Umhverfisráðuneyti

511/1994

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 456/1994 um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum.

1. gr.

Við 2. mgr. 8. gr. reglugerðar nr. 456/1994 bætist nýr töluliður, sem verður nr. 5 og hljóðar svo:

Heimilt er að veiða rjúpu frá 15. október til 22. desember.

2. gr.

Töluliður. nr. 5 í 2. mgr. 8. gr. um veiðar á kjóa í og við friðlýst æðarvarp, verður nr. 6 eftir breytinguna.

3. gr.

Reglugerðarbreyting þessi er gerð með heimild í lögum 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Umhverfisráðuneytið 19. september 1994.

Össur Skarphéðinsson.

Lúðvík Bergvinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica