Umhverfisráðuneyti

750/1998

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 518/1993 um aðskotaefni í matvælum, með síðari breytingum nr. 563/1995 og 574/1997. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 518/1993 um aðskotaefni í matvælum,

með síðari breytingum nr. 563/1995 og 574/1997.

1. gr.

1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Ákvæði reglugerðar þessarar taka til aðskotaefna í matvælum. Reglugerðin gildir ekki um matvæli sem ætluð eru til útflutnings til ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES), nema þegar um er að ræða varnarefni í matjurtum og matvælum úr dýraríkinu. Þetta á þó ekki við um varnarefni í matjurtum þegar:

 a)            Ríki utan EES krefst sérstakrar meðhöndlunar til að hindra að skaðlegar lífverur berist til þess.

 b)           Meðhöndlun er nauðsynleg til að vernda vörur meðan á flutningi til og geymslu í ríki utan EES stendur.

2. gr.

Við 4. tl. 2. gr. bætist eftirfarandi:

Fyrir aðrar unnar vörur skal taka tillit til þynningar eða annarra breytinga sem geta orðið við vinnslu. Ef ekki eru gefin upp hámörk fyrir samsett matvæli skal fara eftir hámarksgildum fyrir viðkomandi hráefni í viðauka 2 en taka mið af hlutföllum hráefna og breytinga sem geta orðið við vinnslu.

3. gr.

7. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Aðferðir við sýnatöku og aðra meðhöndlun sýna fyrir rannsóknir á aðskotaefnum í ávöxtum og grænmeti skulu vera í samræmi við viðauka 5 með reglugerð þessari. Þegar mæla á sveppaeitur (aflatoksín) í matvælum skal sýnataka og meðhöndlun sýna þó vera í samræmi við viðauka 6. Aðferðir við sýnatöku og aðra meðhöndlun sýna fyrir rannsóknir á aðskotaefnum í öðrum matvælum skulu, eftir því sem við á, vera í samræmi við staðla Alþjóðlega staðalskrárráðsins fyrir matvæli (Codex Alimentarius) eða samkvæmt ákvörðun Hollustuverndar ríkisins.

4. gr.

                Ákvæði um aflatoksín í viðauka 4 falla burt og töluröð neðanmálsgreina breytist til samræmis við það. Þá verður viðauki 4 að viðauka 4A og við bætist viðauki 4B um nítrat og viðauki 4C um sveppaeitur (aflatoksín), sem orðast svo:

Viðauki 4B:

Hámarksgildi fyrir nítrat í matjurtum.

Matvæli

Uppskerutími

Hámarksgildi (mg/kg) (1)

Spínat (ferskt)

Salat (ferskt)

 

Spínat (fryst, hraðfryst eða meðhöndlað á

annan hátt til að hafa áhrif á geymsluþol)

1. jan.-31. des.

1. okt.-31. mars

1. apr.-30. sept.

1. maí -31. ágúst(2)

1. jan.-31. des.

2500

4500

3500

2500

2000

(1)            Hámarksgildi reiknað sem NO3 og gildir ekki um barnamat.

(2)            Gildir fyrir salat sem ræktað er utan gróðurhúsa.

Viðauki 4C:

Hámarksgildi fyrir aflatoksín í matvælum.

Matvæli (4)

B1

Hámarksgildi (µg/kg)(1)

B1 + B2 + G1 + G2

M1

1. Jarðhnetur, hnetur og þurrkaðir ávextir

1.1

Jarðhnetur, hnetur og þurrkaðir ávextir og

vörur unnar úr framangreindum matvælum,

ætlaðar til manneldis eða sem hráefni í

matvæli.

1.2

Jarðhnetur sem eftir er að flokka eða

hreinsa áður en þær eru notaðar til

manneldis eða sem hráefni í matvæli.

1.3

Hnetur og þurrkaðir ávextir sem eftir er að

flokka eða hreinsa áður en þær eru notaðar

til manneldis eða sem hráefni í matvæli.

 

 

2 (2)(5)

 

 

 

 

8 (2)

 

 

 

5 (2)

 

 

4 (2) (5)

 

 

 

 

15 (2)

 

 

 

10 (2)

 

 

-

 

 

 

 

-

 

 

 

-

2. Korn

2.1

Korn og vörur unnar úr því, ætlað til mann-

eldis eða sem hráefni í matvæli.

 

2.2

Korn sem eftir er að flokka eða hreinsa áður

en það er notað til manneldis eða sem hráefni

í matvæli.

 

2 (5)

 

 

 

- (3)

 

4 (5)

 

 

 

- (3)

 

-

 

 

 

-

3. Fljótandi mjólkurafurðir

-

-

0,05

4. Önnur matvæli

-

5

-

(1)            Gildir ekki um barnamat.

(2)            Hámarksgildin eiga við um æta hlutann af jarðhnetum, hnetum og þurrkuðum ávöxtum. Ef hnetur eru mældar með skel er gert ráð fyrir að aflatoksínið komi úr æta hlutanum.

(3)            Ef hámarksgildi hafa ekki verið ákvörðuð fyrir 1. júlí 1999 skulu sömu mörk gilda og fyrir flokk 2.1.

(4)            Um matvælin í þessari töflu gildir að bannað er:

-               Að blanda saman vörum sem uppfylla kröfur um hámarksgildi og vörum sem ekki uppfylla þær kröfur, sem og að blanda saman vörum sem eiga að gangast undir flokkun eða hreinsun við vörur sem ætlaðar eru beint til manneldis eða sem hráefni í matvörur.

-               Að nota vörur sem fara yfir hámarksgildi sem gefin eru í liðum 1.1, 2.1 og 3 sem hráefni í matvörur.

-               Að fjarlægja eiturefni með efnafræðilegri meðhöndlun.

(5)            Jarðhnetur, hnetur og þurrkaðir ávextir sem ekki uppfylla skilyrði í lið 1.1 og kornmeti sem ekki uppfyllir skilyrði í lið 2.1, má setja á markað ef:

a)              Þessar vörur:

-               Eru ekki ætlaðar beint til manneldis eða sem hráefni í matvörur.

-               Uppfylla hámarksgildi sem fram koma í lið 1.2 fyrir jarðhnetur, í lið 1.3 fyrir hnetur og þurrkaða ávexti og í lið 2.2 fyrir korn.

-               Fara í gegnum flokkun eða hreinsun og að því loknu uppfylli vörurnar skilyrði í liðum 1.1 og 2.1. Meðferðin má ekki skilja eftir sig önnur skaðleg aðskotaefni.

b)             Á vörunni er greinileg merking sem segir að varan skuli gangast undir flokkun eða hreinsun til að minnka aflatoksín innihald áður en hún er notuð til manneldis eða sem hráefni í matvæli.

5. gr.

Við reglugerð þessa bætist nýr viðauki, viðauki 6, sem orðast svo:

Viðauki 6:

Sýnataka og greining vegna sveppaeiturs (aflatoksíns).

Sýnataka vegna eftirlits með sveppaeitri í matvælum skal framkvæmd í samræmi við ákvæði í tilskipun 98/53/EB. Greining skal framkvæmd með þeirri aðferð sem þar kemur fram eða annarri aðferð sem telst sambærileg.

6. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Einnig var höfð hliðsjón af ákvæðum samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, sem vísað er til í XII. kafla, II. viðauka, tilskipunar 97/41/EB og reglugerðum 194/97/EB og 1525/98/EB. Reglugerðin öðlast gildi 1. janúar 1999.

Ákvæði til bráðabirgða.

Spínat sem framleitt var og markaðssett fyrir gildistöku þessarar reglugerðar og sem uppfyllti þágildandi hámarksákvæði reglugerðar 194/97/EB er heimilt að selja á meðan birgðir endast.

Umhverfisráðuneytinu, 17. desember 1998.

Guðmundur Bjarnason.

Magnús Jóhannesson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica