Umhverfisráðuneyti

248/1997

Reglugerð um breytingu á heilbrigðisreglugerð nr. 149/1990, með síðari breytingum. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

 

 

REGLUGERÐ

um breytingu á heilbrigðisreglugerð nr. 149/1990, með síðari breytingum.

1. gr.

Grein 70.2. í reglugerðinni orðist svo:

Ef um er að ræða gististað, þar sem eingöngu er gert ráð fyrir næturgistingu, þ.e. að einungis sé dvalið í herbergum yfir nótt, getur heilbrigðisnefnd veitt undanþágu frá ákvæðum greinar 64.2 um gólfflöt tveggja manna herbergis. Undanþága skal bundin skilyrðum um að gólfflötur verði aldrei undir 9 m2 og að á herbergi sé opnanlegur gluggi á útvegg.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. gr. laga nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit með síðari breytingum og öðlast gildi þegar í stað.

Umhverfisráðuneytinu, 11. apríl 1997.

F. h. r.

Magnús Jóhannesson.

Ingimar Sigurðsson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica