Umhverfisráðuneyti

137/1999

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 533/1993 um kæli- og varmadælukerfi með ósoneyðandi kælimiðlum ásamt síðari breytingu nr. 384/1997. - Brottfallin

1. gr.

18. gr. reglugerðarinnar orðast svo ásamt fyrirsögn:

Skráning kæli- og varmadælukerfa.

Sérhvert fyrirtæki eða atvinnurekstur sem hefur yfir að ráða kæli- og varmadælukerfi með samanlagða kælimiðlafylling yfir 30 kg, skal fylla út þar til gerð eyðublöð um rekstur kerfanna sem Hollustuvernd ríkisins lætur í té og senda eftirlitsaðila fyrir 1. mars ár hvert fyrir árið á undan.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 4. tl. 5. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir og 2. mgr. 29. gr. laga nr. 52/1988 um eiturefni.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytinu, 24. febrúar 1999.

F. h. r.

Magnús Jóhannesson.

Ingimar Sigurðsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica