Umhverfisráðuneyti

182/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gildistöku tiltekinna gerða Evrópubandalagsins um mat og eftirlit með áhættu af skráðum efnum nr. 161/1998. - Brottfallin

182/2002

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um gildistöku tiltekinna gerða Evrópubandalagsins
um mat og eftirlit með áhættu af skráðum efnum nr. 161/1998.

1. gr.

Við 2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður f), sem orðast svo:
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2364/2000, frá 25. október 2000, um fjórðu skrána yfir efni sem hafa forgang eins og mælt er fyrir um í reglugerð ráðsins (EBE) nr. 793/93.


2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á fylgiskjali við reglugerðina.
a) Inngangur fylgiskjals verður svohljóðandi:
Viðkomandi gerðir eru birtar hér á eftir þ.e. reglugerð (EBE) nr. 793/93, reglugerð (EB) nr. 1488/94, reglugerð (EB) nr. 2268/95, reglugerð (EB) nr. 142/97, reglugerð (EB) nr. 143/97 og reglugerð (EB) nr. 2364/2000 með textabreytingum í samræmi við tölulið 12e, 12f og 12h, XV. kafla, II. viðauka í EES-samningnum. Gerðir þessar hafa einnig verið birtar í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB.
b) Textinn í viðauka við reglugerð þessa bætist aftast í fylgiskjalið.


3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum, sbr. og lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum. Höfð er hliðsjón af ákvæðum 12e, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, reglugerð ráðsins (EBE) nr. 793/93 um mat og eftirlit með áhættu skráðra efna eins og henni var breytt með reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2364/2000.

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.


Umhverfisráðuneytinu, 27. febrúar 2002.

F. h. r.
Ingimar Sigurðsson.
Sigurbjörg Sæmundsdóttir.


VIÐAUKI
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2364/2000 frá
25. október 2000 um fjórðu skrána yfir efni sem hafa forgang eins og
mælt er fyrir um í reglugerð ráðsins (EBE) nr. 793/93.

FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUBANDALAGANNA HEFUR,

með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins,

með hliðsjón af reglugerð ráðsins (EBE) nr. 793/93 frá 23. mars 1993 um mat og eftirlit með áhættu skráðra efna (1), einkum 8. og 10. gr.,

og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1) Með reglugerð (EBE) nr. 793/93 er komið á kerfi til að meta og hafa eftirlit með áhættu sem stafar af skráðum efnum og mælt er fyrir um, ef meta á áhættu samfara slíkum efnum, að borin séu kennsl á þau forgangsefni sem gefa þarf sérstakan gaum að.
2) Því ber framkvæmdastjórninni, samkvæmt 8. gr. reglugerðar (EBE) nr. 793/93, að taka saman skrá yfir forgangsefni að teknu tilliti til tiltekinna þátta sem taldir eru upp í sömu grein.
3) Í 10. gr. reglugerðar (EBE) nr. 793/93 er mælt fyrir um að fyrir hvert efni í forgangsskránni skuli tilnefna aðildarríki sem annast skuli mat á viðkomandi efni. Tryggja ber að aðildarríkin axli jafna byrði þegar efnum er útdeilt milli þeirra.
4) Með reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1179/94 (2), 2268/95 (3) og 143/97 (4) var fyrsta, önnur og þriðja forgangsskrá samþykkt.
5) Ákvæði þessarar reglugerðar eru í samræmi við álit nefndarinnar sem var komið á fót samkvæmt 15. gr. reglugerðar (EBE) nr. 793/93.

SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:

1. gr.
1. Fjórðu skrána yfir efni sem hafa forgang, eins og mælt er fyrir um í 1. mgr. 8. gr. reglugerðar (EBE) nr. 793/93, er að finna í viðaukanum við þessa reglugerð.
2. Í skránni eru aðildarríkin, sem skulu annast mat á einstökum efnum, jafnframt tilgreind.

2. gr.

Reglugerð þessi öðlast gildi á þriðja degi eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópubandalaganna.

Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.

Gjört í Brussel, 25. október 2000.
Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar,
Margot WALLSTRÖM
framkvæmdastjóri.


VIÐAUKI
EINECS nr.
CAS nr.
Efnaheiti Aðildar-ríki
1
201-029-3
77-47-4
hexaklórsýklópentadíen NL
2
201-236-9
79-94-7
2,2',6,6'-tetrabróm-4,4'-ísóprópýlidendífenól UK
3
201-853-3
88-72-2
2-nítrótólúen E
4
202-679-0
98-54-4
4-tert-bútýlfenól N
5
202-696-3
98-73-7
4-tert-bútýlbenzósýra D
6
203-539-1
107-98-2
1-metoxýprópan-2-ól F
7
203-603-9
108-65-6
2-metoxý-1-metýletýlasetat F
8
203-905-0
111-76-2
2-bútoxýetanól F
9
203-933-3
112-07-2
2-bútoxýetýlasetat F
10
204-015-5
112-90-3
(Z)-oktadek-9-enýlamín D
11
204-450-0
121-14-2
2,4-dínítrótólúen E
12
204-695-3
124-30-1
oktadekýlamín D
13
213-611-4
994-05-8
2-metoxý-2-metýlbútan FIN
14
214-946-9
1222-05-5
1,3,4,6,7,8-hexahýdró-4,6,6,7,8,8-hexametýlindenó[5,6-c]pýran NL
15
215-175-0
1309-64-4
díantimontríoxíð S
16
215-185-5
1310-73-2
natríumhýdroxíð P
17
215-540-4
1330-43-4
dínatríumtetrabórat, vatnsfrítt A
18
216-133-4
1506-02-1
1-(5,6,7,8-tetrahýdró-3,5,5,6,8,8-hexametýl-2-naftýl)etan-1-on NL
19
222-068-2
3333-67-3
nikkelkarbónat DK
20
231-743-0
7718-54-9
nikkeldíklóríð DK
21
232-051-1
7784-18-1
álflúoríð NL
22
232-188-7
7789-75-5
kalsíumflúoríð NL
23
233-139-2
10043-35-3
bórsýra, óhreinsuð(1) A
24
234-343-4
11113-50-1
bórsýra A
25
236-068-5
13138-45-9
nikkeldínítrat DK
26
237-158-7
13674-84-5
tris(2-klór-1-metýletýl)fosfat IRL/UK
27
237-159-2
13674-87-8
tris[2-klór-1-(klórmetýl)etýl]fosfat IRL/UK
29
247-759-6
26523-78-4
tris(nónýlfenýl)fosfít F
30
253-760-2
38051-10-4
2,2-bis(klórmetýl)trímetýlenbis(bis
(2-klóretýl)fosfat)
IRL/UK
31
262-976-6
61788-45-2
mettuð tólgaralkýlamín D
32
262-977-1
61788-46-3
kókosalkýlamín D

(1) Inniheldur í mesta lagi 85% af hreinni sýru miðað við þurrvigt.




Þetta vefsvæði byggir á Eplica