Umhverfisráðuneyti

268/1993

Reglugerð um varnir gegn mengun of völdum klórflúorkolefna (CFC) og halóna. - Brottfallin

1. gr.

Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að minnka losun klórflúorkolefna (CFC) og halóna út í umhverfið og vernda með því ósonlagið í heiðhvolfinu.

 

2. gr.

Skilgreiningar.

Með klórflúorkolefnum (CFC) er í reglugerð þessari átt við eftirfarandi efni hrein eða í blöndu með öðrum efnum enda sé þyngdarhlutfall CFC hærra en 1% í blöndu:

1. tríklórflúormetan (CFC13, CFC-11)

2. díklórdíflúormetan (CFZCIZ, CFC-12)

3. tríklórtríflúoretan (CZF3C13, CFC-113)

4. díklórtetraflúoretan (CZF4C12, CFC-114)

5. klórpentaflúoretan (CZF5C1, CFC-115)

Með halónum er átt við eftirfarandi efni hrein eða í blöndu með öðrum efnum enda sé þyngdarhlutfall halóna hærra en 1% í blöndu:

1. brómklórdíflúormetan (CFZBrCI, halón 1211)

2. brómtríflúormetan (CF3Br, halón 1301)

3. díbrómtetraflúoretan (C2F4Br2, halón 2402)

 

3. gr.

Innflutningur og sala.

Innflutningur og sala á CFC og halónum og vörum sem innihalda CFC eða halóna er bönnuð, sbr. þó 4, og 8. gr. reglugerðar þessarar.

Bann við innflutningi og sölu nær ekki til endurnýttra og endurunninna CFC og halóna.

 

4. gr.

Tímabundinn innflutningur og sala.

Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. er innflutningur og sala heimil til 1. janúar 1996 á lyfjum sem innihalda CFC sem drifefni. Einnig er innflutningur og sala á CFC og halónum og á vörum sem innihalda CFC eða halóna heimil til neðangreindrar notkunar og í samræmi við tilgreindar dagsetningar:

A. Klórflúorkolefni (CFC)

1. Til framleiðslu á harðfroðueinangrun   til 1. janúar 1994         

2. Til notkunar í fatahreinsun                              til 1. janúar 1995         

3. Tilnotkunaríkælikerfiogvarmadælur    til janúarl995    

B. Halónar

1. Til áfyllingar á föstu slökkvikerfi                     til 1. janúar 1994

 

5. gr.

Skrásetning á innflutningi og sölu - innra eftirlit.

Innflytjendur og söluaðilar CFC og halóna bera ábyrgð á því að ákvæði reglugerðarinnar séu uppfyllt. Þeir skulu halda skrá yfir allan innflutning og sölu CFC og halóna. Hið sama gildir um innflutning og sölu á vörum sem innihalda CFC og halóna. Innflytjendur og söluaðilar skulu senda upplýsingar um innflutning og sölu til eftirlitsaðila fyrir 15. júní ár hvert.

Hver sá sem hefur með höndum CFC-efni og/eða halóna eða búnað sem inniheldur slík efni, skal viðhafa allar nauðsynlegar ráðstafanir tí1 að koma í veg fyrir losun þessara efna út í umhverfið.

Losun á CFC og halónum, t.d. við brunaæfingar eða lekaprófanir, er óheimil.

 

6. gr.

Endurvinnsla og förgun.

CFC og halóna skal endurnýta eða endurvinna ef kostur er. Við förgun skal meðhöndla CFC og halóna sem hættulegan efnaúrgang, sbr. ákvæði gildandi mengunarvarnareglugerðar.

 

7. gr.

Eftirlit.

Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna, undir yfirumsjón Hollustuverndar ríkisins, hefur

eftirlit með framkvæmd reglugerðar þessarar.

 

8. gr.

Undanþágur.

Ef sérstakar aðstæður mæla með því getur umhverfisráðherra veitt tímabundnar undanþágur frá ákvæði 3. gr. þessarar reglugerðar að fenginni umsögn Hollustuverndar ríkisins. Umsagnar Lyfjanefndar skal þó leita þegar um lyf er að ræða.

 

9. gr.

Viðurlög.

            Með mál sem kunna að rísa út of brotum á reglugerð þessari fer að hætti opinberra mála.           Fyrir brot gegn reglugerðinni skal refsa með sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að tveimur árum. Tilraun eða hlutdeild í brotum er refsiverð eftir því sem segir í III, kafla almennra hegningarlaga.

 

10. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í ákvæði 1. gr. laga nr. 51/1993 um breytingu á lögum nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni, sbr. lög nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni, og samkvæmt 3. gr. laga nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit ásamt síðari breytingum. Reglugerð þessi er sett að höfðu samráði við heilbrigðisráðuneytið, sbr. 1. gr. lags nr.51/1993 um breytingu á lögum nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni.

Reglugerð þessi öðlast gildi 1. ágúst 1993. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 64/ 1989 um bann við innflutningi og sölu úðabrúsa sem innihalda tiltekin drifefni (ósoneyðandi efni) og 2. gr. reglugerðar nr. 318/1990 um bann við notkun azó-litarefna og alifatískra klórflúorkolefnissambanda (freon) og skyldra efna sem drifefna í lyf.

 

Ákvæði til bráðabirgða.

Innflytjendur og söluaðilar skulu senda upplýsingar um innflutning og sölu á CFC og halónum og vörum sem innihalda CFC og halóna á árinu 1992 til eftirlitsaðila fyrir 1. September 1993.

 

Umhverfisráðuneytið, 2. júlí 1993.

 

Össur Skarphéðinsson.

Magnús Jóhannesson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica