Umhverfisráðuneyti

214/1995

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 282/1994 um söfnun, endurvinnslu og skilagjald á einnota umbúðir fyrir drykkjarvörur, sbr. breytingu nr. 148/1995. - Brottfallin

Reglugerð

 um breytingu á reglugerð nr. 282/1994 um söfnun, endurvinnslu og skilagjald

á einnota umbúðir fyrir drykkjarvörur, sbr. breytingu nr. 148/1995.

1. gr.

1. mgr. 3. gr. orðist svo:

Gjaldskylda samkvæmt 1. gr. nær til allra drykkjarvara í einnota umbúðum, sem fluttar eru til landsins eða eru framleiddar eða átappaðar hérlendis og eru til sölu hér á landi og flokkast undir vöruliði 2201, 2202, 2203, 2204, 2205, 2206 eða 2208 í tollskrá, sem er viðauki I við tollalög nr. 55/1987.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í ákvæði 4. gr. laga nr. 52/1989 um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur til þess að öðlast gildi við birtingu.

Umhverfisráðuneytið, 24. mars 1995.

Össur Skarphéðinsson.

Magnús Jóhannesson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica