Umhverfisráðuneyti

285/1990

Reglugerð um breyting á heilbrigðisreglugerð nr. 149/1990. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

REGLUGERÐ

um breyting á heilbrigðisreglugerð nr. 149/1990.

 

1. gr.

58. gr. 3. tl. orðist svo:

Hafa skal til viðmiðunar að lágmarks herbergjastærð miðað við íbúafjölda sé sem hér segir:

12 fermetrar . . . . . . . . . . 2 íbúar

10 fermertar . . . . . . . . . . 1,5 íbúar

7 fermctrar . . . . . . . . . . 0.5-1 íbúi

 

2. gr.

82. gr. 4. tl. 2 orðist svo:

Framleiðendum viðkvæmra matvæla, þar sem um er að ræða kælivörur með minna en 3ja mánaða geymsluþol, er óheimilt að taka við slíkum vörum, sem sölu- og dreifingaraðili óskar að endursenda til framleiðenda. Þetta á þó ekki við, þegar galli kemur fram í vörunni, sem rekja má til framleiðslunnar, mistök hafa orðið við afgreiðslu eða framleiðandi óskar eftir að innkalla gallaða vöru. Sé um augljósan galla eða mistök að ræða ber sölu- og dreifingaraðila að tilkynna um það innan viku frá móttöku, enda sé geymsluþol vörunnar ekki útrunnið. Í öðrum tilvikum ber sölu- og dreifingaraðila að tilkynna slíkt þegar galla eða mistaka verður vart enda sé geymsluþol vörunnar ekki útrunnið.

 

3. gr.

84. gr. 13. tl. 1 orðist svo:

Hitastig í vinnslusölum, þar sem fram fer skurður, úrbeining og pökkun á kjöti, skal ekki fara yfir 12°C.

 

4. gr

87. gr. 3. tl. 2 orðist svo:

Matvæli sem geymast eiga í kæli, skulu flutt á milli staða á þann hátt að hitastig í þeim haldist við 0-4°C.

Matvæli sem geymast eiga í frysti, skulu flutt milli staða á þann hátt að frost í þeim haldist við -18°C eða meira.

 

5. gr.

Við ákvæði til bráðabirgða bætist nýr töluliður er verði 8. tl. og orðist svo:

Ákvæði gr. 84.13.1. taki gildi 1. janúar 1993.

 

6. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. gr. laga nr. 81/1988, um hollustu- og heilbrigðiseftirlit öðlast gildi þegar við birtingu.

 

Heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytið, 4. júlí 1990.

Guðmundur Bjarnason.

Ingimar Sigurðsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica