Umhverfisráðuneyti

371/1994

Reglugerð um breytingu á byggingarreglugerð nr.177/1992 með síðari breytingum. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Liður 6.10.7.6 orðist svo:

Þegar gert er deiliskipulag fyrir sumarbústaðasvæði og það hefur hlotið málsmeðferð samkvæmt gr. 4.4 í skipulagsreglugerð nr. 318/1985 skal ákveða stærð mannvirkja og fyrirkomulag í skipulagsskilmálum, sbr. einnig gr. 6.10.7.5.

Þegar veitt er leyfi fyrir staka bústaði og ekki liggur fyrir deiliskipulag sbr. 1. mgr., skal stærð sumarbústaða vera mest 60 m2 og meðallofthæð ekki minni en 2.20 m. Þá er unnt að heimila geymslu allt að 10 m2 og bátaskýli allt að 15 m2 þegar aðstæður gefa tilefni til.

Unnt er að heimila frávik frá ákvæðum 2. mgr. ef aðstæður gefa sérstakt tilefni til enda fái leyfisumsókn þá málsmeðferð í samræmi við gr. 4.4 og 4.4.1 í skipulagsreglugerð.

Sumarbústaðir skulu gerðir úr timbri og skulu veggir og þök vera að minnsta kosti B30 og klæðningar í flokki 2. Þar sem sérstaklega stendur á má heimila þá úr öðru efni.

Í sumarbústaðahverfum á vegum launþegasamtaka eða starfsmannafélaga skal að minnsta kosti einn bústaður hverfisins vera hannaður þannig að hann henti hreyfihömluðum.

Í hverjum bústað skal vera hreinlætisaðstaða sem uppfyllir kröfur heilbrigðisreglugerðar.

2. gr.

Liður 7.4.9 orðist svo:

7.4.9 Hljóðstig frá umferð.

Reglur um hljóðstig samkvæmt þessari grein víkja fyrir ákvæðum mengunarvarnareglugerðar nr. 48/1994 með síðari breytingum, sbr. 7. kafla þeirrar reglugerðar og viðauka V.

Hljóðstig frá umferð er mælt og markgildi sett sem s.k. jafngildishljóðstig í dB(A) fyrir heilan sólarhring. Viðmiðunargildin miðast við ákveðna tímadreifingu umferðarinnar, þannig að reiknað er með 7-8% næturumferð á stofnbrautum og tengibrautum, en um 4-5% næturumferð á safngötum og húsagötum. Næturumferð telst vera milli kl. 00:00 og 07:00.

Þessi forsenda um tímadreifingu umferðarinnar gefur um 7-8 dB(A) minni umferðarhávaða að næturlagi en að degi til á stofnbrautum og tengibrautum, en um 9-10 dB(A) á safn- og húsagötum. Ef veruleg frávik eru á tímadreifingu umferðarinnar miðað við þessar forsendur, skulu viðmiðunargildin fyrir umferðarhávaðann breytast í samræmi við það.

Viðmiðunar- og leiðbeiningargildi fyrir umferðarhávaða mæld sem jafngildishljóðstig í dB(A) fyrir sólarhring eru sem hér segir. (Leiðbeiningargildi eru innan sviga.):

 

Grunntafla
Nýskipulag

Frávik1)

I

II

Innanhúss:
Íbúðarhúsnæði
Kennslu- og sjúkrastofur
Hávaðalitlir vinnustaðir

Utan við glugga:
Íbúðarhúsnæði
Kennslu- og sjúkrastofur

Útisvæði:
Útivistarsvæði í þéttbýli
Sumarhúsabyggð


30
30
40


55 (45)
55 (45)


55 (45)
45 (40)


40
35
50


65
60


65
65

30

30

40

 

70/552)

70

 

 

70

Viðmiðunargildin "innanhúss" í töflunni miðast við lokaða glugga.

Viðmiðunargildin "utan við glugga" í töflunni eru frísviðsgildi, annaðhvort mæld beint án áhrifa frá endurkastandi flötum, eða mæligildi við húshlið leiðrétt m.t.t. áhrifa frá endurkastandi flötum.

1)Frávik: I Veruleg breyting á umferðaræð í byggð sem fyrir er.

II Endurnýjun byggðar sem fyrir er.

2) 70/55 merkir að viðmiðunarkrafan um 55 dB(A) utan við glugga skal vera uppfyllt fyrir a.m.k. helming íveruherbergja í hverri íbúð, en fyrir önnur herbergi er leyfilegt hljóðstig utan við allt að 70 dB(A).

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 4. gr. byggingarlaga nr. 54/ 1978, öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytið, 24. júní 1994.

Össur Skarphéðinsson.

Magnús Jóhannesson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica