Umhverfisráðuneyti

426/1995

Reglugerð um sykur og sykurvörur. - Brottfallin

Reglugerð um sykur og sykurvörur.

I. KAFLI - Gildissvið og merking.

1. gr.

Reglugerð þessi gildir um sykur og sykurvörur sem skilgreindar eru í viðauka 1. Hún gildir þó ekki um flórsykur, kandíssykur eða vörur sem ætlaðar eru til útflutnings til ríkja utan Evrópsks efnahagssvæðis.

2. gr.

Þau heiti sem skráð eru í viðauka 1 gilda um þær vörur sem þar eru skilgreindar og skal nota þau í viðskiptum til að auðkenna þær. Heimilt er að nota heiti í 2. tl. viðauka 1 til að auðkenna vörur sem tilgreindar eru í 3. tl. sama viðauka.

3. gr.

Auk þess að uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 588/1993 um merkingu, auglýsingu g kynningu matvæla skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram á umbúðum:

  1. vöruheiti í samræmi við skilgreiningar í viðauka 1. Auk þess er heimilt að fram komi heiti sem er viðurkennt í einstökum ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu, að því tilskildu að ekki sé hætta á að slíkt heiti villi um fyrir neytendum. Ekki er skylt að setja áletrunina "mónóhýdrat" og "anhýdríð" á vörur sem skilgreindar eru í 9. og 10. tl. viðauka 1 og seldar eru í smásölu.
  2. upplýsingar um magn þurrefnis og invertsykurs í sykurlausn, invertsykurlausn eða invertsírópi;
  3. heitið "kristallað" fyrir invertsíróp sem inniheldur kristalla.

Fyrir vörur sem pakkað er í 10 kg einingar eða meira (nettóþyngd) og ekki eru ætlaðar til smásölu, er heimilt að upplýsingarnar sem um getur í liðum b og c, komi aðeins fram í fylgiskjölum.

II. KAFLI - Eftirlit og gildistaka.

4. gr.

Heilbrigðisnefndir hafa undir yfirumsjón Hollustuverndar ríkisins, hver á sínum stað, eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt.

5. gr.

Aðferðir við sýnatöku og greiningu skulu vera í samræmi við viðauka 2 í þessari reglugerð og tilskipun Evrópusambandsins nr. 79/786/EBE um greiningaraðferðir á sykri frá 26. júlí 1979.

6. gr.

Með brot gegn reglugerð þessari skal farið samkvæmt lögum nr. 93/1995 um matvæli, sbr. og lög nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með síðari breytingum. Með mál sem rísa út af brotum gegn reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála.

7. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með síðari breytingum og öðlast gildi við birtingu. Einnig var höfð hliðsjón af ákvæðum samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, sem vísað er til í II. viðauka XII. kafla, 7. tölul., tilskipun 73/437/EBE um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi tilteknar sykurvörur til manneldis og 21. tölul., tilskipun 79/786/EBE um greiningaraðferðir innan bandalagsins á tilteknum sykrungum sem ætlaðir eru til manneldis. Þá var höfð hliðsjón af reglugerð ESB nr. 1265/69/EBE um aðferðir til að ákvarða gæði tiltekinna sykurvara.

Umhverfisráðuneytið, 12. júlí 1995.
Guðmundur Bjarnason.
Ingimar Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica