Umhverfisráðuneyti

243/2001

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 452/2000, um stjórn hreindýraveiða. - Brottfallin

243/2001

REGLUGERÐ
um breyting á reglugerð nr. 452/2000, um stjórn hreindýraveiða.

1. gr.

14. gr. orðast svo:
Brot gegn reglugerð þessari varða sektum eða fangelsi allt að tveim árum og sviptingu skotvopna- og veiðileyfis.

Tilraun til brota gegn reglugerð þessari varða refsingu sem fullframið brot, sbr. 3. kafla almennra hegningarlaga. Hið sama gildir um hlutdeild í brotum.

Gera má upptæk til ríkissjóðs: Ólöglegt veiðifang, veiðitæki og annan búnað sem notaður hefur verið við framkvæmd brots svo og hagnað af ólöglegri veiði og sölu framangreindra verðmæta. Ekki er það upptöku til fyrirstöðu þótt annar sé eigandi veiðitækis eða annars sem upptaka er heimil á en sá sem sekur hefur gerst við brot á reglugerð þessari. Að öðru leyti skal fara um eignaupptöku samkvæmt ákvæðum 69. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Mál út af brotum gegn reglugerð þessari skulu rekin að hætti opinberra mála.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 14. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, með breytingu nr. 100/2000, og öðlast þegar gildi.


Umhverfisráðuneytinu, 2. mars 2001.

Siv Friðleifsdóttir.
Ingimar Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica