Umhverfisráðuneyti

617/1996

Reglugerð um breytingu á heilbrigðisreglugerð nr. 149/1990, með síðari breytingum. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Reglugerð

um breytingu á heilbrigðisreglugerð nr. 149/1990, með síðari breytingum.

1.gr.

            Grein 91.1.5. í reglugerðinni orðist svo:

            Dagsbirta og lýsing skal vera góð. Góð dagsbirta miðast við gluggastærð í hlutfalli við gólfflöt. Gott ljós af lampa telst fyrir skólastofur 500-1000 lux. Heimilt er að hafa lýsingu á göngum í skólum breytilega, þannig að möguleiki sé á góðri lýsingu við ræstingu, en minni þess utan.

2.gr.

            Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. gr. laga nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit með síðari breytinum og öðlast gildi þegar í stað.

Umhverfisráðuneytinu, 19. nóvember 1996.

F.h.r.

Ingimar Sigurðsson.

Sigurbjörg Sæmundsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica