Umhverfisráðuneyti

522/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 136/1978 um framkvæmd laga nr. 36/1974 um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu. - Brottfallin

1. gr.

2. og 3. mg. 3. gr. reglugerðarinnar breytast og orðast svo:
Umhverfisráðherra skipar stjórn stöðvarinnar samkvæmt tilnefningum hreppsnefndar Skútustaðahrepps, Landeigendafélags Laxár og Mývatns, Náttúrufræðistofnunar Íslands, Náttúruverndar ríkisins og Verkfræði- og raunvísindadeildar Háskóla Íslands, og skal fulltrúi Náttúruverndar ríkisins vera formaður stjórnarinnar. Skipa skal jafnmarga menn til vara á sama hátt.

Stjórn stöðvarinnar skal skipuð að afloknum hverjum alþingiskosningum.


2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er skv. heimild í 4. gr. laga nr. 36/1974 um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu, öðlast þegar gildi.


Umhverfisráðuneytinu, 14. júlí 2000.

F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Sigríður Stefánsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica