Við tölulið nr. 5 í 2. mgr. 8. gr. reglugerðar nr. 456/1994 bætast tvær nýjar mgr. sem hljóða svo:
Óheimilt er, vegna rannsókna á vetrarafföllum rjúpna, að veiða rjúpu árið 2000 á svæði austan Eyjafjarðar sem afmarkast af strönd Eyjafjarðar í vestri, vegi um Víkurskarð í suðri, Fnjóská í austri og slóða norður á Flateyjardal til sjávar. Norðurmörkin fylgja ströndinni.
Þá er óheimilt, vegna rannsókna á vetrarafföllum rjúpna, að veiða rjúpu árið 2001 á svæði vestan Eyjafjarðar sem afmarkast af strönd Eyjafjarðar í austri, Hörgá í suðri og síðan Barká í Barkárjökul. Vesturmörkin eru sýslumörk Skagafjarðar og Eyjafjarðar frá Barkárjökli og áfram norður í sjó í Hvanndalabjargi. Norðurmörkin fylgja síðan strandlínu.
Reglugerð þessi, sem sett er skv. heimild í 7. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, öðlast þegar gildi.