Umhverfisráðuneyti

439/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 588/1993 um merkingu, auglýsingu og kynningu matvæla. - Brottfallin

1. gr.

Við 30. gr. bætist eftirfarandi málsgrein:
Á umbúðir alifugla og afurða þeirra skal skrá leiðbeiningar um meðhöndlun og matreiðslu. Skal það gert með merki því sem fram kemur í viðauka með reglugerð þessari merktum viðauki X, og skal merkið að lágmarki vera 3 x 5 cm að stærð. Yfirskrift á merki skal vera í 14 punkta letri og annar texti að lágmarki 9 punktar. Texti í merki skal vera skýr og auðlesinn og þannig að hann sé annaðhvort dökkur á ljósum grunni eða ljóst letur á dökkum grunni.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í matvælalögum nr. 93/1995 til þess að öðlast gildi 1. júní 2000. Reglugerð þessi hefur verið tilkynnt í samræmi við ákvæði tilskipunar nr. 98/34 EB.


Umhverfisráðuneytinu, 13. júní 2000.

F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Ingimar Sigurðsson.


VIÐAUKI X
Merki með leiðbeiningum um rétta meðferð og matreiðslu alifugla.




 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica