eru nauðsynleg til að tryggja rétta notkun viðkomandi efnablöndu.

2.18. Farfi: sérhver efnablanda, sem er notuð í prentiðnaði til að prenta texta eða myndir á flöt, þar á meðal öll lífræn leysiefni eða efnablöndur sem innihalda lífræn leysiefni sem eru nauðsynleg til að tryggja rétta notkun farfans.

2.19. Lakk: gagnsætt yfirborðslag.

2.20. Notkun: heildarílag lífrænna leysiefna í stöð á almanaksári, eða sérhverju öðru 12 mánaða tímabili, að frádregnu því magni rokgjarnra lífrænna leysiefna sem er endurheimt til endurnotkunar.

2.21. Ílag: magn lífrænna leysiefna ásamt því magni þeirra sem finnst í efnablöndum sem eru notaðar við tiltekna starfsemi, þar á meðal leysiefni sem eru endurunnin innan stöðvarinnar og utan og sem eru reiknuð með í hvert sinn sem þau eru notuð við rekstur starfseminnar.

2.22. Endurnotkun lífrænna leysiefna: notkun lífrænna leysiefna sem eru endurheimt í stöð í tæknilegum eða viðskiptalegum tilgangi, þar með talin notkun þeirra sem eldsneyti, en að frádregnu því magni þessara endurheimtu lífrænu leysiefna sem er fargað endanlega sem úrgangi.

2.23. Massaflæði: magn rokgjarnra lífrænna leysiefna sem er sleppt út, gefið upp í massaeiningu á klukkustund.

2.24. Nafnafköst: hámarksmassaílag lífrænna leysiefna í stöð, reiknað sem meðaltal á dag, að því tilskildu að stöðin sé rekin við eðlileg afköst, sem hún er hönnuð fyrir.

2.25. Eðlilegur rekstur: sá tími sem rekstur eða starfsemi fer fram í stöðinni, að undanskildum þeim tíma sem fer í að ræsa stöðina og stöðva rekstur hennar, svo og þeim tíma sem fer í að sinna viðhaldi búnaðar.

2.26. Stýrðar aðstæður: rekstraraðstæður stöðvar þar sem því er stýrt hvernig þeim rokgjörnu lífrænu leysiefnum, sem losna við starfsemi hennar, er safnað saman og sleppt út, annaðhvort út um skorstein eða hreinsibúnað, þannig að þau losna ekki í heild sem dreifð losun.

2.27. Staðalaðstæður: aðstæður þar sem hiti er 273,15 K og loftþrýstingur 101,3 kPa.

2.28. Meðaltal 24 klukkustunda: reiknað meðaltal allra gildra aflestra sem fara fram á 24 klukkustunda tímabili í eðlilegum rekstri.

2.29. Ræsing og stöðvun rekstrar: rekstur meðan starfsemi eða notkun hluta tækjabúnaðar eða notkun geymis er hafin eða henni hætt eða sami búnaður er settur í lausagang eða lausagangur stöðvaður. Ekki skal líta á reglubundnar sveiflur í starfsemi sem ræsingu eða stöðvun rekstrar.


II. KAFLI
Hlutverk Hollustuverndar ríkisins og heilbrigðisnefnda.
3. gr.

3.1. Heilbrigðisnefndum, undir yfirumsjón Hollustuverndar ríkisins, og Hollustuvernd ríkisins ber að sjá um að ákvæðum reglugerðarinnar sé framfylgt.

3.2. Hollustuvernd ríkisins skal taka saman og miðla upplýsingum um möguleg staðgönguefni, vinna yfirlit um framgang skerðingaráætlana, og kanna hvort vinna skal landsáætlun um að draga úr losun, sem fylgir einhverjum hluta þeirrar starfsemi sem reglugerðin gildir um.


III. KAFLI
Meginreglur.
4. gr.

4.1. Allar stöðvar sem reglugerð þessi gildir um skulu hafa starfsleyfi í samræmi við reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun og eftirlit með þeim skal vera í samræmi við ákvæði reglugerðar um mengunarvarnaeftirlit.


5. gr.
Kröfur.

5.1. Allar stöðvar skulu uppfylla ákvæði um:
a) losunarmörk fyrir punktlosun og dreifða losun eða losunarmörk fyrir heildarlosun og aðrar kröfur sem mælt er fyrir um í II. viðauka A, eða
b) kröfurnar samkvæmt skerðingaráætluninni sem mælt er fyrir um í II. viðauka B.

5.2. Stöðvar sem nota leysiefni með alvarleg heilsu- og umhverfisáhrif skulu uppfylla kröfur tilgreindar í 7. gr.

5.3. Hvers kyns hreinsibúnaður, sem settur er upp í stöðvum er nýta sér ekki skerðingaráætlunina eftir gildistöku reglugerðar þessarar, skal uppfylla allar kröfur sem tilgreindar eru í II. viðauka A.

5.4. Grípa ber til allra viðeigandi varúðarráðstafana til að draga sem mest úr losun við ræsingu og stöðvun.


6. gr.
Önnur ákvæði tilgreind í starfsleyfi.

6.1. Útgefandi starfsleyfis getur í starfsleyfi sett önnur losunarmörk fyrir dreifða losun einstakra stöðva, en tiltekið er í reglugerð þessari, ef sýnt hefur verið fram á að ekki sé gerlegt af tæknilegum eða efnahagslegum ástæðum að láta losunarmörk reglugerðarinnar gilda að því tilskildu að ólíklegt sé að það skapi verulega hættu fyrir heilsu manna eða umhverfið. Rekstraraðili skal sýna fram á, svo að útgefanda starfsleyfis þyki fullnægjandi, að notuð sé besta fáanlega tækni.

6.2. Stöð, sem verður ekki rekin við stýrðar aðstæður, má í starfsleyfi veita undanþágu frá ákvæðum í II. viðauka A, ef það er tekið fram í viðaukanum að þær gilda við stýrðar aðstæður. Skerðingaráætlunina í II. viðauka B skal þá tilgreina í leyfi nema að starfsleyfisgjafa hafi verið sýnt fram á, að sá kostur sé hvorki tæknilega né efnahagslega gerlegur. Ef sú er raunin ber rekstraraðila að sýna starfsleyfisgjafa fram á að notuð sé fullkomnasta tækni sem völ er á.


7. gr.
Sérákvæði vegna leysiefna með tilteknar hættumerkingar.

7.1. Leysiefni sem flokkuð eru sem krabbameinsvaldar, stökkbreytivaldar eða æxlunarskaðvaldar, og sem fá eða ættu að fá hættusetningarnar H45, H46, H49, H60 og H61, skal taka úr notkun svo fljótt sem auðið er, og nota í stað þeirra önnur efni eða efnablöndur sem eru ekki jafn skaðleg.

7.2. Fyrir losun rokgjarnra lífrænna efna, sem um getur í 1. mgr., gildir að þar sem samanlagt massaflæði þeirra efnasambanda, sem gefa tilefni til þeirra merkinga sem um getur í 1. mgr., er jafnt og eða meira en 10 g/klst., skulu losunarmörk vera 2 mg/Nm³. Losunarmörk vísa til massasummu einstakra efnasambanda.

7.3. Fyrir losun á halógenuðum, rokgjörnum lífrænum efnasamböndum, sem eru merkt með hættusetningunni H40, þar sem samanlagt massaflæði þeirra efnasambanda, sem gefa tilefni til þess að merkt er með hættusetningunni H40, er jafnt og eða meira en 100 g/klst., skulu losunarmörk vera 20 mg/Nm³. Losunarmörk vísa til massasummu einstakra efnasambanda.

7.4. Losun rokgjarnra lífrænna efnasambanda, sem um getur í 1. og 3. mgr. skal vera við stýrðar aðstæður, að svo miklu leyti sem það er tæknilega og efnahagslega gerlegt, til að standa vörð um heilsu manna og vernda umhverfið.

7.5. Hvorki skerðingaráætlunin né aðrar aðgerðir leysa stöðvar, sem hleypa út þeim efnum sem tilgreind eru í 1. og 3. mgr. undan þeirri kvöð að uppfylla þær kröfur sem kveðið er á um í 1.-4. mgr.

7.6. Framangreindar kröfur gilda einnig um efni sem fá hættumerkingu eftir að reglugerð þessi tekur gildi.


8. gr.
Kröfur til stöðva í rekstri.

8.1. Stöðvar í rekstri uppfylli ákvæði reglugerðarinnar eigi síðar en 31. október 2007.

8.2. Allar stöðvar í rekstri skulu hafa verið skráðar sem starfandi með leyfi sem uppfyllir ákvæði reglugerðar þessarar eigi síðar en 31. október 2006.

8.3. Þær stöðvar, sem viðurkenna á eða skrá í samræmi við skerðingaráætlun II. viðauka B, tilkynni það starfsleyfisgjafa eigi síðar en 31. október 2005.

8.4. Ef stöð:
— tekur umtalsverðum breytingum, eða
— fellur undir gildissvið þessarar reglugerðar í fyrsta sinn í kjölfar umtalsverðra breytinga, skal líta á þann hluta stöðvarinnar, sem tekur umtalsverðum breytingum, annaðhvort sem nýja stöð eða stöð í rekstri, að því tilskildu að samanlögð losun allrar stöðvarinnar verði ekki meiri en hún hefði orðið ef litið hefði verið á þann hluta hennar, sem tók umtalsverðum breytingum, sem nýja stöð.

8.5. Losun þeirra rokgjörnu, lífrænu efnasambanda sem fá eða ættu að fá, eftir að reglugerð þessi öðlast gildi, eina af þeim hættusetningum sem um getur í 7. gr., skal vera í samræmi við þau losunarmörk, sem kveðið er á um í 7. gr., svo fljótt sem við verður komið.

8.6. Stöðvar í rekstri sem starfrækja þann hreinsibúnað sem er fyrir hendi og samræmast eftirfarandi ákvæðum um losunarmörk:
— 50 mg C/Nm³ ef um brennslu er að ræða,
— 150 mg C/Nm³ ef um hvers kyns annan hreinsibúnað er að ræða,
skulu undanþegnar þeim losunarmörkum fyrir punktlosun, sem tilgreind eru í II. viðauka A, til 1. apríl 2013 að því tilskildu að samanlögð losun allrar stöðvarinnar sé ekki meiri en hún hefði orðið að uppfylltum öllum kröfum sem tilgreindar eru í töflunni.


9. gr.
Stöðvar með meira en eina tegund starfsemi.

9.1. Stöðvar, þar sem tvær eða fleiri tegundir starfsemi fara fram og sérhver tegund starfseminnar fer yfir þröskuldsgildin í II. viðauka A, skulu uppfylla kröfur í 5. gr. með tilliti til hverrar starfsemi um sig, eða ekki losa samanlagt meira en þær hefðu gert ef svo væri.

9.2. Að því er varðar þau efni, sem eru tilgreind í 7. gr., skulu uppfylltar kröfur í 7. gr. með tilliti til hverrar starfsemi um sig.


10. gr.
Eftirlit og mælingar.

10.1. Tryggt skal að stöðugar mælingar séu viðhafðar í rásum tengdum hreinsibúnaði ef samanlögð losun við ysta losunarstað búnaðarins er meira en 10 kg/klst. af lífrænu kolefni.

10.2. Í öðrum tilvikum skulu fara fram annaðhvort stöðugar eða reglubundnar mælingar. Reglubundin mæling skal fara fram minnst árlega og skal lesa að minnsta kosti þrisvar af mælitækjum í hverju tilviki sem mæling er framkvæmd. Eftirlitsaðili getur að fenginni umsókn þar um samþykkt lengra bil milli mælinga eða krafist þéttari mælinga ef ástæða þykir til. Í kjölfar umtalsverðra breytinga ber að sannreyna niðurstöður mælinga að nýju.

10.3. Mælinga er ekki krafist ef útblásturshreinsibúnaður er ekki nauðsynlegur til að fara að reglugerð þessari.

10.4. Rekstraraðili stöðvar, sem reglugerð þessi nær til, skal, fyrir 1. mars ár hvert skila skýrslu til eftirlitsaðila, þar sem fram kemur a.m.k. hvernig eftirfarandi atriði eru uppfyllt:
— losunarmörk fyrir punktlosun, fyrir dreifða losun og fyrir samanlagða losun,
— kröfur sem settar eru fram í skerðingaráætlun í II. viðauka B,
— ákvæði 6. gr.
Í III. viðauka eru leiðbeiningar sem varða áætlanir um meðhöndlun leysiefna og nýtast til að sýna fram á samræmi við þessar færibreytur.

10.5. Bæta má lofttegundum við í útblásturloft í því skyni að kæla það eða þynna ef það er æskilegt af tæknilegum ástæðum, en ekki skal taka tillit til þeirra við ákvörðun á massastyrk mengunarefnisins í útblástursloftinu.

10.6. Ef um samfelldar mælingar er að ræða skal líta svo á að um samræmi við losunarmörk sé að ræða ef:
a) ekkert meðaltal á 24 klukkustunda tímabili í eðlilegum rekstri fer yfir losunarmörk, og
b) ekkert klukkustundarmeðaltal fer meira yfir losunarmörk en nemur stuðlinum 1,5.

10.7. Ef um reglubundnar mælingar er að ræða skal líta svo á að um samræmi við losunarmörk sé að ræða í einni tiltekinni mælingu ef:
a) meðaltal allra aflestra fer ekki yfir losunarmörk, og
b) ekkert klukkustundarmeðaltal fer meira yfir losunarmörk en nemur stuðlinum 1,5.

10.8. Sannreyna skal samræmi við ákvæði 7. gr. út frá summunni af massastyrk einstakra rokgjarnra lífrænna efnasambanda sem um ræðir. Í öllum öðrum tilvikum skal sannreyna samræmi út frá heildarmassa lífræns kolefnis sem losnar, nema kveðið sé á um annað í II. viðauka A.

10.9. Ef í ljós kemur að kröfur í reglugerð þessari hafi ekki verið uppfylltar, skal rekstraraðili upplýsa eftirlitsaðila og grípa til ráðstafana til að tryggja að kröfurnar séu uppfylltar að nýju svo fljótt sem auðið er. Ef hætta er á heilsutjóni manna skal starfsemin stöðvuð þegar í stað.


IV. KAFLI
Aðgangur að upplýsingum, þvingunarúrræði, viðurlög o.fl.
11. gr.
Aðgangur að upplýsingum.

11.1. Um aðgang að upplýsingum fer samkvæmt lögum um upplýsingamiðlun og aðgang að upplýsingum um umhverfismál nr. 21/1993, upplýsingalögum nr. 50/1996 og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, sbr. ákvæði reglugerðar um starfsleyfis fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun og reglugerðar um mengunarvarnaeftirlit.


12. gr.
Þagnarskylda eftirlitsaðila.

12.1. Eftirlitsaðilar og aðrir sem starfa samkvæmt ákvæðum reglugerðar þessarar eru bundnir þagnarskyldu um atriði sem varða framleiðslu- og verslunarleynd. Sama gildir um atriði sem þeir fá vitneskju um og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.

12.2. Upplýsingar og tilkynningar eftirlitsaðila til fjölmiðla skulu vera efnislega rökstuddar og þess gætt að einstakar atvinnugreinar, stofnanir eða fyrirtæki bíði ekki tjón og álitshnekki að óþörfu.


13. gr.
Valdsvið og þvingunarúrræði.

13.1. Til að knýja á um ráðstafanir samkvæmt reglugerð þessari skal fylgja þeim þvingunarúrræðum sem mælt er fyrir um í IX. kafla reglugerðar um mengunarvarnaeftirlit þegar við á. Annars gilda ákvæði VI. kafla laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 um valdsvið og þvingunarúrræði.


14. gr.
Viðurlög.

14.1. Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða sektum hvort sem þau eru framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Sé um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot að ræða skulu þau að auki varða fangelsi allt að fjórum árum.

14.2. Sektir má ákvarða lögaðila þó að sök verði ekki sönnuð á fyrirsvarsmenn eða starfsmenn hans eða aðra þá einstaklinga sem í þágu hans starfa, enda hafi brotið orðið eða getað orðið til hagsbóta fyrir lögaðilann.


V. KAFLI
Lagastoð, gildistaka o.fl.
15. gr.

15.1. Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 5. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, og sbr. lög nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni.

15.2. Reglugerðin er sett með hliðsjón af tölul. 21ab (tilskipun 1999/13/EB) og tölul. 21aba (ákvörðun 2000/541/EB) í XX. viðauka EES-samningsins.

15.3. Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.


Umhverfisráðuneytinu, 25. mars 2002.

Siv Friðleifsdóttir.
Magnús Jóhannesson.


I. VIÐAUKI
Starfsemi sem reglugerðin tekur til.


Í þessum viðauka er fjallað um þá flokka starfsemi sem um getur í 1. gr. Þegar farið er yfir þau þröskuldsgildi, sem tilgreind eru í II. viðauka A, fellur sú starfsemi, sem um getur í þessum viðauka, undir gildissvið þessarar tilskipunar. Í hverju tilviki er starfsemin meðal annars fólgin í hreinsun tækja en ekki hreinsun vara nema kveðið sé á um það sérstaklega.

Límburður
— Hvers kyns starfsemi þar sem lím er borið á flöt, nema þegar límburður og lögn þynnu tengist prentun.

Yfirborðsmeðferð
— Hvers kyns starfsemi þar sem eitt eða fleiri samfelld lög eru sett á:
— eftirtalin ökutæki:
— nýjar bifreiðar, skilgreindar sem ökutæki í flokki M1 í tilskipun 70/156/EBE1 og í flokki N1, að svo miklu leyti sem þær eru lakkaðar í sömu stöðvum og ökutæki í flokki M1,
— hús á vörubifreiðum, skilgreind sem rými ökumanns, og allt sambyggt rými fyrir tækjabúnað sem varða ökutæki í flokkum N2 og N3 í tilskipun 70/156/EBE,
— sendibifreiðar og vörubifreiðar, skilgreindar sem ökutæki í flokkum N1, N2 og N3 í tilskipun 70/156/EBE, en að undanskildum húsum á vörubifreiðum,
— hópbifreiðar, skilgreindar sem ökutæki í flokkum M2 og M3 í tilskipun 70/156/EBE,
— eftirvagnar, skilgreindir í flokkum O1, O2, O3 og O4 í tilskipun 70/156/EBE,
— yfirborð úr málmi og plasti, þar á meðal yfirborðsfleti flugvéla, skipa og járnbrautarlesta,
— yfirborð úr viði,
— yfirborð úr textíl, dúk, filmu og pappír,
— leður.
Starfsemin nær ekki til yfirborðsmeðferðar þar sem flötur er málmhúðaður með rafdrætti eða hann er húðaður með efnasprautun. Ef yfirborðsmeðferðin felur í sér skref þar sem einhvers konar prentun á sér stað telst prentunin hluti af yfirborðsmeðferðinni og gildir þá einu hvaða prenttækni er notuð. Prentun, sem fer fram sem aðskilin starfsemi, er ekki talin með, en getur fallið undir reglugerðina ef prentstarfsemin fellur undir gildissvið hennar.

Rúlluhúðun
— Hvers kyns starfsemi þar sem stálþynna, ryðfrítt stál, húðað stál í rúllu, eða ræmur úr koparblöndum eða áli eru lögð filmumyndandi húð eða þynnu í samfelldu ferli.

Þurrhreinsun
— Hvers kyns iðnaðar- eða viðskiptastarfsemi þar sem rokgjörn, lífræn efnasambönd eru notuð til þess að hreinsa fatnað, húsgögn eða svipaðar neytendavörur, að undanskilinni handhreinsun bletta í textíl- og fataiðnaði.

Framleiðsla skófatnaðar
— Hvers kyns starfsemi sem felst í framleiðslu á fullgerðum skófatnaði eða hlutum hans.

Framleiðsla á yfirborðsefnablöndum, lökkum, farfa og lími
— Framleiðsla á fullgerðum vörum, sem að framan greinir, ásamt þeirri framleiðslu á millistigsvörum, sem fer fram á sama stað, og er fólgin í blöndun fastlitarefna, kvoðu og límefna við lífræn leysiefni eða önnur þynningarefni, þar á meðal þeyting og forþeyting stillingu á seigju og litblæ og áfyllingu fullgerðrar vöru í ílát.

Framleiðsla á lyfjavörum
— Efnasmíði, gerjun, útdráttur, efnablöndun og frágangur á lyfjavörum og framleiðsla á millistigsvörum sem fer fram á sama stað.

Prentun
— Hvers kyns eftirtaka texta og/eða mynda þar sem farfi er færður, með hjálp myndbera, á yfirborð af hvaða tagi sem er. Þetta nær einnig yfir tilheyrandi lökkun, yfirborðsmeðferð og plasthúðun. Tilskipunin lýtur þó eingöngu að eftirfarandi vinnsluþrepum:
flexóprentun — prentun þar sem myndberinn er úr gúmmíi eða fjaðrandi fjölliðum og þar sem prentflöturinn er upphækkaður og notaðir eru fljótandi prentlitir sem þorna við uppgufun,
heitþornandi offsetprentun af streng — prentun af streng með myndbera þar sem bæði prentflötur og aðrir fletir sem prenta ekki eru í sömu hæð, þar sem prentun af streng merkir að efnið, sem prentað er á, er matað í vélina af rúllu en ekki sem stakar arkir. Flöturinn sem prentar ekki er meðhöndlaður þannig að hann dregur að sér vatn og hrindir því farfa frá sér. Prentflöturinn er meðhöndlaður þannig að hann tekur farfa til sín og flytur hann á það yfirborð sem prenta skal á. Uppgufun á sér stað í ofni þar sem heitt loft er notað til að hita prentverkið,
plasthúðun sem tengist prentun — samlíming tveggja eða fleiri sveigjanlegra efna þannig að til verði plasthúðaðir prentgripir,
djúpprentun á gæðapappír — djúpprentun á pappír fyrir tímarit, bæklinga, verðlista eða annað áþekkt, þar sem notaður er farfi sem inniheldur tólúen,
djúpprentun — prentun þar sem myndberinn er sívalningur, prentflöturinn er neðar en aðrir fletir sem prenta ekki og notaður er fljótandi farfi sem þornar við uppgufun. Hólfin eru fyllt með farfa og umframfarfi er þurrkaður af þeim flötum sem prenta ekki áður en sá flötur, sem prenta skal á, snertir sívalninginn og lyftir farfanum upp úr hólfunum,
valsasáldprentun (valsasilkiprentun) — prentun af streng þar sem farfinn er færður á þann flöt sem prenta skal á við það að honum er þrýst gegnum gropna fleti myndberans, þar sem prentflöturinn er opinn og aðrir fletir eru lokaðir, og notaður er fljótandi farfi sem þornar eingöngu við uppgufun. Prentun af streng merkir að efnið, sem prentað er á, er matað í vélina af rúllu en ekki sem stakar arkir,
lökkun — starfsemi þar sem lakk eða límlag er borið á þjált efni, ætlað í umbúðir, í því skyni að loka síðar umbúðunum.

Vinnsla gúmmís
— Hvers kyns starfsemi sem felst í blöndun, mölun, pressun í sléttipressu, útpressun og súlfun (vúlkaníseringu) á náttúru- eða gervigúmmíi og hvers kyns aðrar aðgerðir sem eru notaðar til að breyta náttúru- eða gervigúmmíi í fullunna vöru.

Yfirborðshreinsun
— Hvers kyns starfsemi, nema þurrhreinsun, þar sem lífræn leysiefni eru notuð til þess að fjarlægja óhreinindi af yfirborði efna, þar á meðal affitun. Hreinsun, sem felst í tveimur eða fleiri skrefum fyrir eða eftir aðra starfsemi, skal teljast ein yfirborðshreinsun. Þessi starfsemi vísar til hreinsunar á yfirborði framleiðsluvara en ekki til hreinsunar á tækjabúnaði.

Vinnsla á jurtaolíu og dýrafitu og hreinsun á jurtaolíu
— Hvers kyns starfsemi sem felst í vinnslu jurtaolíu úr fræjum og öðru jurtakyns, vinnsla fóðurs úr þurru afgangsefni, hreinsun fitu og jurtaolíu sem unnar eru úr fræjum og öðru jurtakyns og/eða hráefnum úr dýraríkinu.

Lakkviðgerðir ökutækja
— Hvers kyns iðnaðar- eða viðskiptastarfsemi sem felst í yfirborðsmeðferð og tilheyrandi affitun þar sem framkvæmd er:
— yfirborðsmeðferð ökutækja, samkvæmt skilgreiningu í tilskipun 70/156/EBE, eða hluta þeirra, sem framkvæmd er sem hluti af viðgerð ökutækja, viðhaldi eða skreytingu utan bifreiðasmiðjanna, eða
— upphafleg yfirborðsmeðferð ökutækja, samkvæmt skilgreiningu í tilskipun 70/156/EBE, eða hluta þeirra, með efnum ætluðum til lakkviðgerða, að því tilskildu að starfsemin fari fram utan upphaflegs framleiðslustaðar, eða
— yfirborðsmeðferð eftirvagna (einnig festivagna) (O-flokkur).

Yfirborðsmeðferð vafvírs
— Hvers kyns yfirborðsmeðferð málmleiðara sem notaðir eru til að vefja spólur í straumbreytum, rafhreyflum o.s.frv.

Viðarfúavörn
— Hvers kyns starfsemi sem felst í meðhöndlun viðar með fúavarnarefni.

Viðar- og plastsamlíming
— Hvers kyns starfsemi sem felst í að líma saman við og/eða plast og framleiða þannig samlímdar vörur.1 Stjtíð. EB L 42, 23.2.1970, bls. 1. Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun 97/27/EB (Stjtíð. EB L 233, 25.8.1997, bls. 1).II. VIÐAUKI A
I. Þröskuldsgildi og losunarmörk.

Starfsemi
(þröskuldsgildi fyrir notkun leysiefna í tonnum/ári)
Þröskuldsgildi
(þröskuldsgildi fyrir notkun leysiefna í tonnum/ári)
Losunar-mörk punkt-losun
(mg C/Nm³)
Mörk fyrir dreifða losun (% af ílagi leysiefna)
Samanlögð losunarmörk
Sérstök ákvæði

stöð
Stöð í rekstri

stöð
Stöð í rekstri
1 Heitþornandi offsetprentun af
streng
(>15)
15–25
>25
100
20
30 ( 1 )
30 ( 1 )
(1) Leifar leysiefna í fullunnum vörum skulu ekki teljast hluti af dreifðri losun.
2 Djúpprentun á gæðapappír
(> 25)
75 10 15
3 Annars konar djúpprentun, flexóprentun, valsasáldprentun, plasthúðun eða lökkun (> 15), valsasáldprentun á textíl/pappa
(> 30)
15–25
>25
>30( 1 )
100
100
100
25
20
20
(1) Þröskuldsgildi fyrir valsasáldprentun á textíl og pappa.
4 Yfirborðshreinsun (1)
(> 1)
1–5
>5
20 ( 2 )
20 ( 2 )
15
10
(1) Notkun efnasambanda sem tilgreind eru í 7. gr.
(2) Mörk vísa til massa efnasambanda í mg C/Nm3, en ekki heildarmagns kolefnis.
5 Önnur yfirborðshreinsun
(> 2)
2–10
>10
75 ( 1 )
75 ( 1 )
20 ( 1 )
15 ( 1 )
(1) Stöðvar, sem sýna starfsleyfisgjafa fram á að meðalinnihald lífrænna leysiefna í öllum hreinsiefnum, sem eru notuð, sé ekki meira en 30% af þyngd, eru undanþegnar þessum gildum.
6 Lökkun (< 15) og lakkviðgerðir ökutækja >0,5 50(1 ) 25 (1) Sýna ber, á grunni meðaltals úr mælingum í 15 mínútur, fram á samræmi við 6. mgr. 10. gr.
7 Rúlluhúðun
(> 25)
50 ( 1 ) 5 10 (1) Fyrir stöðvar, sem nota tækni er byggist á endurnotkun endurheimtra leysiefna, skulu mörk fyrir losun vera 150.
8 Önnur yfirborðsmeðferð, þar á meðal með málmi, plasti, textíl ( 5 ), dúk, filmu og pappír
(> 5)
5–15
>15
100 (1 )(4 )
50/75
( 2 )(3 )(4 )
20 ( 4 )
20 ( 4 )
(1) Losunarmörk gilda um yfirborðsmeðferð og þurrkun sem fer fram við stýrðar aðstæður.
(2) Fyrstu losunarmörk gilda um þurrkun, önnur mörkin um yfirborðsmeðferð.
(3) Fyrir stöðvar, sem framkvæma yfirborðsmeðferð á textíl og nota tækni sem byggist á endurnotkun endurheimtra leysiefna, skulu losunarmörk, sem gilda fyrir yfirborðsmeðferð og þurrkun, í heild vera 150.
(4) Yfirborðsmeðferð, sem verður ekki framkvæmd við stýrðar aðstæður (svo sem skipasmíði og málning flugvéla), má undanþiggja þessum gildum, í samræmi við 2. mgr. 6. gr.
(5) Valsasáldprentun á textíl heyrir undir starfsemi nr. 3.
9 Yfirborðsmeðferð vafvírs
(> 5)
10 g/kg ( 1 )
5 g/kg ( 2 )
(1) Gildir fyrir stöðvar þegar meðalþvermál vírs er 0,1 mm.
(2) Gildir fyrir allar aðrar stöðvar.
10 Yfirborðsmeðferð á tré
(> 15)
15–25
>25
100 ( 1 )
50/75 ( 2 )
25
20
(1) Losunarmörk gilda fyrir yfirborðsmeðferð og þurrkun sem fer fram við stýrðar aðstæður.
(2 ) Fyrsta gildið fyrir losun á við um þurrkun, annað gildið um yfirborðsmeðferð
11 Þurrhreinsun 20 g/kg ( 1 )( 2 ) (1) Gefið upp í massa leysiefna sem losuð eru fyrir hvert kíló af hreinsuðum og þurrkuðum vörum.
(2) Losunarmörk, sem tilgreind eru í 3. mgr. 7. gr., gilda ekki um þessa atvinnugrein.
12 Viðarfúavörn
(> 25)
100 ( 1 ) 45 11 kg/m³ (1) Gildir ekki um fúavörn með kreósóti.
13 Yfirborðsmeðferð leðurs 10–25
>25

(> 10) ( 1 )
85 g/m²
75 g/m²

150 g/m²
Losunarmörk eru gefin í grömmum leysiefnis sem losað er fyrir hvern m² af framleiddum vörum.
(1) Gildir um yfirborðsmeðferð á leðri fyrir húsgögn og sérstakar leðurvörur notaðar í töskur, belti, veski og aðrar smágerðar neysluvörur.
14 Framleiðsla skófatnaðar
(> 5)
25 g fyrir hvert
skópar
Samanlögð losunarmörk eru gefin í grömmum leysiefna sem losuð eru fyrir hvert fullgert og framleitt skópar.
15 Samlíming viðar og plasts
(> 5)
30 g/m²
16 Límburður 5–15
>15
50 ( 1 )
50 ( 1 )
25
20
(1) Losunarmörk fyrir punktlosun skulu vera 150 ef notuð er tækni þar sem endurheimt leysiefni eru endurnotuð.
17 Framleiðsla á efnablöndum til yfirborðsmeðferðar, lökkum, farfa og lími
(> 100)
100–1.000

> 1.000
150

150
5

3
5% af ílagi leysiefna
3% af ílagi leysiefna
Losunarmörk fyrir dreifða losun ná ekki til leysiefna, sem eru seld í lokuðum ílátum, og eru hluti af efnablöndum til yfirborðsmeðferðar.
18 Vinnsla gúmmís
(> 15)
20 ( 1 ) 25( 2 ) 25% af ílagi leysiefna (1) Losunarmörk fyrir punktlosun skulu vera 150 ef notuð er tækni þar sem endurheimt leysiefni eru endurnotuð.
(2) Losunarmörk fyrir dreifða losun ná ekki til leysiefna sem eru seld í lokuðum ílátum og eru hluti af vörum eða efnablöndum.
19 Vinnsla á jurtaolíu og dýrafitu og hreinsun á jurtaolíu
(> 10)
Dýrafita:
1,5 kg/tonn
Laxerolía:
3 kg/tonn
Repjufræ:
1 kg/tonn
Sólblómafræ:
1 kg/tonn
Sojabaunir
(venjuleg mölun):
0,8 kg/tonn
Sojabaunir
(hvítar flögur):
1,2 kg/tonn
Annað fræ og
annað efni
jurtakyns:
3 kg/tonn (1 )
1,5 kg/tonn (2 )
4 kg/tonn ( 3 )
(1) Starfsleyfisgjafi skal, í hverju tilviki fyrir sig og með bestu fáanlegu tækni, setja samanlögð losunarmörk fyrir stöðvar þar sem unnar eru stakar framleiðslueiningar af fræi eða öðru efni jurtakyns.
(2) Gildir um alla sundurgreiningu efna, nema fjarlægingu gúmmís úr olíu.
(3) Gildir um fjarlægingu gúmmís.
20 Framleiðsla á lyfjavörum
(> 50)
20 ( 1 ) 5 ( 2 ) 15 ( 2 ) 5% af ílagi leysiefna 15% af ílagi leysi
efna
(1) losunarmörk fyrir punktlosun skulu vera 150 ef notuð er tækni þar sem endurheimt leysiefni eru endurnotuð.
(2) Losunarmörk fyrir dreifða losun ná ekki til leysiefna sem eru seld í lokuðum ílátum og eru hluti af vörum eða efnablöndum.II. Lökkun ökutækja.

Samanlögð losunarmörk eru gefin í grömmum af losuðum leysiefnum sem hlutfall af yfirborðsflatarmáli vara í fermetrum og í kílógrömmum leysiefna sem losuð eru í tengslum við yfirbyggingu bílsins.
Yfirborðsflatarmál þeirrar vöru, sem er tilgreind í töflunni fyrir neðan, er skilgreint sem hér segir.
— yfirborðsflatarmálið, sem er reiknað út frá heildarflatarmálinu, sem meðhöndla skal með rafdrætti, og yfirborðsflatarmál sérhverra hluta, sem er ef til vill bætt við á síðari stigum yfirborðsmeðferðarinnar, og fá sömu yfirborðsmeðferð og notað er á sjálfa vöruna eða heildaryfirborðsflatarmál vörunnar sem fær yfirborðsmeðferð í stöðinni.
Yfirborð þess flatar, sem meðhöndlaður er með rafdrætti, er reiknað með eftirfarandi formúlu:

2 x heildarþyngd vörunnar
meðalþykkt málmplötu eðlismassi málmplötu


Þessari aðferð skal einnig beita á aðra hluti sem eru gerðir úr plötum og hafa fengið yfirborðsmeðferð.
Nota skal tölvustudda hönnun, eða beita öðrum sambærilegum aðferðum, til að reikna yfirborðsflatarmál annarra viðbættra hluta, eða heildarflatarmál þess yfirborðs sem fær yfirborðsmeðferð í stöðinni.
Samanlögð losunarmörk, sem um getur í töflunni hér að aftan, eiga við um öll vinnslustig í einni og sömu stöð, allt frá yfirborðsmeðferð með rafdrætti, eða hvers kyns annarri yfirborðsmeðferð, til endanlegrar meðferðar ysta yfirborðslags með vaxi og gljáfægingu, ásamt leysiefnum sem notuð eru við hreinsun þess búnaðar sem þarf við verkið, þar á meðal sprautuklefa og annars fasts búnaðar, bæði á framleiðslutíma og utan hans. Samanlögð losunarmörk eru gefin sem massasumma lífrænna efnasambanda fyrir hvern m2 af heildaryfirborði framleiðsluvara sem fá yfirborðsmeðferð og sem massasumma lífrænna efnasambanda fyrir hverja yfirbyggingu bíls.


Starfsemi
(þröskuldsgildi fyrir notkun leysiefna í tonnum/ári)
Þröskuldsgildi fyrir framleiðslu (vísar til árlegrar framleiðslu af yfirborðsmeðhöndluðum hlutum)
Samanlögð losunarmörk
Ný stöð
Stöð í rekstri
Lökkun nýrra bíla (> 15) > 5.000
£5.000 sjálfberandi eða
> 3.500 byggt á undirvagn
45 g/m² eða 1,3 kg/yfirbyggingu + 33 g/m²
90 g/m² eða 1,5 kg/yfirbyggingu + 70 g/m²
60 g/m² eða 1,9 kg/yfirbyggingu + 41 g/m²
90 g/m² eða 1,5 kg/yfirbyggingu + 70 g/m².
Lökkun húsa nýrra vörubifreiða (> 15) £5.000
> 5.000
65
55
85
75
Lökkun nýrra sendibifreiða og vörubifreiða (> 15) £2.500
> 2.500
90
70
120
90
Lökkun nýrra hópbifreiða (> 15) £2.000
> 2.000
210
150
290
225
Stöðvar, sem annast lökkun ökutækja og eru undir þeim þröskuldsgildum fyrir notkun leysiefna, sem um getur í töflunni hér á undan, skulu uppfylla þær kröfur sem gerðar eru um lakkviðgerðir ökutækja í II. viðauka A.II. VIÐAUKI B
Skerðingaráætlun.


1. Meginreglur.
Markmiðið með skerðingaráætluninni er að gera rekstaraðilanum kleift með öðrum aðferðum að draga úr losun sem svarar til þeirrar skerðingar sem náðst hefði ef losunarmörkum hefði verið beitt. Í þessu skyni er rekstraraðila heimilt að styðjast við hverja þá skerðingaráætlun sem er sérstaklega hönnuð fyrir stöð hans, að því tilskildu að lokaniðurstaðan verði samsvarandi skerðing á losun.
2. Framkvæmd.
Við notkun á efnum til yfirborðsmeðferðar, lökkum, límefnum eða farfa má styðjast við eftirfarandi áætlun. Ef neðangreind aðferð er óhentug getur starfsleyfisgjafi heimilað rekstraraðila að nota einhverja aðra undanþáguáætlun sem telur að uppfylli þær meginreglur sem settar voru fram hér í drögum. Við mótun áætlunarinnar skal taka tillit til eftirfarandi staðreynda:
i) ef staðgönguefni, sem innihalda lítið eða ekkert af leysiefnum, eru enn í þróun verður að veita rekstraraðila frest til þess að framkvæma skerðingaráætlanir sínar;
ii) viðmiðunarpunkturinn fyrir skerðingu á losun ætti að svara sem nákvæmlegast til þeirrar losunar sem orðið hefði ef ekki hefði verið gripið til neinna skerðingarráðstafana.
Eftirfarandi áætlun skal gilda fyrir stöðvar, þar sem gera má ráð fyrir að þurrefnisinnihald vöru sé stöðugt, og notast til að skilgreina viðmiðunarpunktinn fyrir skerðingu losunar:
i) rekstraraðili skal senda áætlun um skerðingu á losun þar sem sérstök grein er gerð fyrir þeirri skerðingu á meðalinnihaldi leysiefna í heildarílaginu og/eða aukinni skilvirkni í notkun þurrefna sem nauðsynleg er til að skerða samanlagða losun stöðvarinnar að tilteknum hundraðshluta af árlegri viðmiðunarlosun, en þetta nefnist marklosun. Þetta verður að eiga sér stað fyrir eftirfarandi tímamörk:


Tímabil
Mesta leyfða árlega
samanlagða losun
Nýjar stöðvar Stöðvar í rekstri
Eigi síðar en 31.10.2001
Eigi síðar en 31.10.2004
Eigi síðar en 31.10.2005
Eigi síðar en 31.10.2007
Marklosun ´ 1,5
Marklosun


ii) Árleg viðmiðunarlosun er reiknuð sem hér segir:
a) Heildarmassi þurrefna í efnum, sem notuð eru árlega til yfirborðsmeðferðar, og/eða í farfa, lakki eða límefnum er ákvarðaður. Þurrefni eru öll efni í yfirborðsmeðferðarefnum, farfa, lakki og límefnum sem breytast í fast efni þegar vatnið eða rokgjörnu lífrænu efnasamböndin hafa gufað upp.
b) Árleg viðmiðunarlosun er reiknuð með því að margfalda massann, sem ákvarðaður er samkvæmt a-lið með viðeigandi stuðli sem tilgreindur er í töflunni hér á eftir. Hollustuvernd ríkisins getur lagað þessa stuðla að einstökum stöðvum þannig að þeir endurspegli þá auknu skilvirkni í notkun þurrefna sem sýnt hefur verið fram á að hafi átt sér stað.

Starfsemi Margfeldisstuðull
fyrir b-lið ii-liðar.
Djúpprentun, flexóprentun, plasthúðun sem hluti af prentun, lökkun sem
hluti af prentun, yfirborðsmeðferð á tré, yfirborðsmeðferð á textílefnum,
dúk, filmu eða pappír, límburður
4
Rúlluhúðun, lakkviðgerðir ökutækja 3
Yfirborðsmeðferð matvæla, yfirborðsmeðferð loft- og geimfara 2,33
Annars konar yfirborðsmeðferð og valsasáldprentun 1,5


c) Marklosunin jafngildir árlegri viðmiðunarlosun sem margfölduð er með hundraðshluta sem er jafn:
— (gildi fyrir dreifða losun + 15) fyrir stöðvar sem heyra undir 6. lið og lægstu þröskuldsgildi í 8. og 10. lið í II. viðauka A,
— (gildi fyrir dreifða losun + 5) fyrir allar aðrar stöðvar.
d) Kröfur eru uppfylltar ef hin raunverulega losun leysiefna, sem er ákvörðuð út frá áætlun um meðhöndlun leysiefna, er minni en marklosunin eða jöfn henni.III. VIÐAUKI
Áætlun um meðhöndlun leysiefna.


1. Inngangur.
Í þessum viðauka eru leiðbeiningar um framkvæmd áætlunar um meðhöndlun leysiefna. Í henni eru tilgreindar þær meginreglur sem beita skal (2. liður), ramminn um massajafnvægið (3. liður) og kröfur um eftirlit með því að ákvæði séu virt (4. liður).
2. Meginreglur.
Áætlunin um meðhöndlun leysiefna þjónar eftirfarandi tilgangi:
i) að sannprófa að ákvæði séu virt eins og tilgreint er í 4. mgr. 10. gr.;
ii) að benda á framtíðarvalkosti með tilliti til skerðingar;
iii) að gera kleift að miðla upplýsingum til almennings um notkun og losun leysiefna og um að ákvæði reglugerðarinnar séu virt.
3. Skilgreiningar.
Eftirfarandi skilgreiningar eru grunnur fyrir útreikninga á massajafnvægi:
Ílag lífrænna leysiefna (I):
I1 Magn lífrænna leysiefna eða magn þeirra í aðkeyptum efnablöndum sem eru notaðar sem ílag í ferlinu innan þess tímaramma sem reikningar á massajafnvægi miðast við.
I2 Magn lífrænna leysiefna eða magn þeirra í endurheimtum og endurnotuðum efnablöndum sem notaðar eru sem ílag í ferlinu. (Í útreikningum er tekið tillit til endurunnins leysiefnis í hvert sinn sem það er notað við starfsemina).
Losun lífrænna leysiefna (O):
O1 Losun með punktlosun.
O2 Lífræn leysiefni sem tapast í vatni, og ef við á er tekið tillit til meðhöndlunar skolps við útreikning O5.
O3 Magn lífrænna leysiefna sem verða eftir sem mengun eða leifar í þeim vörum sem framleiddar eru í ferlinu.
O4 Óbeisluð losun lífrænna leysiefna út í andrúmsloft. Þetta nær yfir venjulega loftræstingu húsnæðis þar sem loft er losað út í umhverfið um glugga, dyr, loftrásartúður og önnur op af svipuðu tagi.
O5 Lífræn leysiefni og/eða lífræn efnasambönd sem tapast vegna efna- eða eðlisfræðilegra hvarfa (þar á meðal þau efni sem eyðast, til dæmis við brennslu eða annars konar meðferð, eða er safnað saman, til dæmis með aðsogi, að því tilskildu að þau séu ekki reiknuð með í liðum O6, O7 eða O8).
O6 Lífræn leysiefni í úrgangi sem safnað er saman.
O7 Lífræn leysiefni eða lífræn leysiefni í efnablöndum sem eru seld eða ætluð til sölu sem gild verslunarvara.
O8 Lífræn leysiefni í efnablöndum sem eru endurheimt til endurnotkunar en ekki sem ílag í ferlið, að því tilskildu að þau séu ekki reiknuð með í lið O7.
O9 Lífræn leysiefni sem eru losuð á annan hátt.
4. Leiðbeiningar um beitingu áætlunar um meðhöndlun leysiefna við sannprófun á að ákvæði séu virt.
Notkun áætlunarinnar um meðhöndlun leysiefna er háð þeim sérstöku kröfum sem sannprófa skal, samanber eftirfarandi:
i) Sannprófun á því að ákvæði um skerðingarmöguleika séu virt eins og kveðið er á um í II. viðauka B, þar sem samanlögð losunarmörk eru gefin sem losun leysiefna fyrir hverja vörueiningu eða á annan hátt sem tilgreindur er í II. viðauka A.
a) Fyrir alla starfsemi, sem II. viðauki B gildir um, ætti árlega að semja áætlun um meðhöndlun leysiefna til að ákvarða notkun (C). Notkunina má reikna samkvæmt eftirfarandi jöfnu:
C= I1 – O8
Samhliða þessu ætti að reikna magn þurrefna, sem notað er við yfirborðsmeðferð, í þeim tilgangi að leiða í ljós árlega viðmiðunarlosun og marklosun fyrir hvert ár.
b) Til að meta samræmi við samanlögð losunarmörk, sem gefin eru upp sem losun leysiefna fyrir hverja vörueiningu eða á annan hátt sem kveðið er á um í II. viðauka A, ætti árlega að semja áætlun um meðhöndlun leysiefna til að ákvarða losun (E). Losunina má reikna samkvæmt eftirfarandi jöfnu:
E = F + O1
þar sem F er dreifða losunin eins og hún er skilgreind í a-lið ii-liðar. Síðan skal deila í töluna fyrir losunina með viðeigandi vörufæribreytu.
c) Til að meta samræmi við kröfur, sem kveðið er á um í 1. mgr. 5. gr., ætti árlega að semja áætlun um meðhöndlun leysiefna til að ákvarða samanlagða losun frá allri starfsemi sem í hlut á og síðan ætti að bera þá tölu saman við samanlögðu losunina sem orðið hefði niðurstaðan ef kröfur, sem tilgreindar eru í II. viðauka, hefðu verið uppfylltar fyrir hverja starfsemi fyrir sig.
ii) Ákvörðun dreifðrar losunar til samanburðar við mörk fyrir dreifða losun í II. viðauka A:
a) Starfsaðferð
Dreifða losun má reikna samkvæmt eftirfarandi jöfnu:
F= I1 – O1 – O5 – O6 – O7 – O8
eða
F = O2 + O3 + O4 + O9
Hægt er að ákvarða þessa losun með beinum mælingum á magni. Að öðrum kosti má beita jafngildum útreikningum sem byggðir eru á öðrum aðferðum, til dæmis með því að styðjast við hremmingargetu ferlisins.
Mörkin fyrir dreifða losun eru gefin upp sem hlutfall af ílaginu sem reikna má samkvæmt eftirfarandi jöfnu:
I = I1 + I2
b) Tíðni
Ákvarða má dreifða losun með stuttri lotu víðtækra mælinga. Ekki er þörf á að endurtaka þær nema tækjabúnaði sé breytt.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica