Umhverfisráðuneyti

446/1996

Reglugerð um breytingu á reglugerð um söfnun, endurvinnslu og skilagjald á einnota umbúðir fyrir drykkjarvöru nr. 282/1994, sbr. reglugerð nr. 214/1995. - Brottfallin

 

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um söfnun, endurvinnslu og skilagjald á einnota umbúðir fyrir drykkjarvöru nr. 282/1994, sbr. reglugerð nr. 214/1995.

 

1. gr.

Við 1. gr. bætist nýr málsliður sem orðist svo:

Skilagjald á drykkjarvörur í einnota stálumbúðum skal nema 8 krónum á hverja umbúðaeiningu.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 1. mgr. 4. gr. laga nr. 52/1989 um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur til þess að öðlast gildi við birtingu.

 

Umhverfisráðuneytinu, 23. júlí 1996.

 

Guðmundur Bjarnason.

Magnús Jóhannesson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica