Umhverfisráðuneyti

341/1994

Reglugerð um veiðikort og sérstök veiðikort (hlunnindakort). - Brottfallin

REGLUGERÐ

um veiðikort og sérstök veiðikort (hlunnindakort).

1. gr.

Skotveiðileyfi gilda sem veiðikort og sérstök veiðikort (hlunnindakort) frá og með 1. júlí 1994 til og með 31. mars 1995. Veiðikort skulu á þessum tíma vera frí.

2. gr.

Veiðikortshafi skal ætíð bera kortið á sér á veiðum og framvísa því sé þess óskað.

3. gr.

Hafi aðili ekki veiðikort og stundi veiðar án skotvopna, s.s. lundaveiðar með háfum, veiðar á fýls- og skarfsungum, minkaveiðar með gildrum o.s.frv. skal hann afla sér sérstakrar undanþágu hjá veiðistjóraembættinu er gildi til og með 31. mars 1995.

Telji eigandi veiðiréttar sig hafa heimild til nýtingar hlunninda skv. 18. gr. laga nr. 64/1994 skal hann afla sér staðfestingar viðkomandi sveitarstjórnar og sýslumanns á rétti sínum. Neiti þessir aðilar að staðfesta heimild veiðirétthafa sker umhverfisráðherra úr þeim ágreiningi.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er skv. 11. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, öðlast gildi 1. júlí 1994.

Umhverfisráðuneytið 21. júní 1994.

Össur Skarphéðinsson.

Magnús Jóhannesson:


Þetta vefsvæði byggir á Eplica