Umhverfisráðuneyti

407/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 579/1993 um aukefni í matvælum. - Brottfallin

407/2001

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 579/1993 um aukefni í matvælum.

1. gr.

Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Þar til reglugerð um íblöndun bætiefna í matvæli hefur verið sett getur Hollustuvernd ríkisins, að fengnum tillögum aukefnanefndar, veitt leyfi til notkunar bætiefna.

Bætiefni samkvæmt reglugerð þessari eru vítamín, steinefni og lífsnauðsynlegar fitu- og amínósýrur.

Umsóknir um leyfi til notkunar bætiefna skal senda Hollustuvernd ríkisins á eyðublöðum sem stofnunin lætur í té og með umsókn skal farið sem trúnaðarmál. Þeir sem sækja um leyfi skulu greiða gjöld til Hollustuverndar ríkisins samkvæmt gjaldskrá sem ráðherra setur. Umsóknargjald er óafturkræft þótt umsókn sé synjað.

Leyfi sem stofnunin veitir skal endurskoða eigi síðar en tveimur árum eftir að þau eru veitt.

Hollustuvernd ríkisins getur afturkallað leyfi til notkunar bætiefnis ef fram koma upplýsingar um að sú notkun efnisins sem leyfið tekur til geti valdið heilsutjóni.


2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 16. gr. laga nr. 93/1995, um matvæli öðlast gildi við birtingu. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 250/1976 um tilbúning og dreifingu matvæla og annarra neyslu- og nauðsynjavara ásamt síðari breytingum.


Umhverfisráðuneytinu, 25. maí 2001.

Siv Friðleifsdóttir.
Sigrún Ágústsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica