Umhverfisráðuneyti

914/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 578/2000 með síðari breytingum um álagningu spilliefnagjalds. - Brottfallin

914/2001

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 578/2000 með síðari breytingum
um álagningu spilliefnagjalds.

1. gr.

Viðauki I orðist svo:

VIÐAUKI I
Olíuvörur sem geta orðið að spilliefnum.


Á olíuvörur sem flokkast undir neðangreind tollskrárnúmer skal leggja spilliefnagjald.

Úr 27. og 38. kafla tollskrárinnar:

Úr 2710 Jarðolíur og olíur fengnar úr tjörukenndum steinefnum, þó ekki óunnar; framleiðsla sem í er miðað við þyngd 70% eða meira af jarðolíum eða olíum fengnum úr tjörukenndum steinefnum, ót.a. enda séu þessar olíur grunnþáttur framleiðslunnar:
– Aðrar þunnar olíur og blöndur:
2710.0039 – – Annað 9,50 kr./kg
– Smurolíur, aðrar þykkar olíur og blöndur:
2710.0081 – – Smurolía og smurfeiti 9,50 kr./kg
2710.0082 – – Ryðvarnarolía 9,50 kr./kg
2710.0089 – – Aðrar 9,50 kr./kg
Úr 3811 Efni til varnar vélabanki, oxunartálmi, harpixtálmi, smurbætiefni, tæringarvarnaefni og önnur tilbúin íblöndunarefni, fyrir jarðolíur (þar með talið bensín) eða fyrir aðra vökva sem notaðir eru í sama tilgangi og jarðolía:
– Íblöndunarefni fyrir smurolíur:
3811.2100 – – Sem innihalda jarðolíur eða olíur fengnar úr tjörukenndum steinefnum 9,50 kr./kg
3811.2900 – – Önnur 9,50 kr./kg
3819 3819.0000 Hemlavökvi og annar unninn vökvi fyrir vökvaskipt drif sem inniheldur ekki eða inniheldur minna en 70% af jarðolíu eða olíu úr tjörukenndum steinefnum miðað við þyngd 9,50 kr./kg


2. gr.

Við viðauka II bætist:

Úr 2914 Keton og kínon, einnig með annarri súrefnisvirkni og halógen-, súlfó, nítró eða nítrósóafleiður þeirra:
– Raðtengd keton án annarrar súrefnisvirkni:
2914.1100 – – Aceton 3,00 kr./kg
2914.1200 – – Bútanon (metyletylketon) 3,00 kr./kg
2914.1300 – – 4-Metylpentan-2-on (metylísóbutylketon) 3,00 kr./kg


3. gr.

Viðauki III orðist svo:

VIÐAUKI III
Halógeneruð efnasambönd.


Á halógeneruð efnasambönd, sem flokkast undir neðangreind tollskrárnúmer, skal leggja spilliefnagjald.

Úr 29. og 38. kafla tollskrárinnar:

Úr 2903 Halógenafleiður kolvatnsefna:
– Mettaðar klórafleiður raðtengdra kolvatnsefna:
2903.1100 – – Klórmetan (metylklóríð) og klóretan (etylklóríð) 105,00 kr./kg
2903.1200 – – Díklórmetan (metylenklóríð) 105,00 kr./kg
2903.1300 – – Klóróform (tríklórmetan) 105,00 kr./kg
2903.1400 – – Kolefnistetraklóríð 105,00 kr./kg
2903.1500 – – 1,2-Díklóretan (etylendíklóríð) 105,00 kr./kg
2903.1600 – – 1,2-Díklórprópan (própylendíklóríð) og díklórbútan 105,00 kr./kg
– – Aðrar:
2903.1901 – – – 1,1,1-Þríklóretan (metýl klóróform) 105,00 kr./kg
2903.1909 – – – Annars 105,00 kr./kg
– Ómettaðar klórafleiður raðtengdra kolvatnsefna:
2903.2100 – – Vinylklóríð (klóretylen) 105,00 kr./kg
2903.2200 – – Tríklóretylen 105,00 kr./kg
2903.2300 – – Tetraklóretylen (perklóretylen) 105,00 kr./kg
2903.2900 – – Önnur 105,00 kr./kg
– Flúor-, bróm eða joðafleiður raðtengdra kolvatnsefna:
2903.3090 – – Aðrar 105,00 kr./kg
– Halógenafleiður raðtengdra kolvatnsefna með tveimur eða fleiri mismunandi halógenum:
2903.4300 – – Þríklórþríflúoretan 105,00 kr./kg
– – Aðrar:
2903.4910 – – – Brómklórmetan 105,00 kr./kg
– Halógenafleiður cyclan-, cyclen eða cyclóterpenkolvatnsefna:
2903.5100 – – 1,2,3,4,5,6-Hexaklórcyclóhexan 105,00 kr./kg
2903.5900 – – Önnur 105,00 kr./kg
– Halógenafleiður arómatískra kolvatnsefna:
2903.6100 – – Klórbensen, o-díklórbensen og p-díklórbensen 105,00 kr./kg
2903.6200 – – Hexaklórbensen og DDT (1,1,1,-tríklór- 2,2-bis(p-klórfenyl) etan) 105,00 kr./kg
2903.6900 – – Aðrar 105,00 kr./kg
Úr 3814 Lífrænt samsett upplausnarefni og þynnar, ót.a.; unnir málningar- eða lakkeyðar:
3814.0002 –Málningar- eða lakkeyðar 105,00 kr./kg

4. gr.

Viðauki V orðist svo:

VIÐAUKI V
Málning sem getur orðið að spilliefnum.


Á málningarvörur sem flokkast undir neðangreind tollskrárnúmer skal leggja spilliefnagjald.

Úr 32. kafla tollskrárinnar:

3205 Litlögur (colour lakes); framleiðsla, sem tilgreind er í 3. athugasemd við þennan kafla, að meginstofni úr litlegi:
3205.0000 16,00 kr./kg
3208 Málning og lökk (þar með talin smeltlökk og lakkmálning) að meginstofni úr syntetískum fjölliðum (polymers) eða kemískt umbreyttum náttúrulegum fjölliðum, dreifðum eða uppleystum í vatnssnauðum miðli; lausnir skýrgreindar í 4. athugasemd við þennan kafla:
– Að meginstofni úr pólyesterum:
3208.1001 – – Með litunarefnum 16,00 kr./kg
3208.1002 – – Án litunarefna 16,00 kr./kg
3208.1003 – – Viðarvörn 16,00 kr./kg
3208.1004 – – Alkyð- og olíumálning, með eða án litunarefna 16,00 kr./kg
3208.1009 – – Annað 16,00 kr./kg
– Að meginstofni úr akryl- eða vinylfjölliðum:
3208.2001 – – Með litunarefnum 16,00 kr./kg
3208.2002 – – Án litunarefna 16,00 kr./kg
3208.2009 – – Annað 16,00 kr./kg
– Annað:
3208.9001 – – Með litunarefnum (t.d. epoxíð, pólyúretan, klór-gúm, sellulósi o.fl.) 16,00 kr./kg
3208.9002 – – Án litunarefna 16,00 kr./kg
3208.9003 – – Upplausnir sem skýrgreindar eru í 4. athugasemd við þennan kafla 16,00 kr./kg
3208.9009 – – Annars 16,00 kr./kg
3210 Önnur málning og lökk (þar með talin smeltlökk, lakkmálning og límmálning, (distemper)); unnir vatnsdreifulitir notaðir við lokavinnslu á leðri:
– Málning og lökk:
3210.0011 – – Blakkfernis, asfalt- og tjörumálning 16,00 kr./kg
3210.0012 – – Önnur málning og lökk, (t.d. epoxy- eða pólyúretan-lökk o.fl.), með eða án leysiefna, einnig í samstæðum með herði 16,00 kr./kg
3210.0019 – – Annað 16,00 kr./kg
– Annað:
3210.0021 – – Bæs
3210.0029 – – Annars 16,00 kr./kg
3211 3211.0000 Unnin þurrkefni 16,00 kr./kg
3212 Dreifulitir (þar með talið málmduft og málmflögur) dreifð í vatnssnauðum miðli, fljótandi eða sem deig, notað til framleiðslu á málningu (þar með talið smeltlakk); prentþynnur; leysilitir og önnur litunarefni í þeirri mynd eða umbúðum sem ætlað er til smásölu:
3212.1000 – Prentþynnur 16,00 kr./kg
–Annað:
3212.9001 – – Áldeig 16,00 kr./kg
3212.9009 – – Annars 16,00 kr./kg
3213 Litir til listmálunar, kennslu, skiltagerðar, blæbrigða, dægradvalar og þess háttar, í töflum, skálpum, krukkum, flöskum, skálum eða í áþekkri mynd eða umbúðum:
3213.1000 – Litir í samstæðum 16,00 kr./kg
3213.9000 – Aðrir 16,00 kr./kg
Úr 3214 Gluggakítti, ágræðslukvoða, resínsement, þéttiefni og annað kítti; spartl; óeldföst efni til yfirborðslagningar á byggingar eða innanhúss á veggi, gólf, loft eða þess háttar:
– Gluggakítti, ágræðslukvoða, resínsement, þéttiefni og annað kítti; spartl:
3214.1001 – – Innsiglislakk 16,00 kr./kg
3214.1002 – – Kítti 16,00 kr./kg
3214.1003 – – Önnur þéttiefni 16,00 kr./kg
3215 Prentlitir, rit-eða teikniblek og annað blek, einnig kjarnað eða í föstu formi:
– Prentlitir:
3215.1100 – – Svartir 16,00 kr./kg
3215.1900 – – Aðrir 16,00 kr./kg
3215.9000 – Annað 16,00 kr./kg

5. gr.

Við viðauka IX bætist:

Úr 2903 Halógenafleiður kolvatnsefna:
– Halógenafleiður raðtengdra kolvatnsefna með tveimur eða fleiri mismunandi halógenum:
– – Aðrar
2903.4990 – – – Annað 3,00 kr./kg


6. gr.
Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 3. mgr. 6. gr. laga nr. 56/1996 um spilliefnagjald og öðlast gildi 15. desember 2001 og tekur til allra vara sem þá eru ótollafgreiddar.


Umhverfisráðuneytinu, 6. desember 2001.

Siv Friðleifsdóttir.
Magnús Jóhannesson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica