Umhverfisráðuneyti

498/1999

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 456/1994 um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum, með síðari breytingum.

1. gr.

7. tl. 2. mgr. 8. gr. reglugerðar nr. 456/1994 með síðari breytingum orðist svo:

Frá 1. september til 15. mars: Helsingi, nema í Austur- og Vestur-Skaftafellssýslum, en þar er friðun helsingja aflétt frá 25. september til 15. mars.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 17. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytinu, 16. júlí 1999.

Siv Friðleifsdóttir.

Ingimar Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica